Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Pétur tekur við þjálfun Hauka

    Körfuknattleiksdeild Hauka hefur ráðið Pétur Ingvarsson til að taka við þjálfum karlaliðsins og hefur hann undirritað fimm ára samning. Pétur þjálfaði Hamar í Hveragerði um árabil en þekkir vel til í Hafnafirðinum eftir að hafa spilað þar sem leikmaður í mörg ár. Karfan.is greindi frá þessu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík burstaði Snæfell

    Grindvíkingar fetuðu í dag í fótspor granna sinna í Keflavík þegar þeir héldu lífi í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar með öruggum sigri á Snæfelli í þriðja leik liðanna sem fram fór í Grindavík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell getur komist í úrslitin

    Þriðji leikur Grindavíkur og Snæfells í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar fer fram í Grindavík klukkan 16 í dag. Þar geta Snæfellingar tryggt sér sæti í úrslitum með sigri, en þeir hafa yfir 2-0 í einvíginu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík minnkar muninn

    Keflavík vann ÍR með 33 stiga mun í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. Staðan í einvíginu er því orðin 2-1 ÍR-ingum í vil og Breiðhyltingar gátu tryggt sér í úrslitin með sigri í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þetta er undir okkur sjálfum komiið

    Sveinbjörn Claessen átti skínandi leik á miðvikudagskvöldið þegar ÍR komst í 2-0 í einvíginu við Keflavík. Hann á von á erfiðu verkefni gegn Keflvíkingum suður með sjó í kvöld þar sem ÍR getur tryggt sér sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    ÍR komið í 2-0 gegn Keflavík

    ÍR-ingar hafa komið sér þægilega fyrir í bílstjórasætinu í rimmunni við Keflavík. Breiðhyltingar unnu 94-77 í Seljaskóla í kvöld og eru komnir í 2-0 forystu í þessu einvígi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    ÍR er búið að vekja okkur aftur

    Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur, segir hans menn óhressa með frammistöðu sína eftir fyrsta leikinn við ÍR og gaf í dag út aðvörun til andstæðinga liðsins í samtali við Vísi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hlynur: Nefið er í fínu lagi

    "Ég er bara ágætur í nefinu. Ég fór upp á slysó í gær og beið þar í nokkra klukkutíma. Það var mjög gefandi," sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells þegar Vísir spurði hann hvernig hann væri í nefinu eftir leikinn gegn Grindavík í gær.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Karadzovski leystur undan samningi

    Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar í Garðabæ hefur leyst Makedóníumanninn Dimitar Karadzovski undan samningi vegna trúnaðarbrests. Þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins í gær.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Klúðruðum leiknum með óskynsemi

    Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum ósáttur með að hafa tapað leiknum í kvöld. Grindavík var komið með níu stiga forystu í síðasta leikhluta og allt stefndi í sigur liðsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell vann í spennuleik

    Það var boðið upp á mikla skemmtun í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn tóku á móti Snæfelli. Þetta var fyrsta viðureign þessara liða í undanúrslitum Íslandsmótsins en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hlynur: Verðum að halda aftur af skyttunum

    Hlynur Bæringsson og félagar hjá Snæfelli spila fyrsta leik sinn við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 20 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 19:50 á Stöð 2 Sport.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    ÍR vann eftir framlengingu í Keflavík

    ÍR-ingar unnu glæstan sigur gegn Keflavík á útivelli í kvöld. Þetta var fyrsti leikur þessara liða í undanúrslitaeinvígi á Íslandsmótinu. Leikurinn endaði 87-92 eftir framlengingu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Benedikt boðar breytingar hjá KR

    Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, vildi í gær meina að sér hefði mistekist að laða fram það besta í sínum mönnum þegar þeir féllu úr leik gegn ÍR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ég tek þetta á mig

    Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var afar óhress með frammistöðu sinna manna í kvöld þegar þeir létu ÍR-inga flengja sig á heimavelli og féllu úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í körfubolta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík í undanúrslitin

    Grindvíkingar urðu í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar þegar þeir lögðu Skallagrím 93-78.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Íslandsmeistararnir í vondum málum

    Íslandsmeistarar KR eru í frekar vondum málum þegar flautað hefur verið til leikhlés í oddaleik þeirra gegn ÍR í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar. ÍR hefur forystu í hálfleik 46-29. Þá hefur Grindavík yfir 45-31 gegn Skallagrími í oddaleik liðanna í Grindavík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Eiríkur lofar ÍR-sigri í kvöld

    Reynsluboltinn Eiríkur Önundarson segir ekkert annað en sigur koma til greina hjá ÍR í kvöld þegar liðið sækir KR heim í oddaleik um sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    FSu í Iceland Express deildina

    Lið FSu tryggði sér í kvöld sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta á næstu leiktíð eftir 67-63 sigur á Val í oddaleik í Iðunni á Selfossi. Troðfullt var út úr dyrum á Selfossi í kvöld og gríðarleg stemming á pöllunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR tryggði sér oddaleik

    KR tryggði sér í kvöld oddaleik gegn ÍR í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla með sigri í framlengdum og æsispennandi leik, 86-80.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell í undanúrslit

    Snæfell tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla eftir sigur á Njarðvík, 80-68.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tekst Nate Brown loksins að slá KR út?

    ÍR-ingurinn Nate Brown er kominn í kunnuglega stöðu. Framundan er annar leikur við KR í átta liða úrslitum í úrslitakeppni í kvöld og Nate getur ásamt félögum sínum komist í undanúrslit með sigri á heimavelli.

    Körfubolti