Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Hraðvagn frá LA til RVK

Fyrir ekki svo löngu fór að bera á suma góma að Reykjavík væri á hraðri leið þess að líkast harðsvíraðri bílaborg í anda þeirra gallhörðustu í Bandaríkjunum. Sú hrakspá byggist á því að blessunarlega fer Íslendingum fjölgandi á sama tíma og hagvöxtur helst jákvæður sem hefur reynst ákveðinn kokteill fyrir aukna bílaeign.

Skoðun
Fréttamynd

Boðs­kortið í brúð­kaupið er stjórnar­skráin

Eftir venju segjast allir flokkar ganga til kosninga óbundnir um stjórnarsamstarf. Formlega er það svo. En auðlindaákvæðið í stjórnarskrárfrumvarpi VG veldur því efnislega að stjórnarflokkarnir eru um leið að skuldbinda sig til áframhaldandi samstarfs.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðherra segir NEI

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur glímt við verulegan vanda í áratugi. Þessi vandi er margþættur: mönnunarvandi, húsnæðisvandi, fjármögnunarvandi en einnig samskiptavandi sem oft hefur blossað upp og þá sett stofnunina í mjög erfiða stöðu.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkis­stjórn stöðnunar um launa­mun kynjanna

Í gær voru færðar fréttir af því að tekjur háskólamenntaðra kvenna væru sambærilegar og ómenntaðra karla. Af því tilefni sagði forsætisráðherra að alltof hægt gangi að ná jafnrétti á Íslandi. Karlar í sambúð hafa að meðaltali 749 þúsund krónur á mánuði og konur í sambúð um 564 þúsund krónur á mánuði.

Skoðun
Fréttamynd

Einka­rekin heilsu­gæsla

Heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum hefur mikið verið til umræðu og nýverið birtist niðurstaða úr þjónustukönnun sem sýndi að íbúar á Suðurnesjum bera ekki mikið traust til þeirrar heilbrigðisþjónustu sem þeim er boðið upp á.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­vinna bænda í sölu bú­vara

Um aldir voru ýmsar landbúnaðarafurðir helsta útflutningsvara landsmanna, á eftir skreið. Allt fram að stofnun kaupfélaganna, þess fyrsta fyrir 119 árum (20. febrúar 1882), áttu landsmenn sér engin samtök um slík viðskipti heldur kom hver og einn bóndi fyrir kaupmenn með afurðir sínar.

Skoðun
Fréttamynd

Dýra­þjónusta Reykja­víkur

Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað ert þú að gera ?

„Nú drekk ég morgunkaffibollann í vinnunni“ sagði kona mér ánægð eftir að hennar atvinnuleit endaði með atvinnutækifæri.

Skoðun
Fréttamynd

Lág­mörkum skaðann

Um fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins - og um helmingur atvinnulausra.

Skoðun
Fréttamynd

Að­gengi fyrir börn af er­lendum upp­runa

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti í dag stóraukna íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku með aukningu upp á 143 milljónir árlega í málaflokkinn næstu þrjú árin.

Skoðun
Fréttamynd

Hótanir!

Frá því ég byrjaði að skipta mér af pólitík þ.e. verkalýðs og lífeyrissjóðapólitík hefur ýmislegt gengið á og rifjast upp í tilefni umræðunnar í kringum skotárás á bíl Borgarstjóra.

Skoðun
Fréttamynd

Heimska eða illska

Stundum er ekki nema um tvennt að ræða; svart eða hvítt, gamalt eða nýtt, heimsku eða illsku.

Skoðun
Fréttamynd

Á ríkið að eiga banka eða selja banka ?

Ríkið á að fullu tvo af þremur viðskiptabönkunum, Íslandsbanka og Landsbanka. Ríkið ætlaði í raun aldrei að eiga þessa banka heldur komu þeir í hendur ríkisins í kjölfar bankahrunsins og uppgjör þess. Þar af leiðandi var það aldrei stefna ríkisins að vera ráðandi aðili á fjármálamarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

„Um­burðar­lyndi“ ofar mannéttindum?

Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Þau vita, þau geta en ekkert gerist

Síðustu mánuði höfum við í VR brýnt fyrir stjórnvöldum mikilvægi þess að fara í aðgerðir til að bregðast við tekjufalli þeirra sem misst hafa atvinnu. Við höfum ítrekað gert grein fyrir alvarleika málsins og hvaða langvarandi afleiðingar það mun hafa á 26.473 einstaklinga, og fjölskyldur þeirra, sem nú eru án atvinnu að hluta eða öllu leyti, ef ekkert verður gert.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenskan mat í skóla

Börnin okkar eru þau dýrmætustu verðmæti sem við eigum og viljum við þeim allt hið besta. Það á við um menntun, uppeldi og vöxt þeirra og viðgang.

Skoðun
Fréttamynd

Þjösnaskapur Útlendingastofnunar

Árið 2018 og 2019 gerði Nordregio sem er norræn rannsóknarstofnun, rannsókn á samfélögum á Norðurlöndum sem hafa hátt hlutfall íbúa af erlendum uppruna og valdi til þess eitt sveitarfélag í hverju landi.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­tíðin ber að dyrum – ætlarðu að svara?

Á föstudaginn í síðustu viku birtum við í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkur drög að vinnu stýrihóps um endurskoðun aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum. Drögin eru afrakstur rúmlega árs samvinnu og víðtæks samráðs um nýja stefnu Reykjavíkurborgar til að stemma stigu við loftslagsógninni og ná markmiðum okkar um kolefnishlutleysi.

Skoðun
Fréttamynd

Að vera tryggður en samt ekki

Með vinnuframlagi sínu tryggja launamenn framlag í Atvinnuleysistryggingasjóð sem er fjármagnaður með skyldugreiðslu tryggingagjalds, sem m.a. er nýtt til fjármögnunar sjóðsins og Fæðingarorlofssjóðs.

Skoðun
Fréttamynd

Hvellskýr krafa foreldra um sveigjanlegt fæðingarorlof

Alþingi hefur nú þegar ákveðið þá miklu framför að fæðingarorlofið verði 12 mánuðir frá og með 1. janúar n.k. Í dag eiga foreldrar sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að 4 mánuði hvort um sig og að auki sameiginlega 2 mánuði til viðbótar sem annað foreldrið getur tekið eða foreldrarnir skipt með sér.

Skoðun
Fréttamynd

Eftir höfðinu dansa limirnir

Ég þekki það vel hvernig það er að kljást við höfuðið. Það er líklega glíma sem við þekkjum flest. Enda sammannlegt að vera með höfuð þótt við séum vissulega misgóð í að halda höfði. Í höfðinu hreiðra líka um sig tilfinningarnar gleðin sem við þekkjum svo vel: þráin og spennan en líka reiðin, sorgin og efinn.

Skoðun
Fréttamynd

Flytjum störf en ekki stofnanir út á land

Það er of algengt að ráðherrar taki það upp hjá sjálfum sér að flytja heilu stofnanirnar í kjördæmin sín með öllu því raski sem því fylgir á starfseminni. Niðurstaðan er oft sú að mikilvæg þekking, reynsla og mannauður tapast með þeim afleiðingum að mörg ár getur tekið að gera brottfluttar stofnanir öflugar og skilvirkar á ný.

Skoðun
Fréttamynd

Búum til betri borg

Í dag er síðari umræða borgarstjórnar um fjárhagsáætlun 2021, ársins þar sem stjórnmálamenn þurfa að sýna dug og þor til að stíga stór skref upp úr kórónukreppunni. Við munum fá bóluefni til að lífið fari aftur af stað.

Skoðun
Fréttamynd

Grýlur, mýtur og stjórnar­myndun

Ég tek eftir því að skeggræður eru hafnar um það hvernig ríkisstjórn menn vilja sjá að kosningum loknum. Þetta er ágæt umræða þótt enn flokkist hún undir samkvæmisleik, enda langt til kosninga.

Skoðun