Danmörk

Fréttamynd

Evrópa þurfi að víg­búast

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur varar við því að vopnahlé samþykkt af fölskum forsendum gæti gefið Rússlandi tækifæri til að vígbúast gegn öðru landi. Hún ræddi við danska fjölmiðla að loknum neyðarfundi evrópskra leiðtoga í París en þar var hún fulltrúi Íslands sem og Norðurlandanna.

Erlent
Fréttamynd

Skynjar „nýja evrópska stað­festu og al­var­leika“ fyrir fundinn í París

Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, lítur stöðu öryggismála í Evrópu alvarlegum augum og segir nauðsynlegt sé að auka hernaðarstuðning við Úkraínu. Hún kveðst hlakka til að ræða ástandið í Úkraínu og öryggismál í Evrópu við lítinn hóp þjóðhöfðingja og annarra leiðtoga í París á eftir, en Frederiksen er jafnframt fulltúi Íslands á fundinum.

Erlent
Fréttamynd

Mette full­trúi Norður­landa á neyðarfundi í París

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, verður fulltrúi Norðurlandanna á neyðarfundi Evrópuleiðtoga í París í dag um stöðuna í Úkraínu. Það var Emmanuel Macron Frakklandsforseti sem boðaði fundinn í framhaldi af málflutningi Trump-stjórnarinnar undanfarna daga í tengslum við friðarviðræður við Rússa vegna Úkraínu, sem Evrópu er haldið utan, og eftir samtöl Trump Bandaríkjaforseta við Pútín Rússlandsforseta.

Erlent
Fréttamynd

Sebrahestur gengur laus á Jót­landi

Dýrafræðingur óttast að erfitt verði að hafa hendur í hári sebrahests sem slapp úr dýragarði á Jótlandi í Danmörku í gær. Tveir aðrir sebrahestar sem sluppu voru fangaðir fljótt en sá þriðji er ófundinn.

Erlent
Fréttamynd

Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kali­forníu af Trump

Ákall um að Danmörk eignist Kaliforníu hefur vakið athygli. Ríflega tvö hundruð þúsund manns hafa lagt nafn sitt við undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að Danmörk kaupi Kaliforníu af Bandaríkjamönnum. Um er að ræða svar við hugmyndum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland. Undirtónninn er gamansamur enda um satírískan gjörning að ræða. 

Erlent
Fréttamynd

Seldu hug­vitið og ríkis­sjóður stórgræðir

Í desember síðastliðnum seldi Kerecis hugverkaréttindi félagsins til danska móðurfélagsins Coloplast. 180 milljarða kaup Coloplast á íslensku hugviti eru að fullu skattskyld hér á landi og áætlaðar skattgreiðslur nema hátt í fjörutíu milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Græn­lendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump

Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku.

Innlent
Fréttamynd

Vill ræða við Trump í síma

Forsætisráðherra lítur ásælni Bandaríkjaforseta í Grænland alvarlegum augum og ítrekar að fullveldi þjóða beri að virða. Fyrrverandi utanríkisráðherra gagnrýnir hjásetu Kristrúnar á óformlegum fundi forsætisráðherra Norðurlanda um öryggismál á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Átta­tíu og fimm prósent vilja ekki til­heyra Trump

Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni.

Erlent
Fréttamynd

Senda Trump skila­boð og auka við­búnað við Græn­land

Ríkisstjórn Danmerkur opinberaði í dag nýja áætlun um að auka hernaðarviðbúnað ríkisins við Grænland og á norðurslóðum til muna. Smíða á ný herskip, auka eftirlit með gervihnöttum og kaupa tvo langdræga dróna en áætlað er að verkefnið muni kosta um 14,6 milljarða danskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Krist­rún upp­lýst um fundinn með skömmum fyrir­vara

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 

Innlent
Fréttamynd

Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum

Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar segir nauðsynlegt að tryggja aukna greiningargetu og þekkingu á Íslandi á alþjóðakerfinu og áhrif breytinga þar á á Ísland sem smáríki. Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir Ísland verða að ræða það hvaða áhrif það hefur á Ísland verði samið um vopnahlé í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

„Við viljum ekki vera Banda­ríkja­menn“

Formaður landstjórnar Grænlands segir aukinn áhuga Bandaríkjanna á landinu jákvæðan. Bandaríkin væru meðal nánustu bandaþjóða en sagði skýrt að Grænlendingar hefðu ekki áhuga á að gerast Bandaríkjamenn.

Erlent
Fréttamynd

Sagðir hafa greitt heimilis­lausum til að þykjast vera stuðnings­menn Trumps

Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri.

Erlent
Fréttamynd

Ó­vænt skila­boð leiddu til ferðar með syni Trumps

Það var múrarinn Jørgen Boassen sem tók á móti Donald Trump yngri þegar hann heimsótti Grænland á dögunum ásamt föruneyti sínu. Hann segir Bandaríkin ekki munu innlima Grænland en að Danmörk hafi algjörlega brugðist varnarskyldu sinni gagnvart grænlensku þjóðinni.

Erlent
Fréttamynd

Trúir ekki að Trump muni beita her­valdi

Neyðarfundur flokksformanna allra flokka á danska þinginu sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði lauk í kvöld, fimmtudag. Fundarefnið var umtal um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan Danska konungsveldisins.

Erlent