Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Nýr borgar­stjóri studdi til­lögu sátta­semjara

Fjöldi kennara minnti á kjarabaráttu sína bæði á pöllunum í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og sömuleiðis fyrir utan húsið. Kjaradeila kennara er í hnút eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði tillögu sáttasemjara í hádeginu í dag. Nýr borgarstjóri og formaður sambandsins segist hafa stutt tillögu sáttasemjara og skoði sín mál.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ó­sáttir kennarar yfir­gefa skólana

Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi. Formaður félags grunnskólakennara segir ekki um skipulagða aðgerð á vegum félagsins að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Sveitar­fé­lögin höfnuðu til­lögunni á elleftu stundu

Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði klukkan 11:59 innanhússtillögu ríkissáttasemjara í deilu kennara við hið opinbera. Kennarar samþykktu tillöguna síðdegis í gær en sveitarfélögin telja sig ekki geta fallist á tvennt í tillögu sáttasemjara.

Innlent
Fréttamynd

Á­skorun til Reykja­víkur­borgar um mat­væli í leik- og grunn­skólum

Við, undirrituð, skorum á Reykjavíkurborg að semja við menntaða matráða og falla frá þeirri stefnu að kaupa aðkeyptan mat í leik- og grunnskólum landsins. Við viljum leggja áherslu á mikilvægi þess að fagmenntað fólk starfi í eldhúsum leik- og grunnskóla borgarinnar. Í Matarstefnu Reykjavíkurborgar frá 2018-2022 var sett fram markmið um að maturinn væri framleiddur í nærumhverfi neytandans. Mælikvarðinn á árangur var það hlutfall matargesta sem fengi mat sem framleiddur væri á starfsstað þeirra, á vegum Reykjavíkurborgar, og stefnt var á að hækka það hlutfall.

Skoðun
Fréttamynd

Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025

„Íslenskan er eins og við öll vitum, móðurmálið okkar og það ber okkur að varðveita hverja stund. En við eigum líka að bera virðingu fyrir öllum erlendum tungumálum og skilja að þau eru jafn dýrmæt og íslenskan er okkur.“

Skoðun
Fréttamynd

Kennaraverkföll skella á

Verkföll eru skollin á í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla en fleiri vofa yfir takist kennurum, sveitarfélögum og ríkinu ekki að ná saman. Fréttastofa tók saman hvar og hvenær verkföllin fyrirhuguðu eru.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissa um verk­föll eftir frestunarbeiðni

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur óskað eftir fresti til hádegis á morgun til að tilkynna afstöðu sína til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Fresturinn er háður samþykki kennara.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar sam­þykkja innanhússtillögu

Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu í deilu kennara við sveitarstjórnir og ríkið síðdegis í dag. Kennarar hafa þegar samþykkt tillöguna en hið opinbera hefur frest til 22 í kvöld til að svara kalli sáttasemjara.

Innlent
Fréttamynd

Segir menntuð fífl hættu­leg fífl

Lýður Árnason læknir blandar sér með óvæntum hætti inn í „rimmu“ þeirra Þorgríms Þráinssonar rithöfundar og þeirra hjóna Huldu Tölgyes sálfræðings og Þorsteins V. Einarssonar kynjafræðings.

Innlent
Fréttamynd

Hug­myndir Þor­gríms séu litaðar van­þekkingu og for­dómum

Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur segja Þorgrím Þráinsson miðla eitraðri jákvæðni og skaðlegri einstaklingshyggju til grunnskólabarna. Þorgrímur sagði í viðtali við Kastljós í gær að kvíði væri orðinn samheiti yfir feimni, áhyggjur og óöryggi og allt væri leyst með því að gefa börnum pillur.

Innlent
Fréttamynd

Upp­sagnar­á­kvæði stendur í fólki

Kennarar og sveitarfélög eiga enn í rökræðum varðandi launalið kjarasamninga og sömuleiðis uppsagnarákvæði sem sveitarfélögin vilja ekki sjá inni í kjarasamningum. Eining er um framtíðarsýn kennslustarfsins.

Innlent
Fréttamynd

Þurfi að leggja meira í skóla án að­greiningar svo stefnan virki

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra, segir áríðandi að þegar erfið mál komi upp innan skóla sé strax tekið á þeim. Töluvert hefur verið fjallað um erfiða stöðu innan Breiðholtsskóla undanfarið. Faðir stúlku í 7. bekk steig nýverið fram og lýsti ofbeldismenningu innan skólans.

Innlent
Fréttamynd

Gulur, rauður, blár og B+

Aðalnámskrá grunnskóla (ANG) er leiðarvísir skólanna að námi barna. Þessi leiðarvísir er ónýtur. Kennarar reyna að vinna eftir leiðarvísi sem ómögulegt er að vinna eftir. Það er mjög íþyngjandi að mæta í vinnuna dag hvern og kljást við óskiljanlega orðasúpu.

Skoðun
Fréttamynd

Í hverjum bekk býr rit­höfundur – Ís­land, land lifandi ævin­týra

Í hjarta Vestfjarða, á Þingeyri, kviknaði djörf framtíðarsýn – að gera Ísland að miðpunkti ævintýrasagna fyrir börn um allan heim. Í samstarfi grunnskólans og Draumasmiðjunnar fengu ungir nemendur einstakt tækifæri til að skapa sínar eigin sögur og hanna söguhetjur, sem urðu að leikföngum saumuðum eftir þeirra eigin teikningum.

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri ótímabundin verk­föll boðuð

Félagsfólk Félags leikskólakennara, sem starfar í leikskólum í Hafnarfirði og Fjarðabyggð hefur samþykkt að fara í ótímabundin verkföll, hafi samningar ekki náðst fyrir 17. mars annars vegar og 24. mars hins vegar.

Innlent