Svíþjóð

Fréttamynd

Sví­þjóð orðin grá á Covid-kortinu

Ísland er enn flokkað grænt á uppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem segir til um stöðuna í hverju ríki vegna kórónuveirufaraldursins. Stór hluti Finnlands er nú einnig flokkaður sem grænt svæði. 

Erlent
Fréttamynd

Hand­teknir eftir um tuttugu í­kveikjur í Eskil­s­tuna

Lögregla í Svíþjóð handtók í nótt þrjá menn á þrítugsaldri sem grunaðir eru um íkveikjur á um tuttugu mismunandi stöðum í bænum Eskilstuna, um hundrað kílómetra vestur af Stokkhólmi. Sömuleiðis var ráðist á lögreglustöð í bænum.

Erlent
Fréttamynd

Zlatan ekki með á EM

Zlatan Ibrahimović verður ekki með sænska landsliðinu á EM í sumar. Hann fór meiddur af velli í 3-0 sigri AC Milan á Juventus og í gær var staðfest að framherjinn sænski myndi ekki taka þátt á EM vegna meiðslanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Sænski prinsinn kominn með nafn

Þriðji sonur Sofíu prinsessu og Karls Filippus prins er kominn með nafn. Drengurinn heitir Julian Herbert Folke og verður hertoginn af Halland.

Lífið
Fréttamynd

Zlatan táraðist þegar hann var spurður um fjölskylduna

„Þetta er ekki góð spurning frá þér,“ sagði Zlatan Ibrahimovic þegar hann var spurður hvernig fjölskylda hans hefði tekið því að hann færi aftur í sænska landsliðið í fótbolta. Zlatan sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag eftir endurkomuna í landsliðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Svíar stöðva einnig notkun á bólu­efni AstraZene­ca

Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca þar til að Lyfjastofnun Evrópu hefur lokið rannsókn sinni á mögulegum aukaverkunum. Fjölmörg ríki Evrópu hafa nú þegar stöðvað notkunina, þar á meðal Ísland, eftir að fréttir bárust af því að að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar.

Erlent
Fréttamynd

Tus­se stígur á svið fyrir Sví­þjóðar hönd

Tousin Tusse Chiza sigraði Söngvakeppni sænska sjónvarpsins, Melodifestivalen, í kvöld með laginu Voices og mun hann keppa fyrir hönd Svíþjóðar í Eurovision í Rotterdam í maí. Tusse hlaut tíu stigum meira en Eric Saade, sem gerði garðinn frægan þegar hann sigraði Eurovision með laginu Popular árið 2011.

Lífið
Fréttamynd

Söngvari En­tom­bed er látinn

Sænski söngvarinn Lars-Göran Petrov, betur þekktur sem L-G Petrov, er látinn, 49 ára að aldri. Hann var söngvari þungarokkssveitarinnar Entombed og síðar Entombed A.D.

Lífið
Fréttamynd

Á­rásin í Vet­landa ekki rann­sökuð sem hryðju­verka­á­rás

Saksóknari í Svíþjóð segir að árásin sem gerð var í sænska bænum Vetlanda í sænsku Smálöndunum í gær sé ekki rannsökuð sem hryðjuverkaárás. 22 ára karlmaður gekk þar um í miðbæ Vetlanda og særði átta manns með eggvopni. Lögregla skaut manninn áður en hann var handtekinn, en árásin stóð yfir í alls nítján mínútur.

Erlent
Fréttamynd

Átta sárir eftir axarárás í smábæ í Svíþjóð

Að minnsta kosti átta manns særðust þegar karlmaður gekk berserksgang í smábænum Vetlanda, um 190 kílómetra suðaustur af Gautaborg. Sænskir fjölmiðlar segja að maðurinn hafi verið vopnaður öxi. Maðurinn var handtekinn eftir að lögreglumenn særðu hann skotsárum.

Erlent
Fréttamynd

ICA-Stig og sænska aug­­lýsinga­­sápu­óperan

Talsverð umræða skapaðist í sænsku samfélagi fyrr á árinu eftir að tilkynnt var að nýr leikari myndi taka við hlutverki verslunarmannsins Stig í auglýsingum matvörukeðjunnar ICA. Auglýsingar ICA eru í formi sápuóperu þar sem sagt er frá ástum og örlögum starfsfólks ótilgreindrar ICA-verslunar á sama tíma og greint er frá tilboðum á skjánum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjórir menn fundust látnir í vök

Fjórir karlmenn drukknuðu í ísilögðu stöðuvatni skammt frá Sävsjö í suðurhluta Svíþjóðar í dag. Þeir voru á sjötugs- og áttræðisaldri.

Erlent