

Vistaskipti
Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Hrafnhildur Sif ráðin forstöðumaður hjá Advania
Hrafnhildur Sif hefur starfað hjá Advania og forverum fyrirtækisins í tæp 13 ár.

Hrefna skipuð í embætti þjóðskjalavarðar
Sagnfræðingurinn Dr. Hrefna Róbertsdóttir hefur verið skipuð í embætti þjóðskjalavarðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Vera Einarsdóttir nýr upplýsingafulltrúi félagsmálaráðuneytisins
Vera er félagsráðgjafi að mennt en hefur lengst af starfað sem blaðamaður og ritstjóri.

Jökull H. Úlfsson nýr framkvæmdastjóri Stefnis
Stjórn Stefnis hefur ráðið Jökull H. Úlfsson sem framkvæmdastjóra.

Stefanía Inga til Fisk Seafood
Stefanía Inga Sigurðardóttir hefur verið ráðin til starfa sem gæðastjóri hjá Fisk Seafood á Sauðárkróki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Hjördís Elsa nýr markaðsstjóri Krónunnar
Hjördís hefur undanfarin ár starfað hjá Festi, fyrst sem markaðsfulltrúi Krónunnar, Nóatúns og Kjarval en nú síðast sem sérfræðingur í markaðsdeild Krónunnar.

Helgi áfram formaður Samorku
Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, var í dag endurkjörinn formaður stjórnar Samorku á aðalfundi samtakanna, sem haldinn var á Grand hótel Reykjavík.

Landsliðskempa stýrir viðskiptaþróun Íslandssjóða
María Björg Ágústsdóttir hefur hafið störf hjá Íslandssjóðum þar sem hún stýrir viðskiptaþróun félagsins.

Bergþóra og Karl nýir forstöðumenn hjá Íslandsstofu
Íslandsstofa hefur ráðið tvo forstöðumenn sem taka við nýjum sviðum í kjölfar skipulagsbreytinga. Bergþóra Halldórsdóttir mun stýra nýju sviði viðskiptaþróunar og Karl Guðmundsson stýrir sviði útflutnings.

Hlynur Páll nýr framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins
Hlynur Páll Pálsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins.

Sjö nýir starfsmenn hjá ORF líftækni
ORF Líftækni hf. hefur ráðið til sín sjö nýja starfsmenn vegna aukinna umsvifa fyrirtækisins erlendis og hér heima.

Þorbjörg nýr formaður Samtakanna '78
Þorbjörg Þorvaldsdóttir var í dag sjálfkjörin í embætti formanns Samtakanna '78 en aðalfundur fór fram í dag.

Hanna Birna ráðin til UN Women í New York
Mun áfram gegna stjórnarformennsku hjá WPL.

Stefán hættir sem forstjóri Sýnar
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sýn.

Gera breytingar á skipulagi HR
Skipulag akademískra deilda Háskólans í Reykjavík mun breytast frá og með 1. mars næstkomandi.

Jón stjórnarformaður Vitrolife
Stjórn Vitrolife hefur lagt til að Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, verði kjörinn stjórnarformaður sænska líftæknifyrirtækisins á aðalfundi fyrirtækisins sem verður haldinn í byrjun maí næstkomandi. Jón hefur setið í stjórn þess frá árinu 2015.

Formaður Bændasamtakanna ráðinn svæðisstjóri Arion
Sigurgeir Sindri mun hefja störf hjá bankanum 1. apríl.

Guðrún Nordal áfram forstöðumaður Árnastofnunar
Guðrún Nordal mun veita Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum forstöðu næstu fimm árin.

Pálmar Óli nýr forstjóri Daga
Pálmar Óli, sem áður var forstjóri Samskipa, tekur við stöðunni þann 1. mars nk.

31 sótti um embætti skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneytinu
Alls sótti 31 einstaklingur um embætti skrifstofustjóra á þremur skrifstofum félagsmálaráðuneytisins en umsóknarfrestur rann út 18. febrúar síðastliðinn.

Berglind ráðin í stöðu Bjarna Más hjá ON
Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn fyrirtækisins.

Sigurður Gísli ráðinn til Opinna kerfa
Sigurður Gísli Karlsson hefur verið ráðinn stjórnendaráðgjafi hjá Opnum kerfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Frikki Meló“ segir skilið við Melabúðina
Friðrik Ármann ætlar að sigla á önnur mið.

Margrét hættir sem formaður Samtaka verslunar og þjónustu
Margrét Sanders hefur gegnt formennsku frá árinu 2014.

Páll Björgvin nýr framkvæmdastjóri SSH
Páll Björgvin Guðmundsson, fyrrverandi bæjarstjóri, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri SSH, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Jóhanna Fjóla skipuð til eins árs í þriðja skipti
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur í embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands til eins árs. Jóhanna hefur gegnt starfinu frá 1. febrúar 2017.

Ugla í auglýsingarnar
Ugla Hauksdóttir leikstjóri er gengin til liðs við framleiðslufyrirtækið SNARK sem sérhæfir sig í auglýsingaframleiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SNARK.

Fyrrverandi borgarstjóri í forsætisráðuneytið
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, skrifstofustjóra yfir nýrri skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu.

Ágúst til PwC
Ágúst Kristinsson löggiltur endurskoðandi hefur verið ráðinn til starfa hjá PwC.

Stefán Atli gengur til liðs við Öryggismiðstöðina
Stefán Atli Rúnarsson hefur gengið til liðs við Öryggismiðstöðina og tekið við starfi sérfræðings á markaðssviði.