Ritstjóri

Erla Björg Gunnarsdóttir

Erla Björg er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Á batavegi eftir fólskulega hnífstunguárás við Sprengisand

Móðir pilts sem ráðist var á í undirgöngum við Sprengisand segist hafa í gegnum tíðina haft áhyggjur af því að sonur hennar noti ekki hjálm við hjólreiðarnar en grunaði ekki að hann gæti orðið fyrir hnífstunguárás á leið sinni á íþróttaæfingu. Pilturinn er ekki með bílpróf og er hjólið hans fararskjótur en eftir árásina er eðlilega óhugur í honum og foreldrunum.

„Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“

Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður.

Einn er tveimur milljónum ríkari

Einn stálheppinn miðahafi var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum og fær tvær milljónir í sinn hlut. Miðann keypti hann á heimasíðu Lottó.

Hrópað húrra fyrir átta ára Húrra

Afmælisveisla tískufataverslunarinnar Húrra var haldin í gær og mættu velunnarar og tískuáhugamenn landsins til að skála fyrir afmælisbarninu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. Rætt verður við Halldóru Sigríði Sveinsdóttur, formann Bárunnar, í hádegisfréttum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Talsverður hiti var í fólki þegar það ræddi málin við borgarstjóra og borgarfulltrúa. Við sýnum frá mótmælunum í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.

Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn

Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við kerfisáhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. Fjallað er um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjá meira