Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló

Verzlunarskóla Íslands er þekktur fyrir að setja upp mjög svo metnaðarfullar sýningar og í ár stýra fyrrum Verslingarnir Tómas Arnar Þorláksson og Mikael Emil Kaaber Stjarnanna borg sem er byggt á þekktri dans og söngvamynd frá árinu 2016.

Lífið
Fréttamynd

Að byggja upp öfluga og flotta leik­skóla til fram­tíðar

„Við erum með mikinn metnað er snýr að því að byggja upp öfluga og flotta leikskóla og höfum þess vegna farið í kerfisbreytingar á leikskólaumhverfinu til þess eins að bæta starfsumhverfið,“ sagði bæjarstjóri Kópavogs þegar ljóst er að yfirvofandi eru verkföll í 22 leikskólum bæjarins.

Skoðun
Fréttamynd

Segir búið að teikna upp að­gerðir og boðar til auka­fundar

Boðað hefur verið til aukafundar í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur á morgun til að ræða stöðuna í Breiðholtsskóla. Staða skólans er eina málið sem er á dagskrá fundarins. Steinn Jóhannsson sviðsstjóri hjá skóla- og frístundsviði segir unnið að því að bregðast við svo börn séu örugg í skólanum og foreldrum líði vel með að senda börnin í skólann.

Innlent
Fréttamynd

Þing­manni blöskrar viðbragðsleysi skóla­stjóra

Jón Pétur Zimsen, fyrrverandi skólastjóri og núverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega viðbrögð stjórnvalda og skólayfirvalda við alvarlegum agavanda í Breiðholtsskóla. Hann segir það óboðlegt að ofbeldismenningu hafi verið leyft að grassera þar árum saman án raunverulegra úrbóta.

Innlent
Fréttamynd

„Við hvetjum nem­endur til halda sínu striki“

Verkfallsaðgerðir hefjast að minnsta kosti í ríflega þrjátíu skólum á landinu á næstu vikum takist ekki að semja við kennara. Nemendur í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir og óttast tafir á námi. Aðstoðarskólastjóri segir alltaf hættu á brottfalli dragist verkfall á langinn.

Innlent
Fréttamynd

Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú

Mitt í streitu og hraða lífsgæðakapphlaups samtímans, sem stundum er eins og þrotlaust spretthlaup milli gjalddaga, virðist ekkert fram undan nema óreiðukennd og óútreiknanleg framtíð. Lífsbaráttan getur stundum verið yfirþyrmandi og skekið sálartetrið. En mitt á meðal þessara áskorana langar mig að deila með þér lífssýn sem hefur umbreytt lífi mínu: Enginn er betri en þú og enginn er snjallari en þú!

Skoðun
Fréttamynd

Viljum við það besta fyrir börnin okkar?

Ef þú myndir spyrja dóttur mína Lailu Sif hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór þá mun hún segja þér að hún ætli að verða kennari. Það er yndisleg tilfinning að sjá hana taka hálf-fullorðna nemendur mína upp að töflu og láta þau reikna erfiðu stærðfræðidæmin sem hún gerir sjálf í þriðja bekk; 3 sinnum 5, 115 plús 45, 30 epli mínus 14, og svo framvegis. 

Skoðun
Fréttamynd

Stéttin sem Sjálf­stæðis­flokkurinn kaus að yfir­gefa

Þann 27. nóvember síðastliðinn sendi ég grein inn á Vísi: „Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið?“ HVIN-ráðherrann Áslaug Arna svaraði greininni daginn eftir með greininni „Pólitík í pípunum“. Hún gaf sér að þetta væri allt saman byggt á misskilningi, að um einangrað tilvik væri að ræða og að ég hlyti að skrifa greinina í annarlegum tilgangi þar sem við værum ekki flokkssystkini. Því miður er þetta enginn misskilningur; búið er að gjaldfella iðnnámið.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­ræmd próf gegn stétta­skiptingu

Samræmd próf voru tekin upp um miðja tuttugustu öld til þess að vinna gegn stéttaskiptingu. Landsprófið jafnaði leikinn, allir tóku sama próf á sama tíma í sínum heimaskóla. Val á nemendum inn í framhaldsskóla var á grunni fyrri námsárangurs. Þetta val tengdist vissulega þjóðfélagsstöðu nemenda en eftir sem áður var það fyrri námsárangur sem réði námsframvindunni. Landsprófið sendi skilaboð til unglinga um allt land, til sjávar og sveita, skilaboð um framtíðarmöguleika í námi, að þau gætu lært og verið jafnokar annarra í skólum landsins. Þjóðfélagsstaðan, efnaleysi og freistingin að afla tekna réðu þó vafalaust úrslitum hjá mörgum um hvað síðan varð. Þess vegna var lánasjóður námsmanna settur á fót.

Skoðun
Fréttamynd

Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla

Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir fjölda aðgerða til skoðunar til að bregðast við því ástandi sem uppi er komið í Breiðholtsskóla en þar lýsa foreldrar því að börn þeirra þori ekki að mæta í skólann af ótta við fámennan hóp drengja sem halda árangi í heljargreipum.

Innlent
Fréttamynd

Verk­föll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitar­fé­laga

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fundaði nú fyrir hádegi með ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndarinnar segir yfirvofandi verkföll ekki liðka fyrir samningsvilja en væntir þess að funda með samninganefnd Kennarasambandsins í vikunni sem kemur.

Innlent
Fréttamynd

Sér samninginn endur­tekið í hyllingum

Boðuð hafa verið verkföll í leik- og grunnskólum vegna kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambands Íslands vonar að ný verkfallsboðun setji aukinn þrýsting á samningsaðila. Hann er bjartsýnn á að samið verði fyrr en síðar.

Innlent
Fréttamynd

„Þurfum að þora að labba yfir brúna saman“

Formaður Kennarasambandsins segir sömu kröfur uppi í öllum kjaraviðræðum kennara. Verið sé að horfa á hvernig nýtt virðismat á kennarastarfinu geti skilað því að sérfræðingar í opinbera geiranum séu á sömu launum og á almenna markaðnum. Góðir áfangar hafi náðst en nú þurfi aðilar að þora að fara yfir brúna saman.

Innlent
Fréttamynd

Jafningja­fræðsla um staf­rænt of­beldi

„Sexan“ er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk sem ætlað er að skapa umræður og fræða ungt fólk um mörk og samþykki með áherslu á tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis.

Skoðun
Fréttamynd

Ég stend með kennurum

Menntamálaráðherra var sagður hafa látið þau orð falla að launagreiðendum bæri að koma betur til móts við kennara. Á Alþingi varð við þessar fréttir mikið írafár og spurði stjórnarandstaðan sameinuð hverju sú ósvífni sætti að ráðherra blandaði sér í kjaradeiluna.

Skoðun
Fréttamynd

Framhaldsskólakennarar funda á­fram á morgun

Fundi samninganefnda framhaldsskólakennara og ríkisins, sem hófst klukkan ellefu í morgun, lauk síðdegis og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan eitt á morgun. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu að viðræðurnar hefðu snúist um afmarkaðan hluta deilunnar en ekki kröfurnar í heild.

Innlent
Fréttamynd

Þora ekki í skólann

Nýlega lýsti faðir stúlku hvernig dóttir hans hafi ítrekað orðið fyrir ofbeldi í einum af grunnskólum borgarinnar. Fleiri hafa stigið fram og talað um að börn þeirra hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á göngum skóla sinna og á salernum. Dæmi eru um að börn þori ekki í skólann. Foreldrar og börn hafa látið vita af ofbeldinu en ekki hefur tekist að stöðva það. Tilvik eru um að börn séu hætt að mæta í skólann.

Skoðun
Fréttamynd

Fundað um af­markaðan þátt kjara­deilunnar

Framhaldsskólakennarar og ríkið hittast hjá ríkissáttasemjara í dag. Rætt verður um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar. Þá er fundur með samninganefnd grunnskóla-, leikskóla- og tónlistarkennurum á dagskrá eftir hádegi. 

Innlent
Fréttamynd

VR og ungt fólk

Snemma á þessari öld stundaði ég nám við Kennaraháskóla Íslands. Ekki löngu áður en ég lauk námi voru undirritaðir nýir kjarasamningar þar sem gerðar voru breytingar á launatöflum í þá veru að laun færu hækkandi með lífaldri.

Skoðun