Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Andra Jacobsen var allt í öllu þegar Blomberg-Lippe lagði Thuringer í efstu deild kvenna í þýska handboltanum. Aldís Ásta Heimisdóttir er deildarmeistari í Svíþjóð. 19.3.2025 21:17
Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hóf viðureign Wolfsburg og Evrópumeistara Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á varamannabekknum. Staðan var 3-0 gestunum frá Katalóníu í vil þegar hún loks kom inn á. Leiknum lauk með 4-1 sigri gestanna. 19.3.2025 20:00
„Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. 19.3.2025 18:19
Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Jean-Philippe Mateta, leikmaður Crystal Palace, sagði í viðtali við Sky Sports að hann hafi viljað halda leik áfram eftir að Liam Roberts, markvörður Millwall, gerði sitt besta til að gata andlit franska framherjans. 19.3.2025 07:00
Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Alan Hansen var á sínum tími máttarstólpi í gríðarlega sigursælu Liverpool-liði. Í seinni tíð var hann þekktur sem maðurinn sem sagði „þú vinnur ekkert með krakka í liðinu.“ Hann hefur nú hlotið MBE-orðuna fyrir störf sín. 19.3.2025 06:03
Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Danski miðjumaðurinn Christian Eriksen mun yfirgefa Manchester United þegar tímabilinu í Englandi lýkur nú í vor. Samningur hans við félagið rennur þá út og ætlar hann að halda á vit ævintýranna. 18.3.2025 23:31
Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Hinn 19 ára Dean Huijsen, leikmaður Bournemouth, er einn mest spennandi miðvörður Evrópu þessa dagana. Hann er nú orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool. 18.3.2025 23:01
Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Bayern München þurfa kraftaverk ætli þær sér áfram í Meistaradeild Evrópu. Bayern tapaði 0-2 á heimavelli fyrir franska stórliðinu Lyon í kvöld. Tapið hefði hæglega geta verið stærra. 18.3.2025 22:00
Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Það var heldur betur dramatík á Hlíðarenda þegar Valur tryggði sér sæti í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu með sigri á ÍR eftir vítaspyrnukeppni. Valsmenn voru manni færri í klukkustund eftir að markvörðurinn Ögmundur Kristinsson fékk beint rautt spjald. 18.3.2025 21:28
„Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Kristinn Freyr Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við Val í Bestu deild karla í knattspyrnu til loka tímabilsins 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Valur sendi frá sér í dag, þriðjudag. 18.3.2025 20:32