
Moldóva

Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári
Maltneskt dótturfélag flugfélagsins Play hefur auglýst í lausar stöður flugliða, svokallaðra fyrstu freyja. Launin sem boðið er upp á eru 217 þúsund krónur á mánuði og veikindadagar eru fimm á ári. Ekki er um að ræða flugliða sem fljúga til og frá Íslandi.

Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu
Flutningur á rússnesku gasi í gegnum Úkraínu til Evrópu hefur nú loks stöðvast að fullu. Þrátt fyrir stríðið sem geisað hefur frá innrás Rússa í Úkraínu hafa gasflutningar haldið áfram vegna samnings sem undirritaður var árið 2019.

Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti
Maia Sandu, forseti Moldóvu, náði endurkjöri í seinni umferð forsetakosninga sem fóru fram í skugga ásakana um stórfelld afskipti stjórnvalda í Kreml. Hún lýsir úrslitunum sem sigri landið.

Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð
Nýbúi frá Moldóvu hyggst selja íbúð sem hann hefur verið að gera upp síðastliðið eitt og hálft ár eins síns liðs og flytja í minni og ódýrari íbúð hinu megin við götuna. Ástæðuna segir hann vera til að borga niður lánið sitt og verða skuldlaus.

Samþykktu naumlega að stefna að ESB-aðild
Naumur meirihluti kjósenda í Moldóvu samþykkti stjórnarskrárbreytingu sem leggur grunninn að Evrópusambandsaðild fyrrum Sovétlýðveldisins. Niðurstaðan þykir koma á óvart þar sem talið var að breytingin yrði samþykkt með ríflegum meirihluta. Forseti landsins sakar Rússa um að reyna að hafa áhrif á úrslitin.

Óvíst um endanleg úrslit varðandi Evrópustefnu Moldóvu
Um helmingur kjósenda í Moldóvu vill ganga í Evrópusambandið, ef marka má niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengið var til í gær, þegar 97,66 prósent atkvæða hafa verið talin.

Yfirvöld í Transnistríu biðla til Rússa um aðstoð
Bandaríkjamenn segjast fylgjast grannt með þróun mála í Transnistríu, eftir að yfirvöld á sjálfsstjórnarsvæðinu biðluðu til Rússa um „vernd“.

Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB
Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel.

Hundur forseta beit tiginn gest
Hundur forseta Moldóvu beit forseta Austurríkis Alexander van der Bellen í höndina fyrr í dag. Maia Sandu Moldóvuforseti gekk með gesti sínum um garð forsetabústaðarins í höfuðborginni Kísíná þegar atvikið gerðist, en van der Bellen hafi þar reynt að klappa hundinum sem hafi ekki tekið vel í slíkt.

Tók byssu af landamæraverði og drap tvo
Tveir eru látnir eftir skotárás á fluvellinum í Kisínev í Moldóvu. Ódæðismaðurinn er sagður hafa náð byssu af landamæraverði og skotið landamæravörð og flugvallaröryggisvörð til bana með henni. Honum hafði verið meinuð innganga í landið.

Táknrænt stefnumót Evrópuleiðtoga á stríðstímum
Forseti Úkraínu sagði við komuna á fund Evrópuleiðtoga í Moldóvu í dag að mikilvægt væri að Úkraína fengi aðild bæði að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn mikilvægan vettvang á átakatímum.

Hafa náð saman um fríverslun við Moldóvu
EFTA-ríkin og Moldóva hafa komist að samkomulagi um fríverslunarsamning sem undirritaður verður á næsta ráðherrafundi EFTA í Liechtenstein í júní næstkomandi.

Taka lítið mark á yfirlýsingu Rússa um innrás Úkraínumanna
Ríkisstjórn Moldóvu gefur lítið fyrir ásakanir Varnarmálaráðuneytis Rússlands um að Úkraínumenn ætli sér að gera innrás í Transnistríu, hérað í Moldóvu þar sem rússneski herinn er með viðveru. Rússar hafa haldið því fram að úkraínskir hermenn, klæddir eins og Rússar, ætli að sviðsetja einhvers konar ögrun sem Úkraínumenn ætli að nota sem átyllu til innrásar.

Varar við að Rússar hyggi á valdarán
Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu.

Komu höndum yfir áætlun um yfirtöku Rússa í Moldóvu
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að Úkraínumenn hefðu komist á snoðir um áætlun leyniþjónusta Rússlands sem sneru að því að gera árásir á Moldóvu. Leyniþjónusta Moldóvu hefur staðfest þessar fregnir.

„Þetta er sigur“
Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, fagnaði þeim tíðindum sem bárust í dag um að Úkraína væri formlega orðið umsóknarríki að aðild að Evrópusambandinu.

Úkraína og Moldóva formlega orðin umsóknarríki
Leiðtogaráð Evrópusambandsins hefur samþykkt að veita Úkraínu og Moldóvu formlega stöðu umsóknarríkja um aðild að Evrópusambandinu.

Úkraína og Moldóva fái stöðu umsóknarríkis tafarlaust
Þingsályktunartillaga um að ráðherraráð Evrópusambandsins veiti Úkraínu og Moldóvu stöðu umsóknarríkis án tafar var samþykkt á Evrópuþinginu í dag.

Vaktin: Öryggisráð Moldóvu kallað saman vegna árása í Transnistríu
Fulltrúar fleiri en 40 ríkja munu funda á Ramstein herflugvellinum í Þýskalandi í dag til að ræða hvernig ríkin geta vopnað Úkraínumenn í stríðinu gegn Rússum. Tilgangur viðræðanna er að skipuleggja og samræma aðgerðir bandamanna Úkraínu.

Ísland styður við móttöku flóttamanna í Moldóvu
Íslensk stjórnvöld tilkynntu í gær um 50 milljóna króna framlag til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) til að bregðast við álagi á innviði í Moldóvu vegna komu flóttamanna frá Úkraínu.

UN Women: Dreifa fatnaði, sæmdarsettum og neyðarpökkum til kvenna á flótta
Meðal verkefna UN Women í Moldóvu er að dreifa fatnaði, sæmdarsettum og neyðarpökkum til kvenna á flótta og veita þeim fjárhagsaðstoð.

Mættur á vígvöllinn fimm mánuðum eftir að hafa unnið Real Madrid
Aðeins fimm mánuðum eftir að hafa stýrt Sheriff Tiraspol til sigurs á Real Madrid í Meistaradeild Evrópu er Yuriy Vernydub mættur út á vígvöllinn til að hjálpa úkraínska hernum að verjast innrás Rússa í landið.

Var vallarstarfsmaður fyrir ári síðan en afgreiddi Real Madrid í vikunni
Ævintýrabragur er yfir óvæntustu stjörnu Meistaradeildarinnar í vikunni. Sebastien Thill tryggði sér fyrirsagnirnar út um allan heim eftir frábært sigurmark sitt á Santiago Bernabeu leikvanginum á þriðjudagskvöldið.

Forsetaskipti framundan í Moldóvu
Maia Sandu, hagfræðingur og fyrrverandi forsætisráðherra Moldóvu, verður næsti forseti landsins.

Sandu hlaut flest atkvæði en þörf á annarri umferð
Maia Sandu, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Moldóvu, hlaut flest atkvæði í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu í gær.

Spiluðu rangan þjóðsöng
Neyðarleg uppákoma átti sér stað á tennismóti í Sydney í Ástralíu í gær.

Sjáðu moldóvska stúlknakórinn flytja Lofsönginn
Moldóvar tóku öllu betur á móti Íslendingum en Tyrkir.

Engin er þjálfari Moldóva
Einu sinni var Engin í marki Tyrkja en nú er Engin að þjálfa landslið Moldóva.

Staðfestir fjármálaráðherrann fyrrverandi sem næsta forsætisráðherra
Þjóðþing Moldóvu staðfesti í dag fyrrverandi fjármálaráðherrann Ion Chicu sem næsta forsætisráðherra landsins.

Telja rússneska leynisveit reyna að valda óstöðugleika í Evrópu
Vestrænar leyniþjónustur hafa tengt fjórar aðgerðir við sömu rússnesku leyniþjónustusveitina, þar á meðal taugaeiturstilræðið á Englandi í fyrra.