

Tíska og hönnun
Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Litríkt og hressandi á rauða dreglinum
Bandarísku tónlistarverðlaunin voru afhent síðastliðinn sunnudag og að venju þræddu stjörnurnar rauða dregilinn og stilltu sér upp fyrir myndavélarnar.

Hátíska í H&M
Á meðfylgjandi myndum má sjá hönnun franska tískuhússins Lanvin fyrir H&M. Hönnuðurinn er Alber Elbaz og línan samanstendur af kjólum, kápum, bolum, pilsum, skóm og hönskum. Í myndbandinu sem fer eins og logi yfir akur um netið þessa dagana má sjá módel eins og Natasha Poly, Tati Cotliar og Hannelore Knuts á lúxushótelherbergjum kvartandi yfir að elskhuginn færi þeim rósir í stað Lanvin-klæða. Herlegheitin, sem skoða má í myndasafni, fara í sölu í netverslun H&M og völdum búðum 23. nóvember.

Tískan á bleika dreglinum
Tískusýningar undirfataframleiðandans Victoria's Secret hafa ávallt vakið mikla athygli enda ansi litríkar og glaðlegar. Gestir á sýningunni á dögunum gengu ekki rauða dregilinn heldur þann bleika og hér má sjá nokkrar myndir af því sem gestirnir klæddust á sýningunni.

Gallerí Dunga
Gallerí Dunga á Geirsgötu 5a er listagallerí sem selur verk aðeins eftir íslenskar listakonur. Við kíktum í heimsókn þar sem eigendurnir Ingibjörg Klemenz og Dunna sýndu okkur galleríið.

Fröken Fix elskar að skipuleggja geymslur
Sesselja Thorberg vöruhönnuður hefur stofnað ráðgjafafyrirtækið Fröken Fix og sérhæfir sig í innanhúss- og skipulagsráðgjöf fyrir heimilið.

Hermés með Zorró-hatta
Vor- og sumarlína Hermés er afar elegant og auðsjáanlega innblásin af breskum reiðmönnum með göfugan uppruna.

Ziggie Stardust áberandi hjá Gaultier
Jean Paul Gaultier leitaði á náðir Ziggy Stardust fyrir vor- og sumarlínu sína, en línan var áberandi lík hugarburði Davids Bowie.

Fjórir snyrtipinnar: Á meðan bíllinn bíður
Margt getur orðið til þess að menn verða seinir fyrir þegar búið er að mæla sér mót. Hver mínúta er því dýrmæt ef útlitið á að vera í lagi. Fréttablaðið fékk fjóra annálaða snyrtipinna til að segja frá því hvernig þeir myndu verja tíu dýrmætum mínútum í að taka sig til, meðan leigubíllinn biði fyrir utan.

Hanna og sauma íslensk barnaföt
Hönnuðir íslensku barnafatalínunnar Húnihún, Diljá Jónsdóttir og Ríkey Kristjánsdóttir, framleiða og hanna frá grunni fatnað á drengi frá aldrinum eins til sex ára. Í meðfylgjandi myndskeiði, sem var tekið í hönnunarversluninni Kirsuberjatréð á Vesturgötu 4 í Reykjavík í morgun, sýna Diljá og Ríkey meðal annars fatnaðinn, segja frá þeirra samvinnu og hvenær hugmyndin varð til.

Á heima á síðum Vogue
Katrín Ósk Guðlaugsdóttir, meistaranemi í hárgreiðslu, vann til silfurverðlauna í Wella Trend Visionkeppninni í París en keppnina hafa virtustu tískublöð valið „Event of the year“ síðustu tvö ár í röð.

Töff tískusýning í Tjarnarbíói
„Sýningin verður lokaviðburðurinn í viku Unglistar, listahátíðar unga fólksins,“ segir María Nielsen, nemandi Tækniskólans í Reykjavík en hún er einn af skipuleggjendum tískusýningar sem haldin verður í Tjarnarbíói á laugardaginn. Alls taka 33 nemendur á fataiðnbraut Tækniskólans þátt í tískusýningunni og sýna þar hönnun sína og hæfni í handverki.

Í kjól hvernig sem viðrar
Það eru kannski ekki margir sem bíða með eftirvæntingu eftir að Vetur konungur knýi á dyr. Búðarkonan Sigrún Edda Eðvarðsdóttir er þó ein þeirra sem fagna ávallt komu hans.

Valentino yngir upp
Tvíeykið Pier Paolo Piccioli og Maria Grazia Chiuri hefur heillað tískuheiminn upp úr skónum að undanförnu en þau hanna undir merkjum tískurisans Valentino.

Smíðaði fyrir Veru Wang
Gullsmiðurinn Orri Finnbogason hefur starfað að mestu leyti í New York síðustu 15 ár og ljáð stórum nöfnum í tískubransanum krafta sína. Hann hannar og smíðar eigin skartgripi sem njóta vinsælda.

Hollywood elskar LANVIN
Franski tískurisinn Lanvin er dýrkaður af stjörnunum í Hollywood. Þær fá ekki nóg af honum, þær bókstaflega elska kjólana eftir hann. Meðfylgjandi má sjá myndir meðal annars af Cameron Diaz, Jessicu Alba, Rihönnu, Jennifer Aniston, Maggie Gyllenhaal, Juliu Roberts, Blake Lively og Söruh Jessicu Parker í Lanvin dressum.

Íslenskt hugvit á bak við handklæði
Í meðfylgjandi myndskeiði sýna vöruhönnuðurnir Friðgerður Guðmundsdóttir og Kristín Birna Bjarnadóttir, sem skipa hönnunarfyrirtækið GERIST, Reykjavíkurhandklæðið þeirra sem vann 1. verðlaun í samkeppni um minjagrip á vegum Reykjavíkurborgar og Hönnunarmiðstöðvar Íslands 2010. Reykjavíkurhandklæðið er hannað útfrá gömlu heitu pottunum í Laugardalslauginni. Facebooksíða Gerist.

Fékk innblástur frá bróður sínum sem er fallinn frá
Í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var í Bleika boðinu á vegum Krabbameinsfélagsins, segir Anna Kristín Magnúsdóttir, sem er útlærður fatahönnuður frá Margrethe skolen í Kaupmannahöfn, frá fyrirtækinu hennar My beautiful Raven sem hún tileinkar bróður sínum Hrafni sem er fallinn frá. Hönnunarlínan hjá My beautiful Raven var innblástur frá þessum þjóðarfugli íslendinga, Hrafninn, og fallega bróður mínum sem var mér svo mikill innblástur," sagði Anna Kristín. Í hönnunarlínunni eru fáanleg yfirhafnir sem hjálpar hverri konu að finna Raven inni í sér. Svo er ég með línuna ANNA design sem er byggð á aukahlutum, kjólum og toppum. Þetta er falleg lína sem konur geta fundið eitthvað sem hentar vel í fataskápinn" MB Raven einbeitir sér að því að byggja upp öðruvísi og stórglæsilega yfirhafnir fyrir konur úr framúrskarandi íslenskum gæðum. Vörurnar frá My beautiful Raven eru gerðar úr íslenskri ull, íslensku mokkaskinni, laxa- og karfaleður," sagði Anna Kristín. Anna Kristín á Facebook (Anna Design).

Tískuvikan í Kína hafin
Fysti dagur tískuvikunnar, China Fashion Week Spring/Summer 2011, hófst 25. október í Beijing í Kína. Á fyrsta deginum var haldin förðunarkeppni og eins og myndirnar sýna vantaði ekki hugmyndflugið hjá keppendum í ár. Fjölbreyttar og ekki síður litríkar útfærslur má skoða betur í myndasafni.

Kiosk
Eygló Margrét Lárusdóttir og Hlín Reykdal sem reka og eiga hönnunarverslunina Kiosk á Laugavegi 33 kynntu vörur sínar á bleika kvöldinu sem haldið var á vegum Krabbameinsfélagsins á föstudaginn var í Háskólanum í Reykjavík. Við erum níu útskrifaðir hönnuðir sem seljum alls konar vörur yndislegar töskur og fylgihluti. Við splittum bara leigunni og stöndum vaktina," sögðu þær meðal annars eins og sjá má í myndasafninu.

Íslensk hönnun sem má borða
Í Bleika boðinu sem haldið var á vegum Krabbameinsfélagsins seldu og kynntu Þórunni Hannesdóttur og Herborgu Hörpu Ingvarsdóttur sem skipa hönnunarfyrirtækið FÆRIÐ bleika slaufuhlaupið sem er snilldarhugmynd sem þær létu verða að veruleika.

Fágað og fallegt
Fatamerkið Kalda hefur sent frá sér nýja fatalínu sem ber nafnið Hvörf. Katrín Alda Rafnsdóttir hönnuðurinn lýsir línunni sem fágaðri og kvenlegri.

Smíðaði eigið borðstofuborð
Heimili Kristjáns Brynjars Bjarnasonar og Erlu Bjargar Valgeirsdóttur prýða heimasmíðuð húsgögn í bland við gamalt og nýtt.

Á heimsmælikvarða
Íslensk-danska arkitektastofan KRADS er á meðal upprennandi arkitektastofa sem fjallað er um í nýrri bók sem hefur verið gefin út í tengslum við Tvíæringinn í Feneyjum.

Ilmvatn úr Eyjafjallajökli
„Ég held að þetta sé fyrsta íslenska ilmvatnið sem fer í almenna sölu,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, oftast kennd við tískuvörumerkið Gyðju.

Sýndi fimmtíu flíkur á dag
Brynja Jónbjarnardóttir þykir ein efnilegasta fyrirsæta landsins í dag þrátt fyrir ungan aldur. Brynja sat fyrir á myndum fyrir vefverslun tískumerkisins Urban Outfitters í júní, en merkið er afskaplega vinsælt um allan heim.

Saga Sig þeysist á milli landa
Ég er bara í stuttri heimsókn hér heima og er að vinna tvö verkefni, eitt fyrir 66 gráður norður og annað fyrir Kron Kron, segir ljósmyndarinn Saga Sig sem búsett er í London þar sem hún stundar nám í tískuljósmyndun.

Sýnir jakka á Lady Gaga-sýningu í París
„Það er rosalega gaman að fá að taka þátt í þessari sýningu," segir fatahönnuðurinn Vera Þórðardóttir.

Haustlína Lacoste
Tvennir tímar mættust í haustlínu Lacoste, sem sýnd var á tískuvikunni í New York.

Vöktu hrifningu í París
Hönnuðir á bakvið íslenska vörumerkið Bility tóku þátt í stórri húsbúnaðarsýningu í París fyrir skemmstu. Íslenskt veggskraut og bókamerki í líki skordýra vöktu almenna hrifningu meðal sýningargesta.

Flottustu fatalínur áratugarins
Vefsíðan Style.com valdi tíu eftirminnilegustu tískusýningar áratugarins nú þegar fyrsta áratug 21. aldarinnar fer að ljúka.