Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Nýkjörinn formaður HSÍ, Jón Halldórsson, lítur framtíð Handboltapassans björtum augum. Kostnaður við passann var vanáætlaður um rúmar 30 milljónir á síðasta ári en áætlanir gera ráð fyrir því að tekjur í tengslum við hann næsta aukist næsta árið um þrjátíu og fjórar milljónir 8.4.2025 10:00
Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Nýkjörinn formaður HSÍ, Jón Halldórsson, segir að það sé flókið verkefni og gæti verið erfitt að rétta af krefjandi fjárhagsstöðu sambandsins. Það sé verk þeirra sem standi að sambandinu að sjá til þess að það verði ekki gjaldþrota. 8.4.2025 08:00
Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Síðar í dag ræðst það hvort fjölmiðlar fái tækifæri til að ræða við leikmenn og þjálfara í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í aðdraganda leikja við Ísrael hér heima sem verða spilaðir fyrir luktum dyrum eftir ráðleggingar frá embætti Ríkislögreglustjóra. 7.4.2025 12:31
Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Jón Guðni Fjóluson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta hefur lagt skóna á hilluna. Þrálát meiðsli spila sinn þátt í þeirri ákvörðun en verkirnir eru orðnir of miklir fyrir Jón Guðna sem skilur stoltur við sinn feril. 6.4.2025 10:00
Á góðar minningar frá Þróttaravellinum Íslenska landsliðskonan Hildur Antonsdóttir er klár í að byrja gegn Noregi í Þjóðadeildinni í fótbolta seinna í dag eftir að hafa glímt við meiðsli upp á síðkastið. Hún er sérstaklega spennt fyrir því að spila á heimavelli Þróttar Reykjavíkur, frá þeim velli á hún góðar minningar. 4.4.2025 11:31
„Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Martin Hermannsson, segir marga hafa haft samband við sig eftir að hann lýsti óvenjulegri lausn á meiðslum sem höfðu verið að plaga hann. Fólk sem hafði sömu sögu að segja. 4.4.2025 10:30
„Skandall“ í gær en uppselt í dag Uppselt er á leik Íslands og Noregs í Þjóðadeild kvenna í fótbolta sem fram fer á Þróttaravellinum seinna í dag. 4.4.2025 09:33
„Það er algjört kjaftæði“ Sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton segir það algjört kjaftæði að hann sé búinn að missa trúnna á liði Ferrari á yfirstandandi tímabili eftir brösótta byrjun. 3.4.2025 16:17
„Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Íslenska landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir steig í raun inn í nýjan veruleika er hún samdi við enska liðið Leicester City fyrr á árinu. Hún er enn að venjast þeim veruleika en finnur fyrir mikilli trú í sinn garð frá þjálfurum liðsins. 3.4.2025 12:32
„Mótlætið styrkir mann“ Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir upplifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir íslenska landsliðið í síðasta verkefni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjarverandi vegna meiðsla. 2.4.2025 17:31