Stórvinkonur í Stjörnunni Línumaðurinn Elísabet Gunnarsdóttir mun í dag skrifa undir samning við uppeldisfélag sitt, Stjörnuna í Garðabæ. Þetta hefur Fréttablaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Elísabet varð Íslandsmeistari með Fram í vetur en heldur nú á heimaslóðir. Handbolti 9. júlí 2013 07:00
Bjarki spilar líklega á Íslandi í vetur "Ég hef verið í sambandi við nokkur erlend félög en það hefur ekki gengið upp,“ segir Bjarki Már Elísson, en hann hefur verið í leit að nýju félagsliði undanfarnar vikur. Handbolti 14. júní 2013 06:15
Missti vitið og brotnaði niður Einn besti markvörður landsins, Sunneva Einarsdóttir, hefur rift samningi sínum við Stjörnuna sem er að fá Florentinu Stanciu til sín. Sunneva er sár og svekkt út í stjórn handknattleiksdeildar. Hún ætlar ekki að spila áfram á Íslandi. Handbolti 10. júní 2013 06:30
Ekkert HM fyrir stelpurnar HM-draumur íslenska kvennalandsliðsins dó endanlega í dag er liðið tapaði öðru sinni, 26-21, fyrir Tékkum. Það eru Tékkar sem fara á HM í Serbíu en tékkneska liðið vann einnig fyrri leikinn, 17-29. Handbolti 8. júní 2013 17:33
Sunneva farin því Florentina er á leiðinni Sunneva Einarsdóttir er farin frá handboltaliði Stjörnunnar en hún rifti samningi sínum við félagið í gær. Handbolti 8. júní 2013 12:03
Stelpurnar töpuðu gegn Svíum Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik varð að sætta sig við tap, 30-25, gegn Svíþjóð en liðin mættust í Gautabært í kvöld. Handbolti 24. maí 2013 19:24
Magnús og Ester áfram í Eyjum Handboltaparið Magnús Stefánsson og Ester Óskarsdóttir hafa bæði framlengt samninga sína við ÍBV um tvö ár. Handbolti 21. maí 2013 10:45
Framtíð mín er á Íslandi Florentina Stanciu, landsliðsmarkvörður í handbolta, er með tilboð frá liði í heimabæ sínum í Rúmeníu, SCM Craiova. Hún hefur í hyggju að semja við liðið til eins árs en snúa svo aftur til Íslands. Handbolti 17. maí 2013 08:00
Dröfn í ÍBV ÍBV hefur fundið arftaka Florentinu Stanciu því Dröfn Haraldsdóttir, leikmaður FH, samdi við liðið í fyrradag. Handbolti 17. maí 2013 07:30
Sú efnilegasta fyrir fimmtán árum er sú besta í ár Framarinn Jóhann Gunnar Einarsson og Valskonan Dagný Skúladóttir voru valin Handknattleiksfólk ársins á Lokahófi HSÍ um helgina en bæði voru þau að fá þessi verðlaun í fyrsta sinn. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir frá Selfossi og Bergvin Þór Gíslason frá Akureyri voru kosin efnilegust. Handbolti 13. maí 2013 06:30
Ágúst velur stóran æfingahóp Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið 22 manna æfingahóp til að taka þátt í undirbúningi fyrir umspilsleikina gegn Tékkum sem fara fram í júní. Handbolti 8. maí 2013 14:04
Gullnir dagar í Safamýrinni Framarar fögnuðu Íslandsmeistaratitli annan daginn í röð í gærkvöldi þegar karlalið félagsins vann 22-20 sigur á Haukum í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi N1-deildar karla í handbolta. Fram vann einvígið því 3-1. Handbolti 7. maí 2013 07:00
Þær þrjár markahæstu framlengdu hjá Haukum Haukar hafa framlengt samninga sína við þrjá markahæstu leikmenn liðsins frá síðustu leiktíð í N1 deild kvenna í handbolta. Marija Gedroit, markahæsti leikmaður deildarinnar, hefur skrifað undir nýjan samning sem og hinar efnilegu Viktoría Valdimarsdóttir og Karen Helga Díönudóttir. Handbolti 6. maí 2013 18:00
Kvaddi með langþráðu gulli Stella Sigurðardóttir átti stórleik þegar Framkonur tryggðu sér fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn í 23 ár. Stella fæddist þremur dögum eftir að síðasti titillinn kom í hús. Stella var búin að vinna silfur fimm ár í röð. Handbolti 6. maí 2013 07:00
Sjöundi oddaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn Fram og Stjarnan spila í dag hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta en bæði lið hafa unnið tvo leiki í úrslitaeinvígi N1 deildar kvenna. Þetta verður í sjöunda sinn í sögu úrslitakeppni kvenna þar sem Íslandsmeistaratitilinn vinnst í oddaleik. Handbolti 5. maí 2013 10:30
Útiliðin hafa unnið níu leiki í röð í úrslitakeppni kvenna Framkonur eru á heimavelli í dag í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta en það er kannski ekki eins gott og áður var haldið miðað við úrslitin í úrslitkeppni kvenna í ár. Handbolti 5. maí 2013 08:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Stjarnan 19-16 | Fram Íslandsmeistari Fram varð í dag Íslandsmeistari kvenna í 20. sinn með því að leggja Stjörnuna að velli 19-16 í oddaleik liðanna í N1 deild kvenna. Frábær varnarleikur lagði grunninn að sigri Fram í spennuþrungnum leik. Handbolti 5. maí 2013 00:01
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Fram 21-22 | Oddaleikur á sunnudag Fram tryggði sér oddaleik í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna í handknattleik eftir sigur gegn Stjörnunni í Mýrinni í kvöld, 21-22. Leikurinn var spennandi en Fram hafði betur. Liðin mætast í oddaleik í Safamýri á sunnudag. Handbolti 3. maí 2013 13:11
Fer bikarinn á loft í kvöld? Stjarnan úr Garðabæ hefur komið allra liða mest á óvart í vetur. Síðustu ár hefur N1-deild kvenna verið tveggja hesta hlaup á milli Vals og Fram. Stjarnan hefur breytt því. Handbolti 3. maí 2013 07:00
Hanna: Hefð fyrir silfrinu í Safamýri "Við vorum staðráðnar í að bæta fyrir síðasta leik og svo erum við búnar að ræða það að það er komin hefð fyrir því í Framheimilinu að fá silfrið." Handbolti 1. maí 2013 19:35
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Stjarnan 19-21 | Úrslit N1-deildar kvenna Stjarnan sigraði Fram öðru sinni í úrslitum N1 deildar kvenna, 21-19, og tók forystu í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn öðru sinni. Handbolti 1. maí 2013 12:39
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 25-30 | Fram jafnaði metin Fram jafnaði metin í úrslitaeinvígi N1 deildar kvenna í handbolta þegar liðið sigraði Stjörnuna 30-25 í Mýrinni í Garðabæ í dag. Fram var 15-12 yfir í hálfleik. Handbolti 28. apríl 2013 00:01
Þorgerður Anna á leið til Noregs Ein besta handknattleikskona landsins, Þorgerður Anna Atladóttir, er á förum frá Val en hún hefur samið við norska félagið Flint/Tønsberg til tveggja ára. Handbolti 26. apríl 2013 17:55
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Stjarnan 20-21 Stjarnan er komin með 1-0 forskot í rimmunni gegn Fram í úrslitum N1-deildar kvenna. Stjarnan stal fyrsta leiknum í Safamýrinni í dag. Leikurinn var jafn og dramatískur. Handbolti 25. apríl 2013 13:15
Brynja og Ramune söðla um Brynja Magnúsdóttir, leikstjórnandi HK, er á leið til Noregs og þá er landsliðskonan Ramune Pekarskyte að bætast í leikmannahóp Íslendingaliðsins SönderjyskE. Handbolti 25. apríl 2013 11:30
Jón þjálfar ÍBV með Svavari Jón Gunnlaugur Viggósson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs ÍBV í handknattleik. Hann mun stýra liðinu með Svavari Vignissyni. Handbolti 24. apríl 2013 21:36
Var röng ákvörðun Í ágúst árið 2011 gaf handknattleiksdeild Stjörnunnar út tilkynningu um að draga kvennalið sitt úr N1-deild kvenna. Nú, innan við tveimur árum síðar, er liðið komið í lokaúrslit um Íslandsmeisatratitilinn eftir fjögurra ára fjarveru. Handbolti 24. apríl 2013 07:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 19-20 | Stjarnan í úrslit Stjarnan mætir Fram í úrslitum N1 deildar kvenna í handbolta eftir sigur á Val 20-19 í Vodafonehöllinni. Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins. Handbolti 22. apríl 2013 15:57
Framkonur í úrslitin Fram tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik með 21-17 sigri á ÍBV í Eyjum í dag. Fram mætir Val eða Stjörnunni í úrslitaeinvíginu. Handbolti 20. apríl 2013 16:55
Stella fer með til Eyja Stella Sigurðardóttir mun ferðast með liði Fram til Vestmannaeyja í dag en liðið mætir þá ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna. Fram er yfir, 2-1, og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri. Handbolti 20. apríl 2013 09:00