

Samkvæmislífið
Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Elíta íslenska rappsins tryllti lýðinn í Iðnó
„Þetta var bara ótrúlegt kvöld og fór alveg vonum framar,“ segir tónlistarmaðurinn og rapparinn Ízleifur. Hann stóð fyrir stöppuðum útgáfutónleikum í Iðnó síðastliðið föstudagskvöld þar sem úrvalslið rappara steig á svið með honum.

Einar og Áslaug áttu fjölskyldustund með Laufeyju
Þeir örfáu sem mættu ekki á tónleika Laufeyjar Línar í Hörpu í gær en áttu þó miða munu naga sig lengi í handabökin enda mál manna að um hafi verið að ræða einstaka kvöldstund.

Fögnuðu ársafmælinu og stefna á hlutafjáraukningu
Starfsmenn netöryggisfyrirtækisins Varist fögnuðu ársafmæli fyrirtækisins á dögunum. Stefnt er á frekari vöxt fyrirtækisins með ráðningum og er jafnframt stefnt á frekari hlutafjáraukningu til að styðja við þær áætlanir.

Myndaveisla: Yfir þúsund manns í listrænu fjöri í Hveragerði
Menningarlífið iðaði í Hveragerði síðastliðinn laugardag þar sem yfir þúsund manns lögðu leið sína á sýningaropnun Listasafns Árnesinga. Var um að ræða sýningu fimm listamanna sem öll hafa verið áberandi í sýningarhaldi undanfarin ár, bæði erlendis og hérlendis.

Myndaveisla: Þotulið hönnunarbransans fagnaði með stæl
Það var margt um manninn á efri hæð Priksins síðastliðinn föstudag við opnunarteiti Strik Stúdíó. Þotulið úr hönnunarbransanum lét sig ekki vanta og gestir skemmtu sér vel.

Myndaveisla: Fullt út úr dyrum og næstum uppselt fyrir opnun
Það var margt um manninn í opnun á nýju rými Gallery Ports síðastliðinn laugardag. Nokkrar stórstjörnur íslenskrar myndlistar stóðu þar á samsýningunni Lost Track en gestir biðu í röð eftir að komast inn og fullt var út úr dyrum.

Myndaveisla: Rafmögnuð stemning á Söngvakeppninni
Úrslit Söngvakeppninnar fóru fram á laugardag í Laugardalshöll þar sem Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision 2024. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari með laginu Scared of Heights.

Konur í atvinnulífinu tóku skrefið
Góð stemming var á Sýnileikadegi FKA í vikunni en yfirskriftin á deginum í ár var „Taktu skrefið/take the leap“. Þetta var í fjórða sinn sem dagurinn er haldinn og fór hann fram í Arion banka að þessu sinni.

Myndir: Margmenni með Stiglitz
Margmenni var mætt á málþing með Nóbelsverðlaunahafanum Joseph Stiglitz sem fram fór í hádeginu í dag í Veröld - húsi Vigdísar.

Troðfullt í Marshall-húsinu á opnun listrænna systra
Fullt var út úr dyrum í Þulu galleríi í Marshall-húsinu síðastliðinn laugardag við opnun á sýningu systranna og listakvennanna Lilju og Ingibjargar Birgisdætra.

Tóku saman höndum fyrir Hendi næst
Margt var um manninn í Ásmundarsafni í síðastliðinni viku á opnun sýningarinnar Hendi næst.

Stjörnurnar fjölmenntu á endurkomu Hönsu á stóra sviðið
Líf og fjör var í Borgarleikhúsinu á föstudaginn þegar rokksöngleikurinn Eitruð lítil pilla var frumsýndur fyrir fullu húsi. Verkið er í leikstjórn Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur og með aðalhlutverkin fara þær Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Aldís Amah Hamilton.

Baltasar og Eliza á hátíðarsýningu Natatorium
Hátíðarsýning var á íslensku kvikmyndinni Natatorium í Smárabíói síðastliðinn miðvikudag fyrir fullum sal. Myndin hlaut góðar viðtökur gesta að sýningu lokinni.

Frægir úr fjölmörgum áttum í funheitu partýi
Margt var um manninn á veitingastaðnum Brút í Pósthússtræti á dögunum þar sem skálað var fyrir því að febrúar væri rúmlega hálfnaður og daginn tekið að lengja. Boðið var upp á léttar veitingar, vín og kokteila með tilheyrandi gleði og fram eftir kvöldi.

World Class hjónin, forsetafrúin og landsliðsfyrirliði í glæsiteiti
Húsfyllir var í glæsiteiti Dineout, í samstarfi við Food & Fun, á þakbar Edition hótel, The ROOF í gærkvöldi. Fjöldi þjóðþekktra Íslendinga voru meðal gesta sem gæddu sér á ljúffengum réttum og skáluðu fyrir Food & Fun hátíðinni sem hefst 6. mars næstkomandi.

Stjörnum prýdd frumsýning Saknaðarilms
Mikil gleði var á frumsýningu einleiksins Saknaðarilmur, sem byggður er á bókum Elísabetar Jökulsdóttur rithöfundar, í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Leikritið er eftir Unni Ösp Stefánsdóttur sem einnig leikur einleikinn. Leikstjórn er í höndum Björns Thors, eiginmanns Unnar.

Ferskur andblær í hlustunarpartýi Ízleifs
Beðið er eftir fyrstu plötu tónlistarmannsins Ízleifs með eftirvæntingu. Ízleifur, sem er bæði pródúsent og rappari, hélt hlustunarpartý fyrir vini og vandamenn í Þjóðleikhúsinu í vikunni.

Unaðsstund Elizu og Guðna
Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson skelltu sér á tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Goldberg-tilbrigðin voru flutt fyrir fullum sal. Unaðsstund að sögn Elizu.

Æðisleg Dorrit stal senunni í Bíó Paradís
Það var mikið um dýrðir og glæsilegheit á forsýningu fimmtu og jafntframt síðustu þáttaröð af raunveruleikaþáttunum Æði í Bíó Paradís í gærkvöldi. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir og vöktu gríðarlega lukku meðal áhorfenda.

Myndaveisla: Öllu til tjaldað í lokaþætti Idolsins
Idol stemningin náði algjöru hámarki síðastliðið föstudagskvöld þegar sigurvegari seríunnar var krýndur. Glamúrinn gaf ekkert eftir og þau Anna Fanney, Jóna Margrét og Björgvin sungu sitt síðasta, í bili.

Fríðasta fólk fjarðarins á Þorrablóti Hafnarfjarðar
Mikil gleði og stemning var á þorrablóti Hafnarfjarðar sem fór fram á Ásvöllum um helgina í annað sinn. Færri komust að en vildu en uppselt varð á gleðinu á skömmum tíma

Anna Fanney er Idolstjarna Íslands
Anna Fanney Kristinsdóttir er Idolstjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Jónu Margréti og bar sigur úr býtum.

Myndaveisla: Spennuþrungin stemmning á undanúrslitakvöldinu
Undanúrslitaþáttur Idol fór fram síðastliðinn föstudag í Idolhöllinni að Fossaleyni. Aðeins þrír keppendur standa nú eftir sem keppast um að verða næsta Idolstjarna Íslands.

Heitustu gellur og gaurar Laugardalsins á ógleymanlegu þorrablóti
Mikil gleði og mikið stuð var á þorrablóti Laugardalsins sem fór fram í Þróttaraheimilinu á laugardagskvöld í annað sinn. Færri komust að en vildu en uppselt varð á gleðinu á skömmum tíma. Gestir næsta árs þurfa að hafa hraðar hendur til að missa ekki af stuðinu.

Myndaveisla: Júlí Heiðar og Prettyboitjokkó í eina sæng
Tónlistarmaðurinn og hjartaknúsarinn Júlí Heiðar Halldórsson fagnaði sinni fyrstu sólóplötu, Þrjátíu og þrír, með sérstöku hlustunarpartýi síðastliðið miðvikudagskvöld. Platan er væntanleg 22. mars á 33 ára afmælisdegi Júlís.

Myndaveisla: Menningarþyrstir fengu listrænt D-vítamín
Margt var um manninn á Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu síðastliðið fimmtudagskvöld. Menningarþyrstir gestir komu þangað að sækja sér auka skammt af skapandi orku úr myndlistarlífi samtímans hérlendis á samsýningunni D-vítamín.

Myndaveisla: Rafmögnuð spenna böðuð í Hollywood glamúr
Þriðji þáttur af Idol þáttunum sem sýndir eru í beinni útsendingu fór fram síðastliðið föstudagskvöld. Sex keppendur stigu á svið í Idol höllinni að Fossaleyni en einungis fjórir stóðu eftir í lok kvölds.

Súr matur en sæluvíma í Krikanum
Hafnfirðingar mættu í sínu fínasta pússi og blótuðu þorrann á Þorrablóti FH í Kaplakrika síðastliðið laugardagskvöld.

Myndaveisla: Gleði og tár í stærstu opnuninni til þessa
Myndlistarunnendur létu sig ekki vanta í Ásmundarsal á laugardag. Metaðsókn var á opnun sýningar Hreins Friðfinnssonar og Sigurðar Guðjónssonar.

Myndaveisla: Af EM á þorrablót Valsmanna
Þorrablót Miðbæjar og Hlíða var haldið með pompi og prakt síðastliðið laugardagskvöld á Hlíðarenda. Valsmenn stóðu fyrir blótinu sem var glæsilegt.