
Ítalía

Versti þurrkur sem sést hefur í sjötíu ár
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fimm héröðum á Ítalíu vegna mikilla þurrka. Héröðin eru öll við ána Pó en þar geysar nú versti þurrkur sem sést hefur í sjötíu ár.

Sex látin vegna skriðu á Marmolada
Sex eru látin vegna jökulskriðu í ítölsku ölpunum, átta aðrir eru slasaðir og sautján er saknað.

Herða reglur um rafskútur sem sagðar eru gera Róm að villta vestrinu
Borgaryfirvöld í Róm á Ítalíu ætla að herða reglur um notkun rafskúta, hámarkshraði verður lækkaður og notkun verður bönnuð börnum.

Linda Ben og Ragnar ætla að gifta sig á Ítalíu í haust
Áhrifavaldurinn og rithöfundurinn Linda Ben og unnusti hennar Ragnar Einarsson ætla að gifta sig í haust úti á Ítalíu eftir þrettán ára ástarsamband og sex ára trúlofun. Saman eiga þau tvö börn og búa saman í Mosfellsbænum.

Óskarsverðlaunahafi handtekinn á Ítalíu
Kanadíski kvikmyndaleikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Paul Haggis var handtekinn vegna gruns um kynferðisofbeldi á Ítalíu í gær. Haggis er sagður neita sök en hann er nú í stofufangelsi.

Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB
Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi.

Ævintýraleg upplifun við Gardavatn
„Það er svo ótal margt sem heillar mig við Garda. Garda er hjartastaður. Ég hef þvælst þarna um á ferðum mínum upp í fjöllin og fæ aldrei nóg af þessum griðastað við alparætur,“ segir rithöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir.

Endurnýjaði ökuskírteinið hundrað ára gömul
Candida Uderzo sem býr í Vicenza-héraði í norðurhluta Ítalíu endurnýjaði á dögunum ökuskírteinið sitt. Uderzo er hundrað ára gömul og er þar með þriðji Ítalinn sem fær að keyra eftir hundrað ára afmælið.

Giroud tryggði AC Milan fyrsta Ítalíumeistaratitilinn í ellefu ár
AC Milan er Ítalíumeistari í fótbolta í nítjánda sinn eftir öruggan sigur á Sassuolo í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Saga pizzaþjónsins sem varð öflugasti og hataðasti umboðsmaður sögunnar
Ofurumboðsmaðurinn Mino Raiola kvaddi þennan heim í lok síðasta mánaðar aðeins 54 ára gamall. Hann náði heldur betur að setja sitt mark á knattspyrnusöguna.

Sögulegur sigurvegari þarf kannski að hætta keppni eftir kampavínsslys
Biniam Girmay skrifaði söguna þegar hann vann tíundu sérleið í Ítalíuhjólreiðunum en dagurinn endaði þó ekki jafnvel.

Netverjar í skýjunum með flutning systranna
Systurnar Sigga, Beta og Elín Eyþórsdætur fluttu lagið Með hækkandi sól á stóra sviðinu í Tórínó rétt í þessu. Svo virðist sem landsmenn séu hæstánægðir með frammistöðu þeirra.

Ítalíuævintýri til Verona
„Verona er af mörgum kölluð borg ástarinnar. Hún er meðal annars sögusvið frægustu ástarsögu allra tíma, Rómeó og Júlíu og Shakespeare sótti mikinn innblástur til Verona. Í ferðinni heimsækjum við húsið þar sem svalir Júlíu eru,“ segir Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir en hún verður fararstjóri vikuferðar til Verona með Úrval Útsýn dagana 12. til 19. júní.

Dómararennslið í kvöld gríðarlega mikilvægt fyrir Systur
Felix Bergsson, fararstjóri íslenska teymisins á Eurovision í Tórínó á Ítalíu, var mjög ánægður eftir æfingu íslenska hópsins á sviðinu í dag. Fréttastofa ræddi við Felix fyrir utan Pala Alpitour höllina og sagði hann að æfingin hefði heppnast vel. Keppendur væru rólegir og yfirvegaðir.

Raiola látinn
Mino Raiola, einn frægasti umboðsmaður heims, er látinn. Frá þessu var greint á samfélagsmiðlum umboðsmannsins í dag. Ekki kemur fram hvert banamein hans var.

Chiellini leggur landsliðsskóna á hilluna í sumar
Giorgio Chiellini, fyrirliði ítalska landsliðsins í knattspyrnu, ætlar sér að hætta að spila með landsliðinu eftir leik liðsins gegn því argentínska sem fram fer á Wembley í júní.

Ítalski flugherinn á leið til landsins
Von er á sveitum ítalska flughersins til landsins á morgun, mánudaginn 25. apríl. Liðsmennirnir, sem eru 135 talsins, koma með fjórar F-35 herþotur með sér.

Íslenski skálinn á Feneyjatvíæringnum opnaður: „Þetta var extra langt ferðalag“
Foropnun íslenska skálans á myndlistarhátíðinni Feneyjatvíæringnum fór fram við hátíðlega athöfn í Feneyjum í dag. Sigurður Guðjónsson sýnir að þessu sinni fyrir hönd Íslands á tvíæringnum.

EasyJet hefur beint flug frá Keflavík til Mílanó
Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur hafið sölu á flugferðum frá Keflavík til Mílanó á Ítalíu. Fyrsta flugið verður 28. maí og stefnir EasyJet á að fljúga allt að þrjú flug í viku þegar mest lætur.

Norður-Makedónía gerði út um HM draum Evrópumeistaranna
Norður-Makedónía gerði sér lítið fyrir og vann óvæntan 1-0 sigur gegn Ítölum í undanúrslitum umspilsins um laust sæti á HM í Katar í kvöld. Evrópumeistararnir eru því úr leik og verða ekki með á HM í desember.

Segir ekkert eftir af Mariupol og kallar eftir aðgerðum
Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum.

Tengja 91 milljarðs króna snekkju við Pútín
Glæsisnekkja sem metin er á um 91 milljarð króna og liggur við bryggju á Ítalíu er í eigu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Það er samkvæmt bandamönnum Alexeis Navalní, pólitísks andstæðings Pútíns sem situr í fangelsi nærri Moskvu.

Lögðu hald á lúxussnekkju rússneska auðjöfursins sem var á Íslandi
Lögreglan á Ítalíu hefur lagt hald á lúxussnekkjuna Sailing Yacht A sem er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Igorevich Melnichenko. Umrædd snekkja vakti töluverða athygli hér á landi en Melnichenko dvaldi á Íslandi í nokkurn tíma í fyrra með fjölskyldu sinni.

Tæplega þrjú hundruð í björgunarbátum eftir að kviknaði í ferju á Miðjarðarhafi
288 voru um borð í ferju, sem kviknaði í á leiðinni frá Grikklandi til Ítalíu í morgun. Gríska landhelgisgæslan segir að allir farþegar séu öryggir um borð í björgunarbátum.

Alþjóðleg handtökuskipun gefin út á hendur Robinho
Ítölsk yfirvöld hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur fyrrverandi knattspyrnumannsins Robinho. Þessi fyrrum leikmaður Real Madrid, AC Milan og Manchester City var árið 2017 dæmdur í níu ára fangelsi fyrir hópnauðgun.

Mattarella endurkjörinn sem forseti Ítalíu
Sergio Mattarella var endurkjörinn forseti Ítalíu af ítalska þinginu í gær. Forsetakosningar á þinginu hafa staðið yfir svo vikum skiptir og þingflokkarnir ekki komist að samkomulagi um næsta forseta fyrr en nú.

Ekki enn tekist að kjósa nýjan forseta á Ítalíu
Ekki náðist samstaða meðal ítalskra þingmanna í dag um hver skyldi verða næsti forseti landsins, annan daginn í röð. Þingmenn gengu aftur til kosninga í dag en leiðtogar stjórnmálaflokkanna eru ósammála um hver eigi að taka við.

Endurtaka forsetakosningar á Ítalíu
Ítalskir þingmenn náðu ekki samstöðu um hver skyldi verða næsti forseti landsins í gær þegar leynileg kosning fór fram í þinginu. Leiðtogar stjórnmálaflokka funda nú til þess að komast að samstöðu um forsetaframbjóðanda og koma í veg fyrir stjórnarkreppu.

Síðustu áfrýjun vísað frá og Robinho dæmdur í níu ára fangelsi fyrir hópnauðgun
Robinho, fyrrverandi leikmaður Real Madrid, AC Milan og brasilíska landsliðsins, er á leið í fangelsi eftir að hæstiréttur Ítalíu staðfesti dóm yfir honum fyrir að naugða konu árið 2013.

Forseti Evrópuþingsins lést á sjúkrahúsi
Hinn ítalski David Sassoli, forseti Evrópuþingsins, lést á sjúkrahúsi í nótt, 65 ára að aldri.