Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. Innlent 6. febrúar 2025 13:26
Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. Innlent 6. febrúar 2025 10:48
Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Við Sjálfstæðismenn í sveitarstjórnarmálum um land allt lýsum yfir eindregnum stuðningi við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins og hvetjum alla til að fylkja sér að baki öflugum leiðtoga með skýra framtíðarsýn sem getur aukið fylgi og sameinað stuðningsmenn flokksins. Skoðun 6. febrúar 2025 09:00
Stefnuræðu frestað til mánudags Stefnuræðu Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra hefur verið frestað til mánudagsins 10. febrúar og hefjast regluleg þingstörf degi síðar. Ræðuna átti að halda í gærkvöldi en var frestað vegna rauðrar viðvörunar og hættustigs. Innlent 6. febrúar 2025 08:50
Ríkisstjórnin þarf aðhald Ný ríkisstjórn kappkostar að ná frumkvæði í umræðunni og nú síðast með því að halda blaðamannafund um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar líkt og um tímamót væri að ræða. Reyndar er það svo samkvæmt þingskapalögum að þingmálaskrá skal dreift um leið og stefnuræðu forsætisráðherra við þingsetningu. Skoðun 6. febrúar 2025 07:31
Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Heitur pottur sem hefur staðið um áratugaskeið við heimili Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi þingmanns, í Borgarbyggð fauk í óveðrinu áðan. Innlent 5. febrúar 2025 20:35
Stefnuræðu Kristrúnar frestað Stefnuræðu Kristrúnar Frostadóttur, nýkjörins forsætisráðherra, hefur verið frestað vegna veðurs. Hún greindi frá þessu á Facebook. Innlent 5. febrúar 2025 16:13
Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segist standa við orð sín þess efnis að hann telji vert að lækka styrk ríkisins til Morgunblaðsins. Ýmsir hafa gert athugasemdir við þau orð hans og samhengið sem þau voru sett fram í. Innlent 5. febrúar 2025 15:12
Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Ný ríkisstjórn boðaði í mínum augum mikið fagnaðarerindi fyrr í vikunni með áformum sínum um að ”fara í fyrsta lið í endurskoðun á lögum um leigubíla” og þá sérstaklega “að koma aftur á stöðvarskyldu”. Þar liggur fyrir sóknarfæri að bæta til muna samgöngur með nokkrum pennastrikum og svo gott sem engum tilkostnaði. Skoðun 5. febrúar 2025 14:33
Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi ráðherra Viðreisnar, fordæmir fortakslaust orð Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns ráðherra Flokks fólksins um að skoða beri fjárframlög til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þeirra. Innlent 5. febrúar 2025 12:40
Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu „Ég segi að gamlir takar síðan ég æfði frjálsar, þar sem ég var sérlega góður í langstökki án atrennu hafi komið sér vel þarna,“ segir Víðir Reynisson þingmaður Samfylkingarinnar sem féll við þegar hann rak sig í kantinn á ræðupúlti Alþingis við útbýttun þingsæta í gær. Lífið 5. febrúar 2025 12:05
Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið skipuð sérstakur sendifulltrúi um stöðu barna í Úkraínu. Um er að ræða ólaunað starf sem hún mun sinna meðfram þingmennsku. Innlent 5. febrúar 2025 11:39
Guðrún boðar til fundar Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur boðað til fundar í Salnum í Kópavogi á laugardag. Leiða má líkur að því að þar muni hún tilkynna framboð til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Innlent 5. febrúar 2025 11:34
Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mun flytja sína fyrstu stefnuræðu sem forsætisráðherra á Alþingi klukkan 19:40 í kvöld. Í kjölfarið munu fulltrúar þeirra sex flokka sem eiga sæti á þingi flytja ræður. Innlent 5. febrúar 2025 11:33
Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Formaður atvinnuveganefndar Alþingis úr Flokki fólksins vill endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þess um flokkinn og formann hans. Hann sakar blaðið um að ganga erinda stórútgerðareigenda sinna. Innlent 5. febrúar 2025 10:44
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Ný ríkisstjórn hefur birt þingmálaskrá sína fyrir komandi þing, og þrátt fyrir yfir hundrað mál þá er ekki eitt sem snýst um hvali og hvalveiðar. Er þetta enn eitt „þagnarbindindið"? Enn ein umferð af því að hunsa vandann þar til það er of seint að bregðast við? Skoðun 5. febrúar 2025 09:31
Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Sjálfbær hagvöxtur, öflug velferð og góð lífskjör byggjast fyrst og síðast á því að þjóðir tryggi varanlegan vöxt útflutningsverðmæta. Það þarf með öðrum orðum að skapa meiri verðmæti í framtíð en fortíð ef við viljum auka hagsæld okkar. Skoðun 5. febrúar 2025 09:02
Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull „Nýverið deildu Samfylking og Sjálfstæðisflokkur um hver ætti að fá stærsta þingflokksherbergið en það hefur víst sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir einhverja. Á sama tíma er Landspítali á rauðu stigi, deildir og gjörgæslur yfirfullar og um 50 manns bíða innlagnar á Bráðamóttökunni.“ Innlent 5. febrúar 2025 07:03
Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjálfstæðisflokkurinn er á mikilli siglingu í Reykjavíkurborg samkvæmt nýjustu könnun Gallup. Fylgi Framsóknarflokksins dalar enn. Innlent 4. febrúar 2025 23:46
Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. Innlent 4. febrúar 2025 21:21
Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýri muni ekki fara neitt á aðalskipulagstímabili Reykjavíkur til 2040. Innlent 4. febrúar 2025 19:03
Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Innlent 4. febrúar 2025 17:48
Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Forseti Íslands ávarpaði þingmenn við setningu Alþingis í dag. Hún lagði áherslu á samvinnu þingmanna þvert á flokka. Þingmenn standi frammi fyrir breyttum tímum. Innlent 4. febrúar 2025 17:47
Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og verðandi framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, hafa sagt af sér þingmennsku. Innlent 4. febrúar 2025 17:39
Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Alþingi var sett í dag við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í kjölfar eftirminnilegra kosninga 2024. Margir nýir þingmenn mæta til leiks í fyrsta sinn og má skynja eftirvæntingu í loftinu. Eftirfarandi spurning brennur eflaust á einhverjum lesendum: Hverjir klæddust hverju? Tíska og hönnun 4. febrúar 2025 16:18
Kastljósið beinist að Guðrúnu Innan við fjórar vikur eru í að fulltrúar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins velji sér nýjan formann. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ætlar sér formennsku en líklegt að hörð keppni verði milli hennar og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Tíu oddvitar á Suðurlandi skora á hana að bjóða sig fram til formanns. Innlent 4. febrúar 2025 15:06
Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Borgarstjórn Reykjavíkur fjallar í dag um tillögu borgarstjórans um stórfellda hækkun gatnagerðargjalda í borginni. Hækkun gjaldsins fyrir fjölbýlishús verður 85%. Sennilegt er að afleiðingar þessarar skattahækkunar verði að verð fyrir íbúð í fjölbýlishúsi hækki að meðaltali um tvær milljónir króna. Skoðun 4. febrúar 2025 14:30
Halla forseti rokkar svart og hvítt Halla Tómasdóttir forseti Íslands mætti í stílhreinum fatnaði á þingsetninguna í dag. Hún valdi hvítan rúllukragabol við hvítan jakka sem er algjörlega í anda Höllu og má segja að hún hafi klætt sig í stíl við snjókomuna. Tíska og hönnun 4. febrúar 2025 13:33
Svona var stemmningin við setningu Alþingis Þingsetningarathöfnin hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfsaldursforseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Athöfnin verður í beinni á Vísi. Innlent 4. febrúar 2025 12:54
Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Reykjavíkurborg stefnir á að hækka gatnagerðargjöld parhúsa og raðhúsa í haust þannig að gjöldin verða þau sömu og hjá einbýlishúsum í nágrannasveitarfélögum. Gjöld á íbúa fjölbýlishúsa nær tvöfaldast. Innlent 4. febrúar 2025 12:29