Íslandsmeistararnir fá fyrrverandi fyrirliða nígeríska landsliðsins Íslandsmeistarar Tindastóls hafa samið við Stephen Domingo um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway-deild karla í körfubolta. Körfubolti 19. september 2023 23:00
Breiðablik fær besta erlenda leikmanninn úr næstefstu deild Breiðablik hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Subway-deild karla í körfubolta. Í dag var staðfest að Keith Jordan Jr. sé á leiðinni í Kópavog eftir frábært tímabil í Borgarnesi á síðustu leiktíð. Körfubolti 7. september 2023 22:30
Körfuboltadómarar hafna einhliða gjaldskrá KKÍ og ætla ekki að dæma Körfuboltadómarar á Íslandi munu ekki dæma í fullorðinsbolta hér á landi fyrr en Körfuknattleiksdómarafélags Íslands, KKDÍ, verður viðurkenndur mótsemjandi af Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ. Körfubolti 1. september 2023 21:56
Álftnesingar sækja fyrrverandi landsliðsmann í þjálfarateymið Álftanes hefur samið við fyrrverandi leikmann Grindavíkur og íslenska landsliðsins, Helga Jónas Guðfinsson, um að vera hluti af þjálfarateymi liðsins á komandi tímabili í Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 29. ágúst 2023 23:00
Dreymir um titla hjá nýju félagi Kristinn Pálsson sem samdi við Val í gær segist vera spenntur fyrir komandi tímabili. Hann dreymir um að vinna loksins titil hér á landi. Körfubolti 26. ágúst 2023 09:30
Kristinn Pálsson semur við Val Íslenski landsliðsmaðurinn Kristinn Pálsson hefur gengið til liðs við Subway deildar lið Vals í körfubolta og mun spila með liðinu næstu tvö tímabil. Körfubolti 24. ágúst 2023 11:49
Maciej Baginski verður áfram með Njarðvíkingum Njarðvíkingar fengu góðar fréttir í dag þegar Körfuknattleiksdeild félagsins tilkynnti að Maciej Stanislaw Baginski hafi gert nýjan tveggja ára samning við félagið. Körfubolti 23. ágúst 2023 16:02
Sigurður Gunnar snýr heim á Ísafjörð Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við Sigurð Gunnar Þorstainsson um að leika með liðinu á komandi tímabili í 2. deild karla í körbolta. Körfubolti 20. ágúst 2023 15:30
Callum Lawson genginn í raðir Tindastóls Enski körfuboltamaðurinn Callum Lawson er genginn í raðir Íslandsmeistara Tindastóls frá Valsmönnum. Körfubolti 15. ágúst 2023 11:15
Badmus yfirgefur Stólana með stolna skrautfjöður í hatti sínum Írski körfuboltamaðurinn Taiwo Badmus verður ekki áfram með Íslandsmeisturum Tindastóls í Subway deild karla í körfubolta. Hann hefur samið við ítalska félagið Luiss Toma Basketball. Körfubolti 10. ágúst 2023 11:31
Stólarnir fara til Eistlands Íslandsmeistarar Tindastóls í körfubolta karla fara til Eistlands í haust og spila þar í undankeppni FIBA Europe Cup, en dregið var í riðla í dag. Körfubolti 8. ágúst 2023 13:26
Haukar fá Finna til að fylla skarð Hilmars Haukar hafa fengið finnskan bakvörð til að fylla skarð Hilmars Smára Henningssonar sem er farinn til Þýskalands. Körfubolti 4. ágúst 2023 12:31
Lárus fékk manninn sem var efstur á óskalista hans Leikstjórnandinn Darwin Davis er genginn í raðir Þórs Þ. frá Haukum. Körfubolti 2. ágúst 2023 16:01
Var nálægt því að ganga í raðir Tindastóls Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Kristófer Acox leikmaður Vals, var nálægt því að ganga í raðir Íslandsmeistara Tindastóls eftir síðasta tímabil en segir að á endanum hafi það reynst erfið tilhugsun að ganga til liðs við liðið sem tók titilinn af honum og Val. Hann hefur nú samið við Val til næstu tveggja ára. Körfubolti 1. ágúst 2023 19:15
Dómari ársins búinn að dæma erlendis í allt sumar og stefnir langt Davíð Tómas Tómasson, körfuboltadómari, hefur verið á miklu flakki í dómgæslunni í sumar og er með háleit markmið. Sport 31. júlí 2023 19:46
Keflavík fær til sín hinn bandaríska Remy Martin Bandaríski körfuboltamaðurinn, Remy Martin er genginn til liðs við Keflavík. Hann er 25 ára gamall og kemur eflaust til með að styrkja lið Keflavíkur fyrir komandi tímabil. Körfubolti 29. júlí 2023 12:38
Richotti hættur og Tenerife hengir upp treyjuna hans Hinn 36 ára gamli Nicolas Richotti hefur lagt skóna á hilluna eftir langan feril. Richotti lék síðustu tvö tímabilin sem leikstjórnandi Njarðvíkur. Sport 26. júlí 2023 17:31
Haukar komnir með Bandaríkjamann Haukar hafa nælt sér í Bandaríkjamann fyrir komandi leiktíð í Subway-deild karla. Jalen Moore er 23 ára gamall bakvörður og kemur beint frá Oakland háskólanum. Sport 23. júlí 2023 23:32
Pétur tekur son sinn með sér til Keflavíkur Sigurður Pétursson er genginn til liðs við Keflavík í Subway deild karla í körfuknattleik. Hjá Keflavík hittir Sigurður fyrir föður sinn Pétur sem tók nýverið við þjálfun Keflavíkurliðsins. Körfubolti 19. júlí 2023 06:30
Nýliðarnir fá meistarana í heimsókn í fyrsta leiknum í efstu deild Álftanes mætir Íslandsmeisturum Tindastóls í fyrsta leik sínum í efstu deild. Búið er að gefa út leikjadagskrá fyrir Subway-deildirnar í körfubolta. Körfubolti 18. júlí 2023 16:01
Þórir til Stólanna Körfuboltamaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er genginn í raðir Íslandsmeistara Tindastóls. Körfubolti 17. júlí 2023 15:56
Urban Oman til Keflavíkur Keflvíkingar eru byrjaðir að safna vopnum fyrir komandi tímabil, en þeir hafa samið við slóvenska framherjann Urban Oman um að leika með liðinu í vetur í Subway-deild karla. Körfubolti 15. júlí 2023 16:30
Milka: Ég yrði hvort sem er alltaf hataður af einhverjum Domynikas Milka skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Njarðvík og mun því færa sig á milli erkifjendanna í Reykjanesbæ. Milka hefur spilað með nágrönnunum í Keflavík undanfarin fjögur tímabil. Körfubolti 13. júlí 2023 11:01
Milka óvænt til Njarðvíkur Eftir þrjú ár með Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta hefur miðherjinn Domynikas Mikla ákveðið að breyta til og semja við nágrannalið Njarðvíkur. Frá þessu greindi Njarðvík nú rétt í þessu. Körfubolti 12. júlí 2023 17:46
Pressan kom ekki frá Pavel: Tindastóll fékk loksins tækifæri og greip það Pavel Ermolinskij, þjálfari Íslandsmeistara Tindastóls, fagnar því að félagið sé tilbúið að stíga stórt skref og taka þátt í Evrópukeppni næsta vetur. Körfubolti 11. júlí 2023 11:01
Tindastóll tekur þátt í Evrópubikar FIBA Íslandsmeistarar Tindastóls í körfuknattleik hafa ákveðið að taka þátt í Evrópukeppni á næsta tímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu sem körfuknattleiksdeild Tindastóls sendi frá sér. Körfubolti 10. júlí 2023 08:00
Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig Körfuknattleiksdeild Álftaness hefur samið við bakvörðinn Daniel Love um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway-deild karla í körfubolta. Körfubolti 7. júlí 2023 16:31
Kanervo endurnýjar kynnin við Stjörnuna Stjarnan hefur samið við finnska körfuboltamanninn Antti Kanervo um að leika með liðinu í Subway-deild karla. Körfubolti 6. júlí 2023 14:00
Hávaxinn Slóvaki til liðs við Keflavík Slóvakinn Marek Dolezaj er genginn til liðs við Keflavík og mun leika með liðinu í Subway-deild karla á næsta tímabili. Körfubolti 4. júlí 2023 19:01
Völdu Þorvald Orra í nýliðavalinu Þorvaldur Orri Árnason verður leikmaður Cleveland Charge í þróunardeild NBA á næsta tímabili. Félagið valdi Þorvald Orra í nýliðavali alþjóðlegra leikmanna í dag. Körfubolti 28. júní 2023 22:00