Sungu hátt og kröftuglega fyrir Deane Williams í beinni Deane Williams mætti á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöldi eftir þriðja sigur Keflvíkinga á KR en Keflavíkurliðið var þá fyrsta liðið í átta ár til að slá KR út úr úrslitakeppninni. Körfubolti 8. júní 2021 11:31
Opinberuðu góðan liðsstyrk eftir að hafa sópað KR út Deildarmeistarar Keflavíkur tilkynntu um góðan liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í gærkvöld, um leið og þeir höfðu tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Körfubolti 8. júní 2021 11:01
Teitur Örlygs í aðalhlutverki þegar KR-ingum var síðast sópað í sumarfrí Keflvíkingar enduðu ekki bara sjö ára sigurgöngu KR-inga í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta í gærkvöldi heldur sópuðu þeir Íslandsmeisturum líka í sumarfrí. Það var langt síðan slíkt gerðist. Körfubolti 8. júní 2021 10:30
„Bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var glaður yfir sigri á KR í kvöld, sigri sem fleytti Keflavík í úrslita rimmu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Sport 7. júní 2021 23:53
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 88-70 | Einokun KR á enda Keflvíkingar sendu KR-inga í sumarfrí með sigri í þriðja leik liðanna í Reykjanesbæ í kvöld. Þar með lýkur sjö ára yfirburðum KR. Körfubolti 7. júní 2021 23:49
„Búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil“ Frábærum ferli Jakobs Arnar Sigurðarsonar, leikmanns KR, er formlega lokið eftir 3-0 tap gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos deildarinnar í kvöld. Skórnir eru á leið upp í hillu. Körfubolti 7. júní 2021 23:39
Fimm hundruð dagar síðan Keflavík tapaði síðast á heimavelli KR-ingar berjast í kvöld fyrir lífi sínu á gólfinu þar sem aðeins eitt lið hefur fagnað sigri undanfarna sextán mánuði. Körfubolti 7. júní 2021 16:00
Styrmir Snær í fámennan úrvalshóp með frammistöðu sinni í gær Styrmir Snær Þrastarson komst í frábæran hóp með þremur af öflugustu körfuboltamönnum Íslandssögunnar þegar hann skoraði 22 stig í sigri Þórs á Stjörnunni í þriðja leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Domino's deild karla í körfubolta. Körfubolti 7. júní 2021 13:00
„Höfum aldrei séð svona frammistöðu“ Stórbrotin frammistaða Þórsara í sigrinum gegn Stjörnunni í Þorlákshöfn í gærkvöld var til umræðu í Dominos Körfuboltakvöldi. Teitur Örlygsson kallar eftir meiri „ruddaleik“ frá Garðbæingum á miðvikudaginn. Körfubolti 7. júní 2021 11:30
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Stjarnan 115-92 | Þórsarar kjöldrógu Stjörnumenn og eru einum sigri frá úrslitaeinvíginu Þór og Stjarnan mættust í Þorlákshöfn í kvöld í þriðja leik undanúrslitaeinvígisins. Gestrnir byrjuðu betur, en um miðjan fyrsta leikhluta tóku Þórsarar yfir og unnu að lokum sannfærandi sigur. Lokatölur 115-92 og strákarnir frá Þorlákshöfn eru nú einum sigri frá úrslitaeinvíginu. Körfubolti 6. júní 2021 23:29
Emil Karel: Það er bannað að hika í þessu liði Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs frá Þorlákshöfn, var eðlilega kampakátur eftir stórsigur liðsins gegn Stjörnunni í kvöld. Lokatölur 115-92, en Emil segir að liðið ætli sér lengra. Körfubolti 6. júní 2021 22:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 82-91 | Keflvíkingar límdu bök KR-inga upp við vegg Keflavík er komið í 2-0 í undanúrslitaviðureigninni gegn KR. Það er ljóst eftir níu stiga sigur liðsins á Meistaravöllum í kvöld. Íslandsmeistararnir eru komnir með bakið upp við vegg á meðan Keflavík þarf einungis einn sigur í viðbót til að klára einvígið. Körfubolti 4. júní 2021 23:35
Spilum ekki sem fimm einstaklingar heldur erum við fimm manna lið á vellinum Dominykas Milka var eðlilega mjög sáttur að loknum frábærum sigri Keflavíkur á KR í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Níu stiga sigur Keflavíkur, 91-82, kom liðinu 2-0 yfir í einvíginu og segja má að það sé komið með annan fótinn í úrslitaeinvígið. Körfubolti 4. júní 2021 22:34
Áratugur síðan Keflavík vann síðast leik í úrslitakeppni í Vesturbænum Keflvíkingar heimsækja KR-inga i DHL-höllina í kvöld og geta þar komist í 2-0 í undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino's deild. Körfubolti 4. júní 2021 16:00
Hrósuðu Þórsurum í hástert: „Það er Eurolottó-lykt af þessu“ Adomas Drungilas og Callum Lawson voru hylltir í Dominos Körfuboltakvöldi eftir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í sigrinum gegn Stjörnunni í gær, í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Körfubolti 4. júní 2021 15:31
„Ég þarf að halda haus og á ekki að vera ögra dómaranum svona“ Styrmir Snær Þrastarson mætti á háborðið til þeirra Kjartan Atla Kjartanssonar, Teits Örlygssonar og Benedikts Guðmundssonar eftir sigur Þórs í öðrum leik undanúrslitaeinvígisins á móti Stjörnunni. Körfubolti 4. júní 2021 12:30
Hræðist ekkert að fara í Þorlákshöfn Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki beint sáttur eftir tap sinna manna á heimavelli í kvöld þegar að Þór frá Þorlákshöfn náði aftur heimavallarréttinum með fjögurra stiga sigri, 94-90. Körfubolti 3. júní 2021 22:31
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þorl. 90-94 | Ískaldir Þórsarar kláruðu leikinn á vítalínunni Stjarnan tók á móti Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Stjarnan vann fyrsta leikinn með níu stigum á útivelli en Þór jafnaði metin með fjögurra stiga sigri - einnig á útivelli - í kvöld. Körfubolti 3. júní 2021 22:00
Með yfir sjötíu prósenta skotnýtingu í úrslitakeppninni Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir nýtingu Bandaríkjamannsins Austin James Brodeur í fyrstu sex leikjum Stjörnumanna í úrslitakeppninni því kappinn klikkar varla á skoti. Körfubolti 3. júní 2021 16:01
Önnur orrusta í átökum Garðbæinga og Þorlákshafnarbúa Stjarnan og Þór Þorlákshöfn leiða saman hesta sína í Garðabæ í kvöld kl. 20.15, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 3. júní 2021 14:45
Hamar tók forystuna Hamar er komið í 1-0 í úrslitaeinvíginu gegn Vestra um laust sæti í Domino's deild karla á næstu leiktíð en fyrsti leikurinn fór fram í Hveragerði í kvöld. Körfubolti 2. júní 2021 21:01
„Þá fer allt í svona „slow motion“ og menn frjósa í kringum hann“ Valur Orri Valsson sýndi mikilvægi sitt í sigri Keflvíkinga á KR í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Domino's deild karla í körfubolta. Valur Orri fékk líka hrós í Domino's Körfuboltakvöldi eftir leikinn í gærkvöldi. Körfubolti 2. júní 2021 13:31
Teitur Örlygs mætti himinlifandi á háborðið og ræddi stórfrétt kvöldsins Keflvíkingar komust í 1-0 á móti KR í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gærkvöldi en nágrannar þeirra og erkifjendur úr Njarðvík stálu svolítið sviðsljósinu með því að tilkynna um nýjan þriggja ára samning sinn við landsliðsmanninn Hauk Helga Pálsson. Körfubolti 2. júní 2021 10:30
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 89-81 | Keflavík tók forystuna eftir rosalegan leik Gott gengi Keflavíkur heldur áfram er liðið tók forystuna gegn KR í rimmu liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir mjög jafnan leik tókst Keflavík að skora síðustu körfur leiksins og vinna átta stiga sigur, lokatölur 89-81. Körfubolti 1. júní 2021 23:34
„Þetta er það sem KR sem klúbbur lifir fyrir“ Keflavík vann KR fyrr í kvöld með 8 stigum, 89-81. Þessi 8 stiga munur sem varð í restina var jafnframt mesti munur sem var á milli liðanna í kvöld í rosalega jöfnum og spennandi leik. Stúkan var eins troðinn og hún gat orðið og erfiðlega gekk fyrir viðstadda að heyra sínar eigin hugsanir fyrir látum í báðum hópum aðdáenda. Matthíasi Orra, leikmanni KR, leiðist alls ekki að spila í svona hávaða. Sport 1. júní 2021 23:27
Haukur Helgi í Njarðvík Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Briem Pálsson mun leika með Njarðvík á næstu leiktíð í efstu deild karla í körfubolta. Körfubolti 1. júní 2021 20:45
Innkastkerfi tilþrif leiksins: Þetta var kjaftshögg og naglinn í kistuna Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, bauð upp á flott þjálfaratilþrif á mikilvægum tímapunkti í fyrsta leik Stjörnunnar á móti Þór í Þorlákshöfn í undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino's deild karla í körfubolta. Körfubolti 1. júní 2021 16:01
Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Ægir Þór Steinarsson fór á kostum þegar Stjarnan komst í 1-0 á móti Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta. Honum var boðið á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi eftir leikinn sem maður leiksins. Körfubolti 1. júní 2021 14:00
Deane Williams var sex mánaða þegar Keflavík sendi KR síðast í sumarfrí Deildarmeistarar Keflavíkur mæta aftur til leiks í úrslitakeppnina í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld eftir tíu daga frí þegar KR-inga koma í heimsókn í Blue höllina á Sunnubrautinni. Körfubolti 1. júní 2021 13:01
Kristófer hitti föður sinn í fyrsta skipti fjórtán ára gamall „Hann mætir og byrjar að taka í höndina á öllum og ég er síðastur í röðinni. Þarna er maður nýbúinn að hlusta á þjóðsönginn og hann kemur til mín, hikar aðeins og segir svo: Good Luck.“ Þetta segir körfuboltamaðurinn Kristófer Acox þegar hann rifjar upp eftirminnilegt atvik með forseta Íslands á undankeppni EM í körfubolta. Lífið 1. júní 2021 12:51