Fylgstu með ársþingi KKÍ í beinni útsendingu Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands fer nú fram í dag en þar verður kosið í nýja stjórn sambandsins og þar að auki kosið um fjölmargar áhugaverðar tillögur sem fyrir þinginu liggja. Körfubolti 25. mars 2023 12:45
Tilþrif vikunnar í Subway Körfuboltakvöldi: Svakalegar troðslur frá Kristófer Acox Næstsíðasta umferð Subway-deildar karla í körfuknattleik lauk í gær og Hörður Unnsteinsson, Örvar Þór Kristjánsson og Brynjar Þór Björnsson fóru yfir alla leikina í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gærkvöldi. Körfubolti 25. mars 2023 12:00
Þórsarar framlengja við Lárus og tvo lykilmenn Lárus Jónsson verður þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn næstu þrjú árin en Þórsarar greindu frá þessu nú í morgun. Þá voru samningar við tvo lykilmenn framlengdir. Körfubolti 25. mars 2023 11:57
„Aðal bikarinn er eftir og við stefnum á að halda honum heima“ Valur valtaði yfir Njarðvík í Ljónagryfjunni 76-101. Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn og Kristófer Acox, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn. Sport 24. mars 2023 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Valur 76-101 | Hlíðarendapiltar deildarmeistarar 2023 Valur er deildarmeistari í Subway-deild karla 2023. Íslandsmeistararnir tryggja sigurinn með öruggum sigri í Njarðvík. Körfubolti 24. mars 2023 22:00
Lofsamar síðasta púslið í Þórsliðið: „Guðsgjöf“ Þórsarar eru til alls líklegir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið er á mikilli siglingu og vann í kvöld sinn sjöunda sigur í átta leikjum. Andstæðingurinn í kvöld var Stjarnan og varð niðurstaðan nokkuð þægilegur fjórtán stiga sigur. Einn af lykilmönnum liðsins, og stór þáttur í því að Þór varð meistari fyrir tveimur árum, er Styrmir Snær Þrastarson. Hann ræddi við Vísi eftir sigurinn í kvöld. Körfubolti 24. mars 2023 21:31
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 84-98 | Alvöru „flensuleikur“ frá besta manni deildarinnar Þórsarar eiga séns á því að enda í sjötta sæti deildarinnar eftir sjöunda sigurinn í síðustu átta leikjum. Stjörnumenn urðu fyrir barðinu á þeim í kvöld, lokatölur 84-98 fyrir gestina í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Körfubolti 24. mars 2023 20:00
Bæði Njarðvík og Valur geta unnið deildina í Ljónagryfjunni í kvöld Óopinber úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn í Subway deild karla fer fram í Ljónagryfjunni í kvöld þegar Njarðvíkingar taka á móti Valsmönnum. Körfubolti 24. mars 2023 16:00
Teitur um ákvörðun ÍSÍ: Mesta kjaftshögg sem karfan hefur fengið síðustu áratugi Teitur Örlygsson hélt eldræðu um framtíð íslenska körfuboltans í gær en þessi mesti sigurvegari sögunnar hefur miklar áhyggjur af rekstrarumhverfi íslensku landsliðanna í körfubolta. Körfubolti 24. mars 2023 12:01
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 77-72 | Fjórði sigur Grindvíkinga í röð Grindavík vann mikilvægan sigur á Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Þetta var fjórði sigur Grindavíkur í röð. Körfubolti 23. mars 2023 23:40
Máté: Við vinnum engan þegar við skjótum 17 prósent og vælum, þetta er helvíti einfalt! Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ómyrkur í máli eftir tap hans manna gegn Grindavík í Subway-deild karla í kvöld. Körfubolti 23. mars 2023 22:49
Ísak: Getum bara kennt sjálfum okkur um Ísak Máni Wium var svekktur eftir að í ljós kom að ÍR er fallið úr Subway-deild karla í körfuknattleik. Hann býst við að vera áfram þjálfari liðsins. Körfubolti 23. mars 2023 22:27
Umfjöllun og viðtal: ÍR - Keflavík 92-85 | ÍR féll en vann síðan Keflavík ÍR vann sigur á Keflavík í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar liðin mættust í Skógarseli. ÍR er þrátt fyrir þetta fallið þar sem Höttur vann Blika fyrr í kvöld. Körfubolti 23. mars 2023 21:09
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Höttur 85-98 | Höttur heldur sæti sínu í deildinni og felldu ÍR með sigri sínum Höttur frá Egilsstöðum mun leika í Subwaydeild karla í körfubolta á næsta tímabili. Það staðfestist í kvöld með sigri þeirra á Breiðlik í Smáranum í kvöld. Það var stigasprenging í fjórða leikhluta sem sigldi sigrinum heim fyrir Hött en leikar enduðu 85-98. Körfubolti 23. mars 2023 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 115-63 | Stólarnir niðurlægðu fallna KR-inga Tindastóll rótburstaði KR-inga þegar liðin mættust í Subway-deild karla á Sauðárkrók í kvöld. Lokatölur 115-63 þar sem fallnir KR-ingar áttu aldrei möguleika. Körfubolti 23. mars 2023 20:52
Viðar: Ætli ég verði ekki bara kallaður falldraugurinn en hann „Miracle man“ Höttur frá Egilsstöðum verða með í Subwaydeild karla á næstu leiktíð en sigur Hattar á Breiðablik fyrr í kvöld, 85-98, í 21. umferð deildarinnar staðfesti það. Höttur lék óaðfinnanlega nánast í seinni hálfleik til að sigla sigrinum heim og var þjálfarin liðsins ánægður með sigurinn og sögulegan áfanga fyrir liðið hans. Körfubolti 23. mars 2023 20:22
Aftur getur lið fallið í miðjum leik í Skógarselinu ÍR-ingar geta fallið úr Subway deild karla í körfubolta í kvöld og það þótt að þeir vinni leikinn sinn á móti Keflavík. Körfubolti 23. mars 2023 14:30
Körfuboltakvöld: Tilþrifasúpa í Þorlákshöfn Körfuboltakvöld gerði upp 20. umferð Subway-deildar karla í körfubolta síðastliðið föstudagskvöld og að sjálfsögðu var farið yfir tilþrif umferðarinnar. Níu bestu tilþrif 20. umferðar litu dagsins ljós og sex þeirra komu úr einum og sama leiknum í Þorlákshöfn. Körfubolti 19. mars 2023 12:31
„Núna er hann bara þeirra leiðtogi“ Ólafur Ólafsson var enn og aftur til umræðu í Körfuboltakvöldi. Þar áttu menn vart orð til að lýsa tímabilinu sem Ólafur er að eiga í gulri treyju Grindavíkur. Körfubolti 19. mars 2023 09:01
Hrósuðu Tómasi Val í hástert og segja framtíð landsliðsins í góðum höndum Tómas Valur Þrastarsonn átti hreint út sagt frábæran leik fyrir Þór Þorlákshöfn er liðið vann þriggja stiga sigur gegn Tindastóli í spennutrylli í Subway-deild karla í gærkvöldi. Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu Tómasar og umræðan leiddi út í framtíð íslenska landsliðsins í körfubolta. Körfubolti 18. mars 2023 11:45
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Tindastóll 93-90 | Háspenna lífshætta í framlengdum leik Þórsarar unnu vægast sagt nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í 20. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-90 í framlengdum leik þar sem liðin héldust í hendur frá fyrstu mínútu. Körfubolti 17. mars 2023 22:47
„Vorum bara að vinna þá á varnarleik“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, var eðlilega í skýjunum eftir magnaðan sigur liðsins gegn Tindastóli í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 17. mars 2023 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss – Valur 33-31 | Selfoss vann nýkrýnda deildarmeistara Selfoss vann tveggja marka sigur á Val. Heimamenn spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik þar sem þeir skoruðu 21 mark. Valur kom til baka í seinni hálfleik og minnkaði muninn minnst niður í eitt mark en nær komust Valsarar ekki og Selfoss vann 33-31. Handbolti 17. mars 2023 21:00
„Held að það séu engar líkur að við höldum 8. sætinu“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var svekktur með tapið fyrir Grindavík í kvöld, 103-112. Hann sagði frammistöðuna í fyrri hálfleik hafa orðið Blikum að falli. Körfubolti 17. mars 2023 20:45
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 103-112 | Þriðji sigur Grindvíkinga í röð Grindavík vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið sigraði Breiðablik í Subway-deild karla í Smáranum í kvöld, 103-112. Körfubolti 17. mars 2023 20:40
Umfjöllun: Höttur - Keflavík 84-89 | Keflvíkingar aftur á sigurbraut Eftir fjóra tapleiki í röð komu Keflvíkingar sér aftur á sigurbraut með naumum fimm stiga sigri gegn Hetti frá Egilsstöðum í kvöld, 84-89. Körfubolti 16. mars 2023 23:52
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 99-86 | Fyrsti sigur Hauka í Marsfárinu Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í mars unnu Haukar þrettán stiga sigur á Stjörnunni 99-86. Leikurinn var jafn og spennandi lengst af í seinni hálfleik en heimamenn sýndu karakter á lokamínútunum á meðan leikmenn Stjörnunnar misstu hausinn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Körfubolti 16. mars 2023 23:18
Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍR 102-97 | Valsarar á toppinn og fallið blasir við ÍR-ingum Íslandsmeistarar Vals unnu nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 102-97. Íslandsmeistararnir þurftu tvöfalda framlengingu til að knýja fram sigur, en sigurinn þýðir að Valsmenn lyftu sér aftur á topp deildarinnar og ÍR-ingar þurfa nánast kraftaverk til að halda sæti sínu í deildinni. Körfubolti 16. mars 2023 22:43
„Darwin Davis spilaði fárveikur þriðja leikinn í röð og fær þriðju sýklalyfin á morgun“ Eftir tvo tapleiki í röð komust Haukar aftur á sigurbraut. Haukar unnu þrettán stiga sigur á Stjörnunni 99-86. Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn. Körfubolti 16. mars 2023 22:35
Ísak: Mér er drullusama hvað Höttur gerir Það þurfti tvær framlengingar til að skera úr um hvort Valur eða ÍR myndi vinna leik þeirra í 20. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik sem fram fór á Hlíðarenda fyrr í kvöld. Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR, kvaðst vera stoltur af liði sínu í kvöld og að sínir menn ætluðu að vinna síðustu tvo leiki sína til að halda sér upp. Valur vann leikinn 102-97 og ÍR þarf á þessum tveimur sigurleikjum að halda til að halda sér uppi. Körfubolti 16. mars 2023 22:04