
Ungfrú Ísland

Ungfrú Ísland í beinni útsendingu
Í kvöld verður ný fegurðardrottning krýnd Ungfrú Ísland. Keppnin fer fram í Gamla bíói og verður í beinu streymi hér í pistlinum. Útsending hefst klukkan 20:00.

Ungfrú Ísland: Hver er líklegust til að hunsa skilaboð?
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland fer fram í kvöld í Gamla Bíói og verður í beinu streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi frá klukkan 20:00. Stelpurnar sem stíga á svið í kvöld eru í góðum gír og svöruðu nokkrum laufléttum Hver er líklegust? spurningum.

Ungfrú Ísland í dag: „Saman geta konur sigrað heiminn“
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í kvöld í Gamla Bíói og er tilhlökkunin hjá hópnum orðin mikil. Blaðamaður tók púlsinn á Manúelu Ósk Harðardóttur, framkvæmdastjóra keppninnar.

„Get tekið hart á sjálfri mér þegar mér mistekst“
Kolfinna kristinsdóttir er fædd og uppalin á Kársnesinu í Kópavoginum. Hún útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands vorið 2022 og stundar nú nám í næringarfræði við Háskóla Íslands. Kolfinna er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó á morgun, miðvikudaginn 14. ágúst.

Pissaði á sig í mátunarklefa
María Lovísa Möller Sigurðardóttir er nítján ára Keflavíkurmær. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, skoða nýja staði og kynnast nýju fólki. María Lovísa er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Datt niður stiga fyrir framan samstarfsfélagana
Hera Björk Arnarsdóttir er úr Garðabænum. Hún er á félagsvísindabraut í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og vinnur sem vaktstjóri á Joe and the Juice í Smáralind.

Rússnesk lög í karókí eru eitthvað annað skemmtileg
Valeríja Rjabchuk er móðir, eiginkona og hársnyrtir. Hún er af austur-evrópskum uppruna en ólst upp á Íslandi. Hún er mikill fagurkeri á orðsins list og fagra muni. Uppáhaldsbókin hennar er Eyðimerkurblómið. Valeríja elskar að ferðast, elda góðan mat og njóta í faðmi fjölskyldu og vina.

Neyðarlegast þegar fólk heldur að hún sé tvíburi sinn
Kristín Anna Jónasdóttir er fædd í Hafnarfirði í september 2001. Hún útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík og stundar nú fjarnám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst, en áætlun hennar að færa sig yfir í Háskólann í Reykjavík.

Fattaði að þetta væri alls ekki amma hennar
Sóldís Vala Ívarsdóttir er á öðru ári sínu í menntaskóla og stefnir að fara í flugmannsnám að því að lokinni menntaskólagöngu. Sóldís hefur mjög fjölbreytt áhugamál en hennar aðaláhugamál er hreyfing og heilsutengd málefni.

Óttast dauðann meira eftir að hafa eignast dóttur
Guðrún Sigurbjörnsdóttir er móðir og starfar hjá Play. Samhliða því rekur hún sitt eigið fyrirtæki. Guðrún er með BA í uppeldis- og menntunarfræði og master í mannauðsstjórnun. Í frítíma finnst henni mikivægt að eyða tíma sínum með fjölskyldu og sinna áhugamálum.

Mjög erfitt að lamast í andlitinu
Alice Alexandra Flores er tvítug og starfar sem leiðbeinandi í leikskóla sem hún elskar. Frá fjögurra ára aldri hefur hún verið búsett í Bláskógabyggð en stefnir á að flytja til Reykjavíkur og læra við Háskóla Íslands. Alice er meðal keppenda í Ungfrú Ísland.

„Þarna fékk ég að kynnast því hvað þunglyndi er“
Þórdís Ásta er meðal keppenda í Ungfrú Ísland og segir ferlið hafa kennt henni að trúa enn meira á sig. Síðastliðin tvö ár hefur Þórdís Ásta lært mikið um sjálfa sig, stækkað mikið sem persóna og nú langar hana að hvetja aðra til að gera hið sama.

„Gott að við séum mismunandi og flottar á okkar hátt“
Helena Guðjónsdóttir er nítján ára gömul Reykjavíkurmær og er í hópi keppenda í Ungfrú Ísland. Hún hefur haft áhuga á keppninni frá ungum aldri, segir mikilvægt að fylgja draumum sínum og segir gott að stelpurnar í keppninni séu ólíkar og flottar á sinn hátt.

Hefur lifað tveimur lífum
„Þegar ég var yngri langaði mig alltaf að keppa en hafði aldrei sjálfstraustið í það, svo mörgum árum síðar fæ ég skemmtileg skilaboð þar sem mér er boðið í viðtal til að taka þátt í Ungfrú Ísland,“ segir Sunna Líf Guðmundsdóttir sem hélt í fyrstu að um grín væri að ræða. Sunna Líf er þrítug móðir búsett í Borgarnesi og meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

„Þetta væri einum of gott til að taka ekki þátt“
Alsatisha Sif Amon er 25 ára móðir sem hefur mikinn áhuga á tísku, söng- og leiklist. Að sögn Söshu, eins og hún er kölluð, hefur hana ætíð dreymt um að verða leikkona en sökum feimni skorti hana kjark til að taka skrefið. Sasha er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Förðunarfræðingur sem hræðist drauga
Emilíana Björk er nítján ára augnhára-förðunarfræðingur. Hún segist stefna á nám í snyrtifræði í framtíðinni og dreymir um að reka sína eigin snyrtistofu. Mamma Emilíönu er fyrirmynd hennar í lífinu en Emilíana er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Datt niður stiga tvisvar sinnum sama daginn
„Ég myndi segja að sjálfstraustið hafi aukist verulega og á mjög líklega eftir að vaxa enn frekar,“ segir hin 22 ára Skagamær, Halldóra Hlíf Þorvaldsdóttir, um þann ávinning sem undirbúningsferlið fyrir Ungfrú Ísland hefur fært henni. Hún segir orðið fegurðarsamkeppni ekki taka utan um alla þá vinnu sem fer fram á bakvið tjöldin.

Mótandi að hafa alist upp hjá fósturforeldrum
Sigrún May Sigurjónsdóttir er tvítug og stundar nám í fatahönnun við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Samhliða náminu spilar hún fótbolta með meistaraflokki ÍR ásamt því að starfa sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. May, eins og hún er kölluð, er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Lítur upp til Elle Woods og Pamelu Anderson
Harpa Rós Jónsdóttir er 24 ára, uppalin í sveit í Grímsnesinu. Hún starfar á leikskóla ásamt því að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og Villiköttum. Sem keppandi í Ungfrú Ísland vill hún halda umræðunni um geðheilbrigði á lofti.

„Ég sjálf er mín fyrirmynd, ég get alltaf litið upp til mín“
Kolbrún Bjarkey Matthíasdóttir er tvítug og langar að eigin sögn að vera fyrirmynd fyrir aðrar ungar stúlkur. Hún stefnir að menntaskóla loknum á nám í læknisfræði. Kolbrún er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Erfið lífsreynsla að þurfa að yfirgefa heimili sitt
Emilía Þóra Ólafsdóttir er átján ára Grindavíkurmær búsett á Álftanesi. Hana dreymir um að skara fram úr sem leik- og söngkona í framtíðinni og setur stefnuna á framhaldsnám í Kaupmannahöfn eftir menntaskóla. Emilía er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Rúrik og Pétur Jóhann þeir frægustu sem hún hefur hitt
Stella Karen Kristjánsdóttir er 23 ára Reykjavíkurmær búsett í Mosfellsbæ. Hún æfir borðtennis með meistaraflokki Víkings og landsliði Íslands. Stella segir að þáttaka hennar í keppinni um Ungfrú Ísland uppfylli æskudrauminn um að vera prinsessa þegar hún stígur á svið klædd fallegum kjól í Gamla Bíói þann 14. ágúst næstkomandi.

Stjörnum prýdd dómnefnd í Ungfrú Ísland
Þann 14. ágúst næstkomandi keppast 25 stúlkur um titilinn Ungfrú Ísland. Keppnin fer fram í Gamla Bíói og dómnefnd er skipuð fimm stórstjörnum.

„Ég var með beinflísar stingandi inn í mænuna mína“
Reykjavíkurmærin Dísa Dungal tók fyrst þátt í Ungfrú Ísland árið 2019 og segist full tilhlökkunar að stíga aftur á svið í Gamla Bíó þann 14. ágúst næstkomandi. Dísa er með meistaragráðu í íþrótta-og heilsufræði og starfaði sem íþróttafræðingur í sex ár áður en hún hryggbrotnaði árið 2022.

Með gervifót og hafði aldrei gengið í háhæluðum skóm
Suðurnesjamærin Matthildur Emma Sigurðardóttir er átján ára gömul. Hún er lærður förðunarfræðingur og hefur mikinn áhuga á módelstörfum. Matthildur sem er með gervifót segist lengi hafa beðið eftir tækifærinu til að fá að taka þátt í Ungfrú Ísland sem er nú að raungerast 14. ágúst næstkomandi.

Dreymir um eigið kanínuathvarf
Kolfinna Mist Austfjörð er mikill dýravinur sem hefur sömuleiðis mikinn áhuga á Ungfrú Ísland. Hún er að taka þátt í þriðja sinn í ár og segist læra eitthvað nýtt í hvert skipti, þar á meðal að standa með sínum skoðunum.

Erfiðast að flytja til Íslands án mömmu sinnar
Alexandra Rún Landmark er nítján ára gömul og eyddi níu árum ævi sinnar í Bandaríkjunum. Mamma Alexöndru er fyrirmynd hennar í lífinu en Alexandra er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

„Gat ekki litið í spegil án þess að fara að gráta“
Sasini er nítján ára gömul stúlka sem talar fimm tungumál og langar að eigin sögn að vera fyrirmynd fyrir yngri litaðar stúlkur á Íslandi. Síðastliðin ár hefur hún unnið mikið að andlegri og líkamlegri heilsu sinni og er stolt af sinni vegferð. Sasini er meðal keppenda í Ungfrú Ísland en keppnin fer fram 14. ágúst í Gamla bíó.

Erfiðast að horfa upp á veikindi ömmu sinnar
Erika Líf Káradóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á módelstörfum og þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar henni bauðst að taka þátt í Ungfrú Ísland. Hún er í hópi keppenda í ár en keppnin fer fram 14. ágúst næstkomandi í Gamla bíó.

Fæddist með einn fót og Ungfrú Ísland næst á dagskrá
18 ára stelpa í Reykjanesbæ, sem fæddist bara með einn fót lætur ekkert stöðva sig, enda búin að stunda dans í mörg ár og æfa sund. Næst er það keppnin í ungfrú Ísland. Foreldrum hennar var ráðlagt að fara í þungunarrof þegar þetta var ljóst í 12 vikna sónar.