„Það er það sem hlýjar mér um hjartarætur núna“ Stefán Marteinn skrifar 23. nóvember 2023 22:26 Benedikt gat ekki verið annað en ánægður. Vísir/Diego Njarðvíkingar tóku á móti Þór Þorlákshöfn í Ljónagryfjunni þegar 8. umferð Subway-deildar karla í körfubolta hóf göngu sína. Það voru heimamenn í Njarðvík sem reyndust sterkari og höfðu betur 103-76. „Það er alltaf góð tilfinning eftir svona leik. Sérstaklega bara eftir góða frammistöðu. Mér fannst við bara ná upp góðu forskoti þarna í fyrsta leikhluta, skjóta vel, gott tempó í þessu hjá okkur, menn voru að vinna fyrir hvern annan og svona þannig að ég er bara ofboðslega ánægður með frammistöðuna. Það er það sem hlýjar mér um hjartarætur núna,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Aðspurður um sigurinn og hvar honum fannst hann hafa unnist fannst Benedikt fyrsti leikhluti vera lykillinn. „Í fyrsta leikhluta. Mér fannst bara miklu meira tempó hjá okkur og menn voru klárlega tilbúnir hérna að spila. Þeir hitta illa og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem að það fór varla bolti ofan í og ég held að það hafi bara svolítið dregið úr Þórsurunum og þeir missa svolítið trúnna í kjölfarið en án þess að vera leggja eitthvað of mikið mat á Þórs liðið hérna þá er ég bara ánægður með mína menn.“ Benedikt Guðmundsson sá margt jákvætt í þessum leik frá sínum mönnum. „Í síðasta leik þá skutum við hræðilega og hérna loksins vorum við að skjóta loksins vel á heimavelli. Mér fannst róteringar í vörn margar mjög góðar sem hefur svolítið vantað upp á hjá okkur. Við vorum að finna heitu hendina hérna sérstaklega í fyrsta leikhluta og síðan þegar leið vel á leikinn þannig að allskonar svona atriði sem að ég var ánægður með. Ég var ánægður með orkuna og kraftinn í öllu sem að við vorum að gera. Við vorum pínu staðir sóknarlega um tíma en við vorum heppnir á köflum og stundum þarf maður að hafa það.“ Sigur Njarðvíkinga virkaði aldrei í hættu og undir lok leiks hreyfði Benedikt bekkinn sinn vel og gaf mörgum mönnum mínútur. „Það er alltaf gott. Í lokinn vorum við með unglingaflokkinn inná hérna og við eigum einmitt leik í unglinga á laugardaginn. Þetta var fín æfing fyrir það, ég er með unglingaflokkinn hérna þannig þeir fengu að spila sig aðeins saman hérna. Svo erum við bara með, Þorri er ungur strákur, hann er bara rétt um tvítugt, Elías er að koma sterkur inn og byrjar fyrir okkur leik eftir leik og svo erum við með fleiri stráka sem að eru að hjálpa okkur hérna og eru tilbúnir þegar kallið kemur þannig ég er ánægður með ungu kynslóðina hérna.“ Benedikt nefndi fyrir leik að Carlos Novas Mateo hefði slitið hásin í vikunni og fékk það staðfest í hádeginu í dag en Njarðvíkingar eru þó ekki byrjaði að spá í að sækja mann í hans stað. „Við erum ekkert farnir að pæla í því. Við vorum bara að fá niðurstöður úr myndatöku í hádeginu eða rétt eftir hádegi að hann væri með slitna hásin og væri ekkert að fara vera í körfubolta á næstunni þannig við erum bara að meðtaka þær upplýsingar. Fyrst og fremst er þetta skellur fyrir okkur að missa hann, við vorum ofboðslega ánægðir með hann bæði innan og utan vallar en fyrst og fremst er maður bara að finna til með honum. Þetta er ömurlegt að lenda í svona alvarlegum meiðslum og hann er ekkert að fara spila körfubolta á næstunni. Hann er búin að slíta í hnénu fyrir rétt um þremur árum þannig þetta eru svona önnur alvarlega meiðslin og hann tekur þessu af þvílíkri auðmýkt og jákvæðni að ég get ekki annað en dáðst af þessum karakter.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
„Það er alltaf góð tilfinning eftir svona leik. Sérstaklega bara eftir góða frammistöðu. Mér fannst við bara ná upp góðu forskoti þarna í fyrsta leikhluta, skjóta vel, gott tempó í þessu hjá okkur, menn voru að vinna fyrir hvern annan og svona þannig að ég er bara ofboðslega ánægður með frammistöðuna. Það er það sem hlýjar mér um hjartarætur núna,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Aðspurður um sigurinn og hvar honum fannst hann hafa unnist fannst Benedikt fyrsti leikhluti vera lykillinn. „Í fyrsta leikhluta. Mér fannst bara miklu meira tempó hjá okkur og menn voru klárlega tilbúnir hérna að spila. Þeir hitta illa og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem að það fór varla bolti ofan í og ég held að það hafi bara svolítið dregið úr Þórsurunum og þeir missa svolítið trúnna í kjölfarið en án þess að vera leggja eitthvað of mikið mat á Þórs liðið hérna þá er ég bara ánægður með mína menn.“ Benedikt Guðmundsson sá margt jákvætt í þessum leik frá sínum mönnum. „Í síðasta leik þá skutum við hræðilega og hérna loksins vorum við að skjóta loksins vel á heimavelli. Mér fannst róteringar í vörn margar mjög góðar sem hefur svolítið vantað upp á hjá okkur. Við vorum að finna heitu hendina hérna sérstaklega í fyrsta leikhluta og síðan þegar leið vel á leikinn þannig að allskonar svona atriði sem að ég var ánægður með. Ég var ánægður með orkuna og kraftinn í öllu sem að við vorum að gera. Við vorum pínu staðir sóknarlega um tíma en við vorum heppnir á köflum og stundum þarf maður að hafa það.“ Sigur Njarðvíkinga virkaði aldrei í hættu og undir lok leiks hreyfði Benedikt bekkinn sinn vel og gaf mörgum mönnum mínútur. „Það er alltaf gott. Í lokinn vorum við með unglingaflokkinn inná hérna og við eigum einmitt leik í unglinga á laugardaginn. Þetta var fín æfing fyrir það, ég er með unglingaflokkinn hérna þannig þeir fengu að spila sig aðeins saman hérna. Svo erum við bara með, Þorri er ungur strákur, hann er bara rétt um tvítugt, Elías er að koma sterkur inn og byrjar fyrir okkur leik eftir leik og svo erum við með fleiri stráka sem að eru að hjálpa okkur hérna og eru tilbúnir þegar kallið kemur þannig ég er ánægður með ungu kynslóðina hérna.“ Benedikt nefndi fyrir leik að Carlos Novas Mateo hefði slitið hásin í vikunni og fékk það staðfest í hádeginu í dag en Njarðvíkingar eru þó ekki byrjaði að spá í að sækja mann í hans stað. „Við erum ekkert farnir að pæla í því. Við vorum bara að fá niðurstöður úr myndatöku í hádeginu eða rétt eftir hádegi að hann væri með slitna hásin og væri ekkert að fara vera í körfubolta á næstunni þannig við erum bara að meðtaka þær upplýsingar. Fyrst og fremst er þetta skellur fyrir okkur að missa hann, við vorum ofboðslega ánægðir með hann bæði innan og utan vallar en fyrst og fremst er maður bara að finna til með honum. Þetta er ömurlegt að lenda í svona alvarlegum meiðslum og hann er ekkert að fara spila körfubolta á næstunni. Hann er búin að slíta í hnénu fyrir rétt um þremur árum þannig þetta eru svona önnur alvarlega meiðslin og hann tekur þessu af þvílíkri auðmýkt og jákvæðni að ég get ekki annað en dáðst af þessum karakter.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira