Landspítalinn Tveir lögreglumenn slasaðir eftir árás á geðdeild Tveir lögreglumenn slösuðust og þurftu að leita á slysadeild Landspítala eftir að maður réðst á þá inni á geðdeild Landspítalans við Hringbraut í morgun. Innlent 15.11.2021 11:37 Sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni Læknir á Landspítalanum hefur verið sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Mannauðsdeild spítalans rannsakar nú málið og á meðan hefur ásökunum á hendur lækninum fjölgað. Innlent 14.11.2021 21:44 Fækkar milli daga en tveir komnir í öndunarvél Í dag liggja sautján á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fækkað um tvo milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Enginn þurfti á öndunarvélastuðning að halda í gær. Innlent 14.11.2021 17:28 Fleiri hjúkrunarfræðingar, fleiri rúm Það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum um 200. Gerum það.Þetta er skýrt markmið sem heilbrigðisyfirvöld ættu að setja sér að ná og það þarf ekki að vera ýkja flókið að ná þessu markmiði. Grunnforsendurnar til að ná því eru að borga hjúkrunarfræðingum hærri laun og bæta aðgengi að námi í hjúkrunarfræði. Skoðun 14.11.2021 07:03 Fjórir sjúklingar lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 Alls liggja nítján sjúklingar með Covid-19 á Landspítalanum. Þar af eru þrír á gjörgæslu en enginn er í öndunarvél. Fjórtán eru nú á smitsjúkdómadeild og tveir á geðdeild eftir að einstaklingar greindust þar fyrr í vikunni. Innlent 13.11.2021 17:25 Blendin viðbrögð við aðgerðum: Farsóttanefnd ánægð en veitingamenn á öðru máli Farsóttanefnd Landspítalans lýsir yfir ánægju með aðgerðir dagsins. Það sé mjög líklegt að þær leiði til þess að hægt verði að ná tökum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. Viðburðahaldarar segjast verða fyrir tjóni en geta þó haldið jólatónleika. Innlent 12.11.2021 21:55 Það þýðir ekki að horfa bara á fjölda innlagna Segjum að 16 sjúklingar þurfi innlögn á Landspítala vegna Covid – hvað þýðir það? Hvers vegna hafa háar smittölur svona mikil áhrif? Skoðun 12.11.2021 21:01 Ráðherrar binda vonir við þriðju bólusetninguna og skora á alla að mæta Harðar sóttvarnaaðgerðir til næstu þriggja vikna taka gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra skorar á alla sem fá boðun að þiggja þriðju bólusetninguna en stefnt sé að því að bólusetja um helming fullorðins fólks fyrir áramót. Innlent 12.11.2021 19:27 Aðgerðum frestað vegna fjölgunar tilfella Gjörgæslulæknir á Landspítalanum segir gríðarlegt álag fyrir á gjörgæsludeildum. Þá hafi þurft að fresta stórum aðgerðum vegna fjölgunar innlagna á gjörgæslu vegna Covid-19. Innlent 12.11.2021 12:00 Sjúklingum í öndunarvél fækkar úr þremur í einn Sextán sjúklingar liggja nú á Landspítalanum vegna Covid-19. Þrír eru á gjörgæsludeild, þar af einn í öndunarvél. 1.591 sjúklingur er í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans, þar af 377 börn. Innlent 12.11.2021 09:01 Fólk er að reyna að fá sóttkví stytta hjá börnum Helmingi fleiri hafa leitað á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins nú í haust samanborið við haustið 2019. Deildir hafa fyllst og álagið verið mikið. Innlent 11.11.2021 22:01 Greindist smitaður á heila- og taugaskurðdeildinni Sjúklingur á heila- og taugaskurðdeild Landspítalans greindist með Covid-19 í dag. Innlent 11.11.2021 20:44 Ástand á geðdeild og hertra aðgerða krafist strax Tveir sjúklingar og fimm starfsmenn á geðdeild Landspítalans hafa greinst jákvæðir fyrir kórónuveirunni. Ein geðdeild er lokuð fyrir innlagnir og önnur í sóttkví að hluta vegna þessa. Innlent 11.11.2021 15:59 Lækna-Tómas hundskammar Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu „Nær daglega heyrast neyðaróp frá bráðamóttöku spítalans, þar sem ástandið er fyrir löngu orðið algjörlega óboðlegt, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Á gjörgæsludeildum spítalans er ástandið ekki síður alvarlegt, og nálgast neyðarástand.“ Innlent 11.11.2021 13:35 Langflestir sem hafa greinst tvisvar með Covid-19 voru óbólusettir Alls hafa 27 einstaklingar hérlendis smitast tvisvar af kórónuveirunni samkvæmt skrá Almannavarna en af þeim voru 22 óbólusettir. Þetta kemur fram í svari almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins. Innlent 11.11.2021 07:30 Flaggskip með net í skrúfunni Það er sárt að sjá hvernig sumar lykildeildir Landspítala eru hægt og sígandi að sökkva í sæ. Það eru engar ýkjur að flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins er komið með net í skrúfuna – og virðist reka að klettóttri strönd. Skoðun 10.11.2021 22:30 Aldrei fleiri börn með Covid-19: „Ég held að það þurfi að gera eitthvað áður en við siglum í strand“ Aldrei hafa fleiri börn verið í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans en nú og enn annað met var slegið í gær þegar 178 greindust með veiruna innanlands. Sóttvarnalæknir segir að herða þurfi sóttvarnaaðgerðir til að fækka þeim sem greinast með kórónuveiruna. Innlent 10.11.2021 19:00 Fimmtán liggja inni og þrír eru í öndunarvél Fimmtán liggja nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Af þeim fimmtán sem liggja inni eru fimm óbólusettir en meðalaldur inniliggjandi er 59 ár. Innlent 10.11.2021 10:09 Fjórði til fimmti hver hættir í hjúkrun innan fimm ára frá útskrift Á Landspítalanum starfa nærri 1.600 hjúkrunarfræðingar í 1.340 stöðugildum en spítalann vantar 200 til viðbótar til að vel megi við una. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Sigríði Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar. Innlent 10.11.2021 06:48 „Það er allt að springa hérna“ Deildarstjóri Covid-göngudeildar óttast að Landspítalinn hætti að ráða við álagið með áframhaldandi fjölgun smitaðra í samfélaginu og telur að grípa þurfi til hertari aðgerða svo staðan verði ekki eins slæm og víða annars staðar í Evrópu. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Innlent 9.11.2021 21:30 Sjúklingur á geðdeild með Covid-19 og allir skimaðir Inniliggjandi sjúklingur á geðdeild Landspítalans greindist með Covid-19 í gær. Sjúklingar jafnt sem starfsfólk er komið í sóttkví og óskar Landspítalinn eftir liðsinni fólks með bakgrunn í geðheilbrigðisþjónustu. Innlent 9.11.2021 15:33 Fjórtán vilja taka við keflinu af Páli Fjórtán manns vilja verða forstjóri Landspítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Innlent 9.11.2021 10:42 Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. Innlent 8.11.2021 14:08 Viðvarandi neyðarástand kemur ekki til greina Á föstudaginn sl. var Landspítali færður á svokallað hættustig, en þegar spítalinn er færður á hættustig er m.a. dregið úr aðgerðum og annarri starfsemi hans. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum var ákvörðunin tekin vegna „mikill[a] og vaxandi fjölda smita undanfarið. Skoðun 8.11.2021 09:01 Óttast að heilbrigðiskerfið bresti líkt og víða í Austur-Evrópu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir óttast að sams konar neyðarástand skapist hér og í ríkjum Austur-Evrópu ef nýjustu aðgerðir skili ekki skjótum árangri. Það sé of mikið að hundrað manns greinist smitaðir á hverjum degi, líkt og undanfarnar tvær vikur. Innlent 7.11.2021 18:31 Hvetur fólk til að mæta á Jólabasar til að styrkja gott málefni Árlegur Jólabasar Barnaspítala Hringsins fer fram á Grand Hótel í dag þar sem handverk og bakkelsi verður til sölu til styrktar Barnaspítalanum. Hringskona hvetur landsmenn til að gera sér ferð á basarinn, sem sé nauðsynleg fjáröflun fyrir Barnaspítalann. Innlent 7.11.2021 13:02 „Einn að kalla: passið ykkur“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að hvetja til samstöðu í samfélaginu á sama tíma og ráðamenn tali sóttvarnaaðgerðir niður. Hann kallar eftir því að þeir beri ábyrgð á orðum sínum. Innlent 7.11.2021 12:01 „Við komumst í gegnum þetta ef við fáum þjóðina með okkur” Landspítalinn gerir ráð fyrir að þrír á dag muni þurfa á innlögn að halda vegna kórónuveirunnar. Verkefnastjóri farsóttanefndar óttast að spítalinn muni ekki ráða við álagið með þessu áframhaldi og biðlar til fólks að sýna ítrustu varkárni. Innlent 6.11.2021 18:31 Greiða ekki fyrir aðgerð heima sem þeir samþykktu að greiða fyrir á Spáni Sjúkratryggingar munu ekki greiða fyrir aðgerð konu vegna endómetríósu sem hún mun gangast undir hér heima, þrátt fyrir að hafa samþykkt að greiða fyrir aðgerðina erlendis. Konan, sem er á fertugsaldri, hefur upplifað mikinn sársauka frá því að hún byrjaði á blæðingum en var ekki greind fyrr en legið var fjarlægt 20 árum seinna. Innlent 6.11.2021 17:50 Spítalinn geti ekki starfað eðlilega nema með fleiri hjúkrunarrýmum Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir starfsemi spítalans að miklu leyti standa og falla með fjölda hjúkrunarrýma í landinu. Á meðan hjúkrunarrýmin séu þetta fá geti spítalinn ekki starfað með eðlilegum hætti. Landspítalinn var færður á hættustig í gær. Innlent 6.11.2021 12:07 « ‹ 25 26 27 28 29 30 31 32 33 … 59 ›
Tveir lögreglumenn slasaðir eftir árás á geðdeild Tveir lögreglumenn slösuðust og þurftu að leita á slysadeild Landspítala eftir að maður réðst á þá inni á geðdeild Landspítalans við Hringbraut í morgun. Innlent 15.11.2021 11:37
Sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni Læknir á Landspítalanum hefur verið sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Mannauðsdeild spítalans rannsakar nú málið og á meðan hefur ásökunum á hendur lækninum fjölgað. Innlent 14.11.2021 21:44
Fækkar milli daga en tveir komnir í öndunarvél Í dag liggja sautján á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fækkað um tvo milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Enginn þurfti á öndunarvélastuðning að halda í gær. Innlent 14.11.2021 17:28
Fleiri hjúkrunarfræðingar, fleiri rúm Það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum um 200. Gerum það.Þetta er skýrt markmið sem heilbrigðisyfirvöld ættu að setja sér að ná og það þarf ekki að vera ýkja flókið að ná þessu markmiði. Grunnforsendurnar til að ná því eru að borga hjúkrunarfræðingum hærri laun og bæta aðgengi að námi í hjúkrunarfræði. Skoðun 14.11.2021 07:03
Fjórir sjúklingar lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 Alls liggja nítján sjúklingar með Covid-19 á Landspítalanum. Þar af eru þrír á gjörgæslu en enginn er í öndunarvél. Fjórtán eru nú á smitsjúkdómadeild og tveir á geðdeild eftir að einstaklingar greindust þar fyrr í vikunni. Innlent 13.11.2021 17:25
Blendin viðbrögð við aðgerðum: Farsóttanefnd ánægð en veitingamenn á öðru máli Farsóttanefnd Landspítalans lýsir yfir ánægju með aðgerðir dagsins. Það sé mjög líklegt að þær leiði til þess að hægt verði að ná tökum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. Viðburðahaldarar segjast verða fyrir tjóni en geta þó haldið jólatónleika. Innlent 12.11.2021 21:55
Það þýðir ekki að horfa bara á fjölda innlagna Segjum að 16 sjúklingar þurfi innlögn á Landspítala vegna Covid – hvað þýðir það? Hvers vegna hafa háar smittölur svona mikil áhrif? Skoðun 12.11.2021 21:01
Ráðherrar binda vonir við þriðju bólusetninguna og skora á alla að mæta Harðar sóttvarnaaðgerðir til næstu þriggja vikna taka gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra skorar á alla sem fá boðun að þiggja þriðju bólusetninguna en stefnt sé að því að bólusetja um helming fullorðins fólks fyrir áramót. Innlent 12.11.2021 19:27
Aðgerðum frestað vegna fjölgunar tilfella Gjörgæslulæknir á Landspítalanum segir gríðarlegt álag fyrir á gjörgæsludeildum. Þá hafi þurft að fresta stórum aðgerðum vegna fjölgunar innlagna á gjörgæslu vegna Covid-19. Innlent 12.11.2021 12:00
Sjúklingum í öndunarvél fækkar úr þremur í einn Sextán sjúklingar liggja nú á Landspítalanum vegna Covid-19. Þrír eru á gjörgæsludeild, þar af einn í öndunarvél. 1.591 sjúklingur er í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans, þar af 377 börn. Innlent 12.11.2021 09:01
Fólk er að reyna að fá sóttkví stytta hjá börnum Helmingi fleiri hafa leitað á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins nú í haust samanborið við haustið 2019. Deildir hafa fyllst og álagið verið mikið. Innlent 11.11.2021 22:01
Greindist smitaður á heila- og taugaskurðdeildinni Sjúklingur á heila- og taugaskurðdeild Landspítalans greindist með Covid-19 í dag. Innlent 11.11.2021 20:44
Ástand á geðdeild og hertra aðgerða krafist strax Tveir sjúklingar og fimm starfsmenn á geðdeild Landspítalans hafa greinst jákvæðir fyrir kórónuveirunni. Ein geðdeild er lokuð fyrir innlagnir og önnur í sóttkví að hluta vegna þessa. Innlent 11.11.2021 15:59
Lækna-Tómas hundskammar Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu „Nær daglega heyrast neyðaróp frá bráðamóttöku spítalans, þar sem ástandið er fyrir löngu orðið algjörlega óboðlegt, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Á gjörgæsludeildum spítalans er ástandið ekki síður alvarlegt, og nálgast neyðarástand.“ Innlent 11.11.2021 13:35
Langflestir sem hafa greinst tvisvar með Covid-19 voru óbólusettir Alls hafa 27 einstaklingar hérlendis smitast tvisvar af kórónuveirunni samkvæmt skrá Almannavarna en af þeim voru 22 óbólusettir. Þetta kemur fram í svari almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins. Innlent 11.11.2021 07:30
Flaggskip með net í skrúfunni Það er sárt að sjá hvernig sumar lykildeildir Landspítala eru hægt og sígandi að sökkva í sæ. Það eru engar ýkjur að flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins er komið með net í skrúfuna – og virðist reka að klettóttri strönd. Skoðun 10.11.2021 22:30
Aldrei fleiri börn með Covid-19: „Ég held að það þurfi að gera eitthvað áður en við siglum í strand“ Aldrei hafa fleiri börn verið í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans en nú og enn annað met var slegið í gær þegar 178 greindust með veiruna innanlands. Sóttvarnalæknir segir að herða þurfi sóttvarnaaðgerðir til að fækka þeim sem greinast með kórónuveiruna. Innlent 10.11.2021 19:00
Fimmtán liggja inni og þrír eru í öndunarvél Fimmtán liggja nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Af þeim fimmtán sem liggja inni eru fimm óbólusettir en meðalaldur inniliggjandi er 59 ár. Innlent 10.11.2021 10:09
Fjórði til fimmti hver hættir í hjúkrun innan fimm ára frá útskrift Á Landspítalanum starfa nærri 1.600 hjúkrunarfræðingar í 1.340 stöðugildum en spítalann vantar 200 til viðbótar til að vel megi við una. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Sigríði Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar. Innlent 10.11.2021 06:48
„Það er allt að springa hérna“ Deildarstjóri Covid-göngudeildar óttast að Landspítalinn hætti að ráða við álagið með áframhaldandi fjölgun smitaðra í samfélaginu og telur að grípa þurfi til hertari aðgerða svo staðan verði ekki eins slæm og víða annars staðar í Evrópu. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Innlent 9.11.2021 21:30
Sjúklingur á geðdeild með Covid-19 og allir skimaðir Inniliggjandi sjúklingur á geðdeild Landspítalans greindist með Covid-19 í gær. Sjúklingar jafnt sem starfsfólk er komið í sóttkví og óskar Landspítalinn eftir liðsinni fólks með bakgrunn í geðheilbrigðisþjónustu. Innlent 9.11.2021 15:33
Fjórtán vilja taka við keflinu af Páli Fjórtán manns vilja verða forstjóri Landspítalans. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Innlent 9.11.2021 10:42
Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. Innlent 8.11.2021 14:08
Viðvarandi neyðarástand kemur ekki til greina Á föstudaginn sl. var Landspítali færður á svokallað hættustig, en þegar spítalinn er færður á hættustig er m.a. dregið úr aðgerðum og annarri starfsemi hans. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum var ákvörðunin tekin vegna „mikill[a] og vaxandi fjölda smita undanfarið. Skoðun 8.11.2021 09:01
Óttast að heilbrigðiskerfið bresti líkt og víða í Austur-Evrópu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir óttast að sams konar neyðarástand skapist hér og í ríkjum Austur-Evrópu ef nýjustu aðgerðir skili ekki skjótum árangri. Það sé of mikið að hundrað manns greinist smitaðir á hverjum degi, líkt og undanfarnar tvær vikur. Innlent 7.11.2021 18:31
Hvetur fólk til að mæta á Jólabasar til að styrkja gott málefni Árlegur Jólabasar Barnaspítala Hringsins fer fram á Grand Hótel í dag þar sem handverk og bakkelsi verður til sölu til styrktar Barnaspítalanum. Hringskona hvetur landsmenn til að gera sér ferð á basarinn, sem sé nauðsynleg fjáröflun fyrir Barnaspítalann. Innlent 7.11.2021 13:02
„Einn að kalla: passið ykkur“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að hvetja til samstöðu í samfélaginu á sama tíma og ráðamenn tali sóttvarnaaðgerðir niður. Hann kallar eftir því að þeir beri ábyrgð á orðum sínum. Innlent 7.11.2021 12:01
„Við komumst í gegnum þetta ef við fáum þjóðina með okkur” Landspítalinn gerir ráð fyrir að þrír á dag muni þurfa á innlögn að halda vegna kórónuveirunnar. Verkefnastjóri farsóttanefndar óttast að spítalinn muni ekki ráða við álagið með þessu áframhaldi og biðlar til fólks að sýna ítrustu varkárni. Innlent 6.11.2021 18:31
Greiða ekki fyrir aðgerð heima sem þeir samþykktu að greiða fyrir á Spáni Sjúkratryggingar munu ekki greiða fyrir aðgerð konu vegna endómetríósu sem hún mun gangast undir hér heima, þrátt fyrir að hafa samþykkt að greiða fyrir aðgerðina erlendis. Konan, sem er á fertugsaldri, hefur upplifað mikinn sársauka frá því að hún byrjaði á blæðingum en var ekki greind fyrr en legið var fjarlægt 20 árum seinna. Innlent 6.11.2021 17:50
Spítalinn geti ekki starfað eðlilega nema með fleiri hjúkrunarrýmum Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir starfsemi spítalans að miklu leyti standa og falla með fjölda hjúkrunarrýma í landinu. Á meðan hjúkrunarrýmin séu þetta fá geti spítalinn ekki starfað með eðlilegum hætti. Landspítalinn var færður á hættustig í gær. Innlent 6.11.2021 12:07