Nýliðarnir fá meistarana í heimsókn í fyrsta leiknum í efstu deild Álftanes mætir Íslandsmeisturum Tindastóls í fyrsta leik sínum í efstu deild. Búið er að gefa út leikjadagskrá fyrir Subway-deildirnar í körfubolta. Körfubolti 18. júlí 2023 16:01
Þórir til Stólanna Körfuboltamaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er genginn í raðir Íslandsmeistara Tindastóls. Körfubolti 17. júlí 2023 15:56
Urban Oman til Keflavíkur Keflvíkingar eru byrjaðir að safna vopnum fyrir komandi tímabil, en þeir hafa samið við slóvenska framherjann Urban Oman um að leika með liðinu í vetur í Subway-deild karla. Körfubolti 15. júlí 2023 16:30
Milka: Ég yrði hvort sem er alltaf hataður af einhverjum Domynikas Milka skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Njarðvík og mun því færa sig á milli erkifjendanna í Reykjanesbæ. Milka hefur spilað með nágrönnunum í Keflavík undanfarin fjögur tímabil. Körfubolti 13. júlí 2023 11:01
Milka óvænt til Njarðvíkur Eftir þrjú ár með Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta hefur miðherjinn Domynikas Mikla ákveðið að breyta til og semja við nágrannalið Njarðvíkur. Frá þessu greindi Njarðvík nú rétt í þessu. Körfubolti 12. júlí 2023 17:46
Pressan kom ekki frá Pavel: Tindastóll fékk loksins tækifæri og greip það Pavel Ermolinskij, þjálfari Íslandsmeistara Tindastóls, fagnar því að félagið sé tilbúið að stíga stórt skref og taka þátt í Evrópukeppni næsta vetur. Körfubolti 11. júlí 2023 11:01
Tindastóll tekur þátt í Evrópubikar FIBA Íslandsmeistarar Tindastóls í körfuknattleik hafa ákveðið að taka þátt í Evrópukeppni á næsta tímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu sem körfuknattleiksdeild Tindastóls sendi frá sér. Körfubolti 10. júlí 2023 08:00
Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig Körfuknattleiksdeild Álftaness hefur samið við bakvörðinn Daniel Love um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway-deild karla í körfubolta. Körfubolti 7. júlí 2023 16:31
Kanervo endurnýjar kynnin við Stjörnuna Stjarnan hefur samið við finnska körfuboltamanninn Antti Kanervo um að leika með liðinu í Subway-deild karla. Körfubolti 6. júlí 2023 14:00
Hávaxinn Slóvaki til liðs við Keflavík Slóvakinn Marek Dolezaj er genginn til liðs við Keflavík og mun leika með liðinu í Subway-deild karla á næsta tímabili. Körfubolti 4. júlí 2023 19:01
Völdu Þorvald Orra í nýliðavalinu Þorvaldur Orri Árnason verður leikmaður Cleveland Charge í þróunardeild NBA á næsta tímabili. Félagið valdi Þorvald Orra í nýliðavali alþjóðlegra leikmanna í dag. Körfubolti 28. júní 2023 22:00
Hlynur getur náð fjögurhundruðasta leiknum næsta vetur Hlynur Bæringsson hefur nú staðfest það að hann ætlar að spila með Stjörnunni í Subway deildinni á næsta tímabili. Körfubolti 27. júní 2023 13:30
Stjarna úr bandaríska háskólaboltanum semur við Álftanes Það er ljóst að Álftanes ætlar sér að gera meira en að vera bara með í Subway-deild karla í körfubolta í vetur. Nýliðarnir hafa sótt landsliðsmennina Hörð Axel Vilhjálmsson og Hauk Helga Pálsson og nú hefur Douglas Wilson samið við félagið út komandi leiktíð. Körfubolti 22. júní 2023 16:01
Breiðablik nælir í þjálfara kvennaliðsins og leikmann karlaliðsins í einum pakka Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur samið við Guillermo Sánchez um að þjálfa kvennalið félagsins í Suway-deildinni í körfubolta á komandi tímabili. Hann mun einnig leik með karlaliðinu. Körfubolti 20. júní 2023 11:01
Sigurður Gunnar Þorsteinsson yfirgefur Tindastól Sigurður Gunnar Þorsteinsson tilkynnti á Facebook síðu sinni nú í kvöld að hann hafi ákveðið að slíta samstarfi sínu við Tindastól. Framtíðin er óráðin samkvæmt Sigurði, en hann er þó ekki að hætta í körfubolta. Körfubolti 16. júní 2023 20:26
Ægir aftur í Garðabæinn Ægir Þór Steinarsson, landsliðsmaður í körfubolta, er genginn í raðir Stjörnunnar á nýjan leik. Körfubolti 15. júní 2023 15:12
KR-ingur í nýliðaval þróunardeildar NBA Körfuboltamaðurinn og KR-ingurinn Þorvaldur Orri Árnason hefur skráð sig í nýliðaval þróunardeildar NBA. Valið fer fram 28. júní næstkomandi en Þorvaldur er í hópi drengja 18 til 21 árs á alþjóðlegum lista sem valið er úr. Körfubolti 14. júní 2023 20:18
Nýtt þjálfarteymi KR í körfubolta Jakob Örn Sigurðarson hefur verið ráðinn þjálfari KR í körfubolta og framkvæmdarstjóri körfuknattleiksdeildarinnar, sem er ný staða innan félagsins. Adama Darboe gengur á ný til félagsins og verður spilandi aðstoðarþjálfari liðsins. Körfubolti 14. júní 2023 19:08
„Verulega skortir á“ í áfrýjun Vals og henni vísað frá Áfrýjunardómstóll Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, hefur vísað frá áfrýjun Valsmanna í máli Pablo Bertone, leikmanns Vals, vegna fimm leikja banns sem leikmaðurinn fékk að lokinni úrslitakeppninni í vor. Körfubolti 13. júní 2023 15:14
Okeke flytur í Ólafssal Körfuknattleiksmaðurinn David Okeke er genginn í raðir Hauka frá Keflavík og mun því spila í Hafnarfirðinum í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Körfubolti 12. júní 2023 14:13
Styrmir gengur til liðs við Belfius Mons Körfuboltakappinn Styrmir Snær Þrastarson hefur gengið frá samningum við Belfius Mons sem leikur í BNXT deildinni í Hollandi og Belgíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Körfubolti 9. júní 2023 14:48
Pavel um Kristó: Hann ákvað að vera áfram í Val Pavel Ermolinskij reyndi að ná Kristófer Acox yfir til Tindastóls en segir að hann hafi ákveðið að vera áfram í Val. Hann segist hafa mestan trúverðugleika sem þjálfari með því nálgast starfið eins og leikmaður. Körfubolti 8. júní 2023 21:30
Ragnar Örn til Þorlákshafnar í þriðja sinn Körfuknattleiksdeild Þórs Þorlákshafnar hefur samið við Ragnar Örn Bragason um að leika með liðinu næstu tvö tímabil í Subway-deild karla í körfubolta. Þetta er í þriðja sinn sem Ragnar gengur í raðir Þórs. Körfubolti 6. júní 2023 13:32
Keflavík vill semja aftur við Milka og Maric Pétur Ingvarsson, nýráðinn þjálfari Keflavíkur, er strax farinn að taka til hendinni í leikmannamálum Keflavíkur. Samkvæmt fréttatilkynningu Keflavíkur við ráðningu þjálfarans er von á fréttum af leikmannamálum félagsins á næstu dögum. Körfubolti 3. júní 2023 07:32
„Stefna hátt og spila skemmtilegan körfubolta“ Pétur Ingvarsson, nýráðin þjálfari Keflavíkur, segir að markmið liðsins í vetur verður að spila skemmtilegan körfubolta ásamt því að berjast um alla þá titla sem í boði eru. Körfubolti 3. júní 2023 00:32
Pavel gerir tveggja ára samning við Tindastól Tindastóll og Pavel Ermolinskij skrifuðu rétt í þessu undir samkomulag um að þjálfarinn verði áfram í herbúðum félagsins næstu tvö ár. Körfubolti 2. júní 2023 18:31
Valsari fór inn í klefa dómara og fékk fimm leikja bann Pablo Bertone, leikmaður Vals, fór inn í herbergi dómara eftir tapið gegn Tindastóli í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta fyrir tveimur vikum, og hefur nú verið úrskurðaður í fimm leikja bann. Körfubolti 2. júní 2023 13:53
Pétur kveður Blika og tekur við Keflavík Pétur Ingvarsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari Keflavíkur og mun því stýra liðinu í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Körfubolti 1. júní 2023 19:10
Helgi hættur hjá KR Það kemur í hlut nýs þjálfara að freista þess að stýra KR aftur upp í efstu deild karla í körfubolta því Helgi Már Magnússon er hættur störfum. Körfubolti 30. maí 2023 10:48
Svali segir enga breytingu á stöðu Kristós hjá Val Íslandsmeistarar Tindastóls vilja ólmir fá Kristófer Acox, miðherja Vals, í sínar raðir. Formaður körfuknattleiksdeildar Vals segir enga breytingu á stöðu Kristófers hjá félaginu. Körfubolti 29. maí 2023 23:01