Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir afnám samsköttunar ekkert annað en dulbúna skattahækkun og svik við kjósendur. Í færslu á Facebook segir hann slíkar breytingar á skattkerfinu geta verið högg fyrir barnafjölskyldur. Innlent 8. apríl 2025 06:49
Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Það er óboðlegt að fólk sem bíður brottvísunar en hefur ekki brotið af sér dúsi í fangelsi á meðan það bíður. Á sama tíma er ekki pláss fyrir aðra sem bíða þess að hefja afplánun. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir vinnu hafna við úrbætur, meðal annars með leit að húsnæði sem hægt væri að nýta til bráðabirgða. Þá komi til greina að horfa til Svíþjóðar þar sem þekkist að fangar deili klefa. Innlent 7. apríl 2025 20:32
Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Heilbrigðisráðuneytið efndi til skyndifundar í dag með fulltrúum Lyfjastofnunar, Landspítala, embætti landlæknis, tollayfirvalda, lögreglunnar, Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, Afstöðu og Matthildi skaðaminnkun, um leiðir til að bregðast við innflutningi ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Innlent 7. apríl 2025 19:37
Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu út á Alþingi síðdegis þegar Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fór í ræðustól til að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030. Þeir sögðust ekki treysta sér til þess að eiga umræður um áætlunina. Innlent 7. apríl 2025 18:05
Kristrún ein í framboði til formanns Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra gefur ein kost á sér til embættis formanns flokksins. Landsfundur flokksins fer fram um helgina. Innlent 7. apríl 2025 17:24
Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Bæjarstjóri Kópavogsbæjar og bæjarfulltrúi vilja að forsætisnefnd bæjarins taki hvor aðra fyrir vegna mögulegra brota á siðareglum kjörinna fulltrúa, annars vegar um alvarlegt brot á trúnaði og hins vegar að ekki segja satt og rétt frá. Innlent 7. apríl 2025 16:53
„Það eru ekki skattahækkanir“ Fjármála- og efnahagsráðherra vísar því á bug að ríkisstjórnin ætli að hækka skatta á almenning. Hlutfall tekna ríkisins af vergri landsframleiðslu falli samfellt allt tímabil fjármálaáætlunar til ársins 2030. Þá muni afnám samsköttunar hjóna milli skattþrepa einungis koma niður á þeim sem eru í efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þannig skili það ekki skattahækkunum til almennings. Innlent 7. apríl 2025 16:09
Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Geðheilbrigðismál komust á dagskrá í aðdraganda síðustu kosninga og voru frambjóðendur flestra flokka sammála að málaflokkurinn hefði verið vanræktur sl. ár og jafnvel áratugi. Skoðun 7. apríl 2025 15:30
Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Þegar fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kom út á dögunum ráku margir upp stór augu. Boðaður er óvæntur og alvarlegur niðurskurður í menntamálum. Niðurskurður sem mun stórskaða menntakerfið okkar til framtíðar. Skoðun 7. apríl 2025 14:46
Látið okkur í friði Nýkjörin forysta Sjálfstæðisflokksins hóf samtal sitt við fólkið í landinu fyrir hálfum mánuði síðan með því að fara til fundar við fólkið. Í þessari fyrstu ferð okkar hittum við fólk hér á höfuðborgarsvæðinu og í öllum landshlutum. Skoðun 7. apríl 2025 14:31
Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur óskað eftir því við Reykjavíkurborg að fresta breytingu á endamarki Reykjavíkurmaraþons frá Lækjargötu yfir á Geirsgötu þar til í ágúst á næsta ári. Innlent 7. apríl 2025 14:06
Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Magnús Davíð Norðdahl, borgarfulltrúi Pírata, fór í ótímabundið veikindaleyfi frá störfum í borgarstjórn um mánaðamótin. Hann hefur setið í borgarstjórn frá síðustu kosningum árið 2022. Innlent 7. apríl 2025 13:46
Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Á ferðum okkar um borgina og raun landið allt blasa við okkur skilti og skjáir. Þessi litli færanlegi oftast kallaður sími, skjárinn í bílnum, auglýsingaskjáir og skilti á verslunum sem og auglýsingaskjáir sem finna má við fjölfarna staði. Skoðun 7. apríl 2025 11:17
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að ég hef engan áhuga á að setjast í neinn valdastól í Sósíalistaflokknum. Ég er ekki að fara að bjóða mig fram á næsta aðalfundi, og er ekki að undirbúa einhverja kosningabaráttu. Skoðun 7. apríl 2025 10:46
Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir framkvæmdastjórn flokksins ræða af fullri alvöru um „pólitískar hreinsanir“ á gagnrýnendum formanns hans, Gunnars Smára Egilssonar. Halda á þing Sósíalistaflokksins í næsta mánuði. Innlent 7. apríl 2025 10:46
Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra, segist ekki hafa verið að ganga pólitískra erinda þegar hún lét forsætisráðuneytið og svo fréttamann vita af máli ráðherrans sem varð til þess að hún sagði af sér. Innlent 7. apríl 2025 09:07
Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Sannleikurinn er sagna bestur. Ég er umrædd tengdamamma í hinu umdeilda máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur og þar eru ýmis atriði sem mér þykir að þurfi að skýra. Ég kem ávallt hreint fram og hef lýst því áður, og geri það aftur hér, að ég taldi ekki viðeigandi að Ásthildur Lóa sinnti starfi barnamálaráðherra - vegna hennar forsögu og framkomu hennar við barnsföður sinn. Skoðun 7. apríl 2025 09:03
Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra að verja allt að 725 milljónum króna til stuðnings við bændur sem urðu fyrir tjóni vegna óvanalegs og erfiðs tíðarfars á landinu síðasta sumar. Innlent 7. apríl 2025 08:24
Ekki fylla höfnina af grjóti Við höfum verið hér áður. Í kreppunni miklu settu Bandaríkin háa tolla á innfluttar vörur, t.d. með svokallaðri Smoot-Hawley Tariff Act sem hækkaði tolla á meira en 20.000 vörutegundir. Viðbrögð viðskiptaríkja voru að hækka tolla á vörur frá Bandaríkjunum. Skoðun 7. apríl 2025 08:16
Lengri útivistartími barna Mér barst áskorun frá vöskum stelpum í Vestmannaeyjum, þeim Söru Rós, Ingibjörgu og Kamillu, um að útivistartími 10 til 12 ára barna yrði lengdur. Þeim þótti það einfaldlega ekki sanngjarnt að þessi aldurshópur byggi við sömu takmarkanir og 6 ára börn. Þessu til stuðnings bentu þær á að þær vildu getað leikið sér lengur úti og verið lengur í sundi sem væri mun betra en að hanga heima í síma eða tölvu. Skoðun 7. apríl 2025 08:00
Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Það er fátt sem sameinar okkur eins og þegar íslenskt íþróttafólk stígur inn á stóra sviðið erlendis. Flest þekkjum við tilfinninguna þegar við setjumst saman fyrir framan sjónvarpið, klædd í landsliðstreyju, með hjartað í buxunum og full af stolti. Skoðun 7. apríl 2025 07:32
Að mennta til lífs, ekki prófa Í liðinni viku tók ég sæti á Alþingi sem varaþingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Einstaklega lærdómsrík vika í mjög skemmtilegu og líflegu starfsumhverfi. Ég fékk tækifæri til að láta til mín taka í umræðunni og ræddi meðal annars um menntamál. Skoðun 7. apríl 2025 06:00
Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps sér ekkert athugavert við það að hann sitji nú beggja megin borðsins, sé oddviti og nú nýkjörin formaður Veiðifélags Þjórsár. Prestur sveitarinnar, sem á sæti í sveitarstjórn hefur farið fram á að oddvitinn segi nú þegar af sér, sem formaður veiðifélagsins Innlent 6. apríl 2025 20:04
Ísland á að verja með íslenskum lögum Sem örþjóð í stóru landi eru Íslendingar auðvitað í viðkvæmri stöðu þegar stórveldi heimsins seilast grímulaust eftir áhrifum, auðlindum og landsvæðum. Umræða um varnarmál er hins vegar á algjörum villigötum ef menn ímynda sér að rétt sé að stofna íslenskan her sem varið geti landið í hefðbundum hernaði. Skoðun 6. apríl 2025 15:01
Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Öskjuhlíðartimbrið úr trjánum sem voru felld úr Öskjuhlíð er nú komið til Eskifjarðar þar sem timbrið verður sagað niður og unnið. Innlent 6. apríl 2025 10:53
Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Markmið Lánasjóðs námsmanna, sem nú ber nafnið Menntasjóður Námsmanna var frá upphafi skýrt: að tryggja öllum sömu réttindi til menntunar. Hugmyndin var einföld en öflug – að börn verkafólks og efnaminni fjölskyldna hefðu sömu tækifæri til háskólanáms og þau sem búa við betri aðstæður. Skoðun 6. apríl 2025 08:31
Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann kveðst engan skilning hafa á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. Viðskipti innlent 5. apríl 2025 23:55
Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hefur ákveðið að takmarka virkni meðlima í Rauða þræðinum við eina færslu á dag og ein ummæli á klukkustund. Forysta flokksins hefur verið sökuð um ólýðræðisleg vinnubrögð en Gunnar Smári segir ákveðinn hóp stefna að Maóískri menningarbyltingu innan flokksins. Innlent 5. apríl 2025 13:37
Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu-félags fanga, vill að erlendir fangar eigi frekar að afplána sína dóma fyrir brot á Íslandi í fangelsi í sínu heimalandi af mannúðarsjónarmiðum. Félagið vill sömuleiðis að Íslendingar fái að afplána sín brot erlendis á Íslandi. Innlent 5. apríl 2025 09:58
Hverjir eiga Ísland? Af fréttum RÚV og fréttatengdu efni um veiðileyfafrumvarp ríkisstjórnarinnar má ráða, að máttarstólpar þjóðfélagsins – okkar nýríku milljarðamæringar – sæti ómaklegum ofsóknum af hálfu stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin sé á góðri leið með að „slátra mjólkurkúnni“, sem hingað til hafi fært okkur björg í bú. Skoðun 5. apríl 2025 09:02