Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Fram­sókn setur heimilin í fyrsta sæti

Kæri lesandi.Þann 30. nóvember göngum við að kjörborðinu og veljum okkur fólk til að vera í forystu fyrir íslenskt samfélag næstu fjögur ár. Í þessum kosningum leggjum við í Framsókn þann árangur sem flokkurinn hefur náð í dóm kjósenda og leggjum fram stefnu okkar og framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag. Í þessari grein fjalla ég um hugmyndir okkar um heimilin.

Skoðun
Fréttamynd

Allt mannanna verk - orkuöryggi á Ís­landi

Raforka er ein af grunnþörfum okkar samfélags og er afhendingaröryggi raforku ekki aðeins grundvallarþjónusta heldur einnig lykilþáttur í daglegu lífi landsmanna og í efnahagslegum vexti og velferð landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Krafa um árangur í at­vinnu- og sam­göngumálum

Samfylkingin gerir kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Fólk í landinu vill öryggi í samgöngum og öflugt atvinnulíf um land allt. Öruggar samgöngur eru lífæð samfélagsins. Fólk sækir vinnu og þjónustu á milli byggðarlaga og gerir þá sjálfsögðu kröfu að komast öruggt á milli staða. Það er á ábyrgð stjórnmálafólks að þessir innviðir séu í lagi.

Skoðun
Fréttamynd

Það sem má alls ekki tala um...

Viðbrögð við hugmyndum um að afnema undanþágu lífeyrissjóðanna frá staðgreiðslu skatta eru kostuleg, en koma auðvitað ekki á óvart. Það má auðvitað ekki tala um lífeyrissjóðina í þessum kosningum, þeir eru heilagir, eins og alltaf.

Skoðun
Fréttamynd

Eldra fólk á betra skilið

Flokkur fólksins var stofnaður árið 2016, til að berjast gegn fátækt. Með réttlæti og sanngirni að leiðarljósi í málflutningi sínum, náði flokkurinn sínum fyrstu sætum á Alþingi árið 2017. Fyrsta frumvarp okkar á Alþingi var um afnám skerðinga á ellilífeyri vegna atvinnutekna eldri borgara - aðgerð sem við teljum óumdeilanlega vera spurningu um virðingu og réttlæti gagnvart eldra fólki.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm­tíu og sex

Íbúar í Árneshreppi eru 53. Þótt Árneshreppur sé eitt fámennasta sveitarfélag landsins þá erum við væntanlega öll sammála um að fólkið sem þar býr skipti máli fyrir íslenskt samfélag. Venjulegt, harðduglegt íslenskt fólk. Feður, mæður, bræður, systur, ömmur og afar.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­fylkingin ætlar ekki að hækka tekju­skatt

Það er sama hvar maður kemur að tali við kjósendur um hvaða mál liggja þeim á hjarta í komandi kosningum. Öll nefna húsnæðismál, efnahagsmál og heilbrigðismál. Það er samhljóma þeim samtölum sem Samfylkingin hefur átt við fólkið í landinu á liðnum tveimur árum.

Skoðun
Fréttamynd

Mann­sæmandi lífeyrislaun strax

Árið 1988 voru lægstu ellilífeyrislaun skattlaus og fólk á lífeyrislaunum átti jafnvel afgang af persónuafslættinum upp í lífeyrissjóðslaunin. Ef sama kerfi væri enn við lýði í dag; væru allra lægstu ellilífeyrislaun um 450.000 kr. á mánuði eftir útborgun. Í dag eru næst lægstu greiðslur hins vegar aðeins 333.194 kr. fyrir skatta og skerðingar, sem er rúmum 120 þúsund krónum undir lágmarkslaunum á vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Á að banna rauða jóla­sveininn?

Það er virkilega ánægjulegt að þrumuræða Sigurðar Inga í leiðtogaumræðum á RÚV hafi vakið fólk til umhugsunar um hvert umræðan um útlendingamál er komin, þar sem öllu er blandað saman.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta lítur ekki vel út

Það er vaxtaákvörðunardagur 20. nóvember. Verðbólgan hefur verið að hjaðna og raunvextir í hæstu hæðum. Við fyrstu sýn virðist ákvörðun peningastefnunefndar einföld og auðveld. Lækkun stýrivaxta er borðleggjandi, hressileg lækkun væri vel þegin.

Skoðun
Fréttamynd

Græðgin er komin út fyrir öll mörk

Morgunblaðið hratt nýlega af stað umræðu um veiðigjaldið en í umfjöllun blaðsins kom fram að gjaldið væri einfaldlega 33% af reiknuðum hagnaði útgerðarinnar. Þegar betur er að gáð þá voru þessir útreikningar hvorki einfaldir né byggðir á raunvirði aflans.

Skoðun
Fréttamynd

Hjart­sláttur sjávar­byggðanna

Strandveiðar eru ekki bara kjölfesta í mörgum sjávarbyggðum heldur líka mikil menningarverðmæti sem ber að stórefla fyrir atvinnuöryggi og möguleika komandi kynslóða til að stunda sjósókn á eigin forsendum án þess að gerast leiguliðar stórútgerðarinnar sem hefur yfir að ráða milli 80 til 90% allra aflaheimilda í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Eru vaxtar­mörkin vandinn?

Þak yfir höfuðið eru mannréttindi og þörfin fyrir meira húsnæði er brýn. Fyrsta skref í átt að lausn er að skilja hvar pottur er brotinn - og hvar ekki. 

Skoðun
Fréttamynd

Búum til „vanda­mál“ – leysum það með sam­ræmdum prófum

Umræða um skólastarf hefur verið hávær frá því í vor. Viðskiptaráð var leiðandi í þeirri umræðu en framkvæmdarstjóri þess talaði um „neyðarástand“ í grunnskólum landsins. Nú sjáum við að tilgangurinn helgar meðalið. Sjálfstæðisflokkurinn boðar „umbreytingu á menntakerfinu.“

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkur hækkar kostnað heimilanna

Það er forgangsmál Samfylkingar að lækka kostnað heimila og út á það gengur Framkvæmdaplan okkar í húnæðis- og kjaramálum. Það er orðið alltof dýrt að lifa venjulegu lífi á Íslandi. Of dýrt að borga vexti, of dýrt að borga húsnæði og of dýrt að kaupa í matinn. Þessu ætlar Samfylkingin að breyta – fáum við til þess traust í kosningunum 30. nóvember.

Skoðun
Fréttamynd

Lítið gert úr á­hyggjum í­búa Ölfuss og annarra lands­manna

Íbúar í Ölfusi fá tækifæri til að hafa áhrif á framtíð Íslands í komandi kosningum. Ekki aðeins með því að kjósa fólk til að vinna að hag þjóðarinnar á Alþingi, heldur einnig um það hvort leyfa eigi þýskum sementsrisa að koma sér fyrir í landi Þorlákshafnar og setja í gang fordæmalausar fyrirætlanir sem snerta hag allra Íslendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Mann­úð­legri úr­ræði

Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum þegar kemur að móttöku og meðferð hælisleitenda, einkum þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn sinni og ber því að yfirgefa landið í samræmi við lög og alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Þrátt fyrir árangur í málaflokknum er ljóst að okkur skortir enn brottfararúrræði sem tryggir heildstæða og skilvirka stjórn í útlendingamálum.

Skoðun
Fréttamynd

Læknar á lands­byggðinni

Örugg og öflug heilbrigðisþjónusta er grundvallaforsenda fyrir sjálfbærni hinna dreifðu byggða um land allt. Það er jafnframt réttur allra íbúa landsins að hafa heilsugæslu í nærumhverfi sínu enda er það sjálfsagður liður í byggðaþróun.

Skoðun
Fréttamynd

Mótum stefnu um iðn- og tækni­menntun á Ís­landi

Ljóst er að störf iðnaðarmanna eru ein stór stoð í samfélaginu hvort sem litið er til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis, atvinnuhúsnæðis eða reksturs fyrirtækja. Nú þegar mikill skortur er á húsnæði hér á landi er ljóst að fjölga þarf iðnmenntuðu starfsfólki.

Skoðun
Fréttamynd

Þau hýrast enn á Sævarhöfða

Ekkert er að frétta af málefni hjólhýsabúa sem hýrast enn á Sævarhöfðanum við ömurlegar aðstæður. Það er upplifun mín að borgarstjóri ætli að þreyta hjólhýsabúa til uppgjafar.

Skoðun
Fréttamynd

Ung­linga­vanda­málið

Þegar ég var að vaxa úr grasi þá var mikið gert úr unglingavandamálinu svokallaða en það var allur hinn margvíslegi vandi sem fylgdi unglingum. Fjölmiðlar, í góðu samstarfi við lögregluna og áhyggjufulla eldri borgara kepptust um að gera sem mest úr þessum umfangsmikla vanda.

Skoðun
Fréttamynd

Á að skipta máli hverra manna þú ert?

Á Íslandi í dag skiptir mestu máli hverra manna þú ert þegar kemur að því að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Þetta kemur fram í nýlegu minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Skoðun
Fréttamynd

Verk­lausi milljóna­kennarinn

Opinber umfjöllun um kennarastarfið einkennist þessa dagana mest af sleggjudómum og fáfræði. Svo virðist sem stjórnmálamenn telji það sér til tekna að tala niður störf kennara og fólkið sem gegnir þeim. Verklaust fólk sem gerir kröfu um milljón krónur á mánuði!

Skoðun