„Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Eflingar sem segir hækkunina óskiljanlega og óréttlætanlega. 8.3.2025 18:14
Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Tólf eru særðir eftir skotárás á bar í Toronto í Kanada í gærkvöldi. Þriggja manna er enn leitað sem grunaðir eru um árásina. Yfirvöld í Toronto segja sex hafa orðið fyrir skoti en hinir sex slösuðust við það að reyna að flýja eða fengu í sig glerbrot. 8.3.2025 15:34
Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesi, en landris heldur áfram. Eldgos gæti hafist með mjög skömmum fyrirvara en líklegast þykir að kvika kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Benedikt Ófeigsson náttúruvársérfræðingur telur að nú sé lokakafl eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni líklega hafinn. 8.3.2025 14:18
Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Mikil óvissa ríkir á alþjóðasviðinu eftir aðgerðir Bandaríkjaforseta í tollamálum. Komi til tollastríðs milli ríkja Evrópusambandsins og Bandaríkjanna er versta sviðsmynd Íslendinga að „klemmast einhvern veginn á milli“ að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. 7.3.2025 20:24
Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum Nýbökuð móðir segist upplifa lífið sem stofufangelsi þar sem hún fái ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en hún hefur nú beðið í tvö ár eftir NPA-þjónustu. 7.3.2025 18:14
Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Til hvassra orðaskipta kom á milli gesta í Pallborðinu á Vísi í dag þar sem staða öryggis- og varnarmála í Evrópu var til umræðu. Þótt gestir væru sammála um mikilvægi þess að friður komist á í Úkraínu voru skiptar skoðanir um það hvaða leiðir væru vænlegastar til árangurs. 6.3.2025 20:02
Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis segist ekki endilega telja þörf á að flýta umræðu um umsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin sé með plan og þau fylgi því. Hann segir þó ljóst að betra sé fyrir Íslendinga að eiga í góðum samskiptum við Evrópu. 6.3.2025 15:33
Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og vikur í heimsmálunum. Upp úr sauð milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu í Hvíta húsinu og hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu verið sett á ís á meðan Evrópuleiðtogar þétta raðirnar og heita auknum útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Þá er tollastríð hafið á milli Bandaríkjanna og Kanada auk Kína og Mexíkó og útlit fyrir að Evrópa gæti orðið næst. 6.3.2025 11:01
Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin nýr formaður Sjálfstæðisflokksins á sögulegum landsfundi og er þar með fyrsti kvenkyns formaður flokksins. Aðeins nítján atkvæðum munaði á Guðrúnu og mótframbjóðanda hennar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. 2.3.2025 18:22
Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi Fordæmalaus staða er komin upp í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópu eftir hitafund í Hvíta húsinu í gær. Leiðtogar Evrópuríkja hittast á fundi í Lundúnum á morgun til að þétta raðirnar í öryggis- og varnarmálum. 1.3.2025 18:15