

Víglínan
Þjóðmálaþáttur á vegum fréttastofu Stöðvar 2 þar sem fjallað er um það helsta sem er í umræðunni hverju sinni.

Gagnrýni á bóluefnakaup Íslendinga í Víglínunni
Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, telur að íslensk stjórnvöld eigi að leita til fleiri lyfjafyrirtækja en Pfizer og skoða möguleikann á samstarfi til að hægt verði að ljúka bólusetningum fyrr hér á landi.

Bólusetning á Íslandi hefst öðru hvoru megin við áramót
Ekki er útilokað að bólusetning gegn covid-19 hefjist hér á landi fyrir áramót að sögn heilbrigðisráðherra. Fyrstu skammtar bóluefnisins fari í umferð einhvern daginn í kringum áramótin. Hún segir að forgangsröðun verði ekki endilega með þeim hætti að fyrsti forgangshópurinn verði allur bólusettur fyrst og svo verði byrjað að bólusetja þann næsta.

Bólusetningar og ferðaþjónustan í Víglínunni
Bólusetningar vegna Covid-19 gætu hafist hér á landi á milli jóla og nýárs að sögn Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Svandís er gestur Sunnu Sæmundsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem rætt verður um fyrirkomulag bólusetninga sem eiga að hefjast á allra næstu vikum.

„Bara af því valdið er til staðar þá er því misbeitt“
Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og stjórnarmaður í Geðhjálp til lengri tíma, segir breytingar á lögræðislögum nauðsynlegar. Fjarlægja þurfi greinar í lögunum, meðal annars þær sem heimila geðlæknum valdbeitingu gagnvart sjúklingi.

Móðurmissirinn hafi engin áhrif haft á kröfu um afsögn án tafar
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir ríkisstjórnina hafa misst fótanna í Landsréttarmálinu í fyrra og ætlað að láta það snúast um hana sem persónu. Það hafi ekki verið eitthvað sem hún hafi ætlað að sitja undir og því sagt af sér sem dómsmálaráðherra.

Landsréttur og geðheilbrigði í Víglínunni
Umræður og fréttir af nýlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum að undanförnu. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Sigríði Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra til sín í Víglínuna í dag. Þá ræðir hann einnig við Svein Rúnar Hauksson lækni um geðheilbrigðismál en hann kallar m.a. eftir afnámi laga sem heimila að þvinga sjúklinga til að taka lyf.

SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við
Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin.

Spurning um óbreytt ástand eða ekki
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þróun undanfarinna daga sýna hversu lítið þurfi til svo bakslag komi í baráttuna við kórónuveiruna. Hann er nú að vinna að nýju minnisblaði til ráðherra, en segir ekki í spilunum að fara að herða aðgerðir.

Þórólfur, Drífa og Halldór í Víglínunni
Aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins, bólusetningar og alvarleg staða á vinnumarkaði eru á meðal mála sem verða til umræðu í Víglínunni, þjóðmálaþætti Stöðvar 2 í dag.Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður fær til sín þau Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, Drífu Snædal, forseta ASÍ og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, og ræðir við þau um þessi mál og önnur í þættinum.Víglínan hefst klukkan 17:40 og er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi.

Aðskilin smitsjúkdómadeild í nýjum Landspítala
Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, gerir ráð fyrir að starfsemi Landspítalans muni sameinist í nýju húsi árið 2025 eða 2026.

Nýr Landspítali og spilling í Víglínunni
Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri uppbyggingar á nýjum Landspítala mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttmanns til að ræða framkvæmdina og hverju spítalinn mun breyta og ekki breyta. Þá verður rætt við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur doktor í þjóðfræði um spillingu en hún gaf nýverið út bók um þau mál.

„Ég er bara ósammála Ásmundi“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi.

Gagnrýni á sóttvarnaaðgerðir, málefni flóttamanna og fleira í Víglínunni
Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður fær til sín þau Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata.

Kallar eftir auknum stuðningi ríkisins við sveitarfélög
Heiða Björg Hilmisdóttir, sem var í gær endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar með 60% greiddra atkvæða, segir ljóst að ríkið þurfi að verja sveitarfélögin núna á tímum kórónuveirunnar.

Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Bidens
Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast.

Ísland að loknum kosningum í Bandaríkjunum í Víglínunni
Samband Íslands og Bandaríkjanna hefur verið náið allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni þegar bandarískar hersveitir léttu hersetunni af Bretum til að þeir gætu einbeitt sér að stríðinu við Þýskaland.

Hertar aðgerðir, áhrif á skólana og bandarísk stjórnmál í Víglínunni
Víglínan hefst klukkan 17:40 og er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi.

Ólafur Ragnar segir ríkisstjórn Davíðs hafa flaskað á samskiptum við bandaríska þingið
Í tilefni potkast útgáfu Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands á frásögnum frá fjörtíu ára ferli hans í alþjóðlegum stjórnmálum var hann eini gestur Víglínunnar í dag. Þar greinir hann einnig frá pirringi í samskiptum forsetans og einstakra ráðmanna í forsetatíð hans.

„Okkur finnst þetta vera móðgun við vilja þjóðarinnar“
Rúmlega 40 þúsund manns, sem er yfir 10% þjóðarinnar, hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um að afgreiða breytingar á stjórnarskránni en til stendur að afhenda Alþingi undirskriftirnar í vikunni.

Tollamál, stjórnarskrá, flugvöllur og fleira í Víglínunni
Tollamál, þjóðaratkvæðagreiðslur, Reykjavíkurflugvöllur og stjórnarskráin verða til umræðu í Víglínunni í dag. Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40.

Huga þurfi fyrst og fremst að hagsmunum neytenda og bænda
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar.

Kórónuaðgerðir og Rock and Roll í Víglínunni
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Andrea Jónsdóttir rokkfræðingur verða gestir Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni í dag kl 17:20.

„Pestin verður ekki kveðin í kútinn fyrr en í lok næsta árs“
Það er óréttlætanlegt að bíða í tvo sólarhringa frá því ákvörðun um hertar sóttvarnaraðgerðir er tekin og þar til þær taka gildi að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.

Fjárlög, sóttvarnaraðgerðir og andlitsgrímur í Víglínunni
Frumvarp til fjárlaga 2021 var kynnt í vikunni, Alþingi kom saman á nýjan leik og hertar sóttvarnarráðstafanir taka gildi á miðnætti í ljósi mikillar fjölgunar covid-19 smita undanfarna daga.

Segir óhjákvæmilegt að einhver ferðaþjónustufyrirtæki verði gjaldþrota
Forsætisráðherra segir að ekki verði hjá því komist að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu verði gjaldþrota á næstu mánuðum en aðgerðum ríkistjórnarinnar sé þó ekki lokið.

Leiðtogar ólíkra sjónarmiða í Víglínunni
Katrín Jakbosdóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýendurkjörin formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verða gestir fyrsta Vígínuþáttar vetrarins klukkan 17:40.

Svala kveður Frú Ragnheiði
Elísabet Brynjarsdóttir hefur tekið við stöðu verkefnastýru Frú Ragnheiðar.

Forsetinn og fleiri fara yfir kosningarnar í Víglínunni
Guðni Th. Jóhannesson, nýendurkjörinn forseti Íslands, verður gestur Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag.

Umræða um smáhýsi lituð af miklu skilningsleysi
Áætlað er að um 350 einstaklingar sem búsettir eru í Reykjavík séu heimilislausir. Verkefnisstýra Frú Ragnheiðar segir gríðarlega mikilvægt að koma til móts við þá einstaklinga sem glíma við heimilisleysi og koma fólki í húsnæði en margir skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eru í hópi heimilislausra.

Samgönguáætlun og smáhýsi fyrir heimilislausa til umræðu í Víglínunni
Í Víglínuna koma Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Svala Jóhannsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Sigurður Ingi ræðir samgönguáætlun sem er til umræðu á Alþingi núna og Svala ræðir meðal annars staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa í Reykjavík.