
Framkvæmdastjóri sölusviðs Play hættur
Þórður Bjarnason, framkvæmdastjóri sölusviðs flugfélagsins Play, er hættur hjá félaginu eftir að hafa verið sagt upp störfum.
Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.
Þórður Bjarnason, framkvæmdastjóri sölusviðs flugfélagsins Play, er hættur hjá félaginu eftir að hafa verið sagt upp störfum.
Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur verið ráðin kosningastjóri Miðflokksins í Reykjavík vegna alþingiskosninganna þann 25. september næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum.
Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Raunvísindastofnunar Háskólans (RH). Hún tók við starfinu í byrjun ágúst.
Hrafn Ingvarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo.
Jóhanna Þ. Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Banana ehf., dótturfélags Haga hf.. Hún tekur við starfinu af Kjartani Má Friðsteinssyni.
Guðrún Hálfdánardóttir hefur verið ráðin til Ríkisútvarpsins þar sem hún á að leysa af Þórunni Elísabetu Bogadóttur á Morgunvaktinni á Rás 1 næsta hálfa árið. Hún starfaði lengi sem fréttastjóri og blaðamaður á Mbl.is.
Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, hefur sagt upp störfum á viðskiptariti Fréttablaðsins og hyggst færa sig yfir á nýjan starfsvettvang. Hörður sagði upp um síðustu mánaðamót ásamt Þorsteini Friðriki Halldórssyni, blaðamanni á Markaðnum.
Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Brákarhlíðar í Borgarnesi, hefur tekið við formennsku hjá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Þórhildur Þorkelsdóttir hefur verið ráðin kynningarfulltrúi BHM og hefur þegar tekið til starfa.
Anna-Bryndís Zingsheim Rúnudóttir, Björg Ýr Jóhannsdóttir, Helena Júlía Kristinsdóttir og Ingvar Ágúst Ingvarsson hafa verið ráðin sem ráðgjafar á ráðgjafasviði KPMG.
Heimir Fannar Gunnlaugsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania. Hann hefur starfað hjá Microsoft á Íslandi síðan 2013, lengst af sem forstjóri.
Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Olíuverzlunar Íslands ehf. (Olís), hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu og hafa hann og stjórn gengið frá samkomulagi þar að lútandi.
Ari Kristinn Jónsson, fráfarandi rektor Háskólans í Reykjavík, mun taka við starfi forstjóra netöryggisfyrirtækisins AwareGO um mánaðarmótin. Hann tekur við starfinu af Ragnari Sigurðssyni, einum stofnanda fyrirtækisins.
Guðmundur Óskarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri markaðs- og vörustjórnunar hjá Kerecis.
Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, hefur verið ráðinn til starfa hjá Viðskiptaráði Íslands þar sem hann mun annast samskipta- og miðlunarmál ráðsins.
Freyja Ingadóttir hefur verið nýr formaður SÍNE, Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Hún var kjörin á Sumarráðstefnu SÍNE sem fram fór síðastliðinn laugardag, en hún tekur við formennsku af Hauki Loga Karlssyni sem gengt hefur hlutverkinu síðastliðið ár.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Björn Þorvaldsson saksóknara í embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann mun sinnastörfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar, frá 1. september 2021.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Heiðu Björgu Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu, í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu í ráðuneytinu.
Signý Sif Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármögnunar hjá Eyri Invest hf. Sigfús Oddsson, sem sinnt hefur starfinu frá 2011 hefur ákveðið að láta af störfum.
Bjarni Guðjónsson er kominn aftur í KR þar sem hann hefur verið sem leikmaður, þjálfari og aðstoðarþjálfari á síðustu árum. Aðalstjórn Knattspyrnufélags Reykjavíkur hefur ráðið Bjarna Guðjónsson sem næsta framkvæmdastjóra félagsins.
Egill Viðarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Verkís hf. Hann tók við starfinu í upphafi mánaðar.
Magnús Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ferro Zink hf. og mun hefja störf um miðjan ágúst. Hann er viðskiptafræðingur að mennt en hefur auk þess lokið PMD stjórnendanámi frá HR.
Brynhildur Georgsdóttir hefur verið ráði forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Íslandsstofu.
Erla Björg Gunnarsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Hún tekur við starfinu af Þóri Guðmundssyni. Kolbeinn Tumi Daðason, sem hefur verið fréttastjóri Vísis síðustu sjö ár, verður fréttastjóri allra miðla fréttastofunnar.
Heilbrigðisráðherra hefur skipað Hildigunni Svavarsdóttur forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri til næstu fimm ára. Hildigunnur hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunar á sjúkrahúsinu og klínískur framkvæmdastjóri á bráða- og þróunarsviði frá 2012.
Leikkonan Unnur Eggertsdóttir mun stýra kosningum Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar.
Jóhann Pétur Harðarson hefur verið ráðinn lögfræðingur flugfélagsins Play.
Ívar S. Kristinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group. Hann hafði áður gegnt stöðunni tímabundið frá því í maí og hefur Ívar sömuleiðis gegn ýmsum stjórnendastöðum hjá félaginu á undanförnum árum.
Fjalar Sigurðarson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi í dómsmálaráðuneytinu. Fjalar tekur við starfinu af Hafliða Helgasyni sem gegndi því í tæp þrjú ár. 34 sóttu um starfið.
Nína Björk Jónsdóttir hefur tekið við sem forstöðumaður GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. Hún tekur við af Friðrik Jónssyni, sem var kjörinn formaður BHM 27. maí síðastliðinn.