Páfagarður

Fréttamynd

Mikil pressa á kaþólsku kirkjunni

Á annað hundrað valdamikilla biskupa mætir til fundar hjá páfa í dag um kynferðisofbeldis­krísu kaþólsku kirkjunnar. Fundurinn er sá fyrsti sinnar tegundar. Efasemdir um að vel takist til. Kardinálar kenna samkynhneigð um krísuna.

Erlent
Fréttamynd

Kakadúi í miðaldahandriti

Teikning af áströlskum kakadúa sem fannst á dögunum í handritasafni Vatíkansins er talin vera sú elsta í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Páfinn tekur portúgölsk börn í dýrlingatölu

Systkinin Fransisco og Jacinta Marto voru tekin í dýrlingatölu í dag í bænum Fatima í Portúgal. Hundrað ár eru nú síðan María mey er sögð hafa birst börnunum er þau gættu fjár í nágrenni bæjarins. Um fimmhundruð þúsund manns voru viðstaddir athöfnina.

Erlent
Fréttamynd

Sorglegt að heyra af voðaverkum í heiminum

Benedikt Páfi 16. lýsti yfir samstöðu sinni með fórnarlömbum árásanna í Noregi. Í ræðu sem páfinn hélt fyrir pílagríma á Ítalíu á sunnudaginn sagðist hann finna fyrir djúpri sorg vegna hryðjuverkaárásanna í Noregi.

Erlent
Fréttamynd

Páfa fagnaði í Þýskalandi

Tugþúsundir skælbrosandi ungmenna fögnuðu Benedikt páfa sextánda gríðarlega þegar hann kom til Þýskalands í morgun. Hann er þar til að taka þátt í kaþólskum æskulýðsdegi og messu á sunnudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Ratzinger vígður páfi

Benedikt sextándi er formlega tekinn við embætti páfa. Hátíðleg innsetningarathöfn var haldin í gær í Péturskirkjunni í Róm. Í ræðu sinni sagðist páfi ekki ætla að stjórna samkvæmt sínum eigin vilja, "heldur að hlusta, ásamt allri kirkjunni, á orð og vilja drottins".

Erlent
Fréttamynd

Ratzinger millibilspáfi

Andi Jóhannesar Páls páfa II mun svífa yfir vötnum í Vatíkaninu um hríð því að nýi páfinn, Benedikt XVI, er sagður eins konar millibilspáfi sem ætlað er að fylgja stefnu forvera sína eftir. Kjöri Josephs Ratzingers er víða fagnað en ekki alls staðar.

Erlent
Fréttamynd

Sameining allra kristinna manna

Fyrsta messa Josephs Ratzingers eftir að hann var kjörinn páfi fór fram í morgun. Þar talaði hann m.a. um að reyna að sameina alla kristna menn veraldar.

Erlent
Fréttamynd

Svartur reykur frá kapellu

Rétt fyrir klukkan tíu í morgun steig svartur reykur upp úr strompinum á Sixtínsku kapellunni í Róm til marks um að önnur atkvæðagreiðsla kardínálanna um nýjan páfa hefði ekki skilað tilskildum meirihluta. Búist er við þremur atkvæðagreiðslum til viðbótar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Ratzinger verður Benedikt XVI

Mikil fagnaðarlæti brutust út á Péturstorginu í Róm síðdegis þegar hvítur reykur steig upp úr reykháfi á Sixtínsku kapellunni. Skömmu síðast hringdu kirkjuklukkur inn nýjan páfa, Benedikt sextánda.

Erlent
Fréttamynd

Joseph Ratzinger kjörinn páfi

Þýski kardínálinn Joseph Ratzinger hefur verið kjörinn páfi og hefur hann tekið sér nafnið Benedikt XVI. Ratzinger hefur verið einn af áhrifamestu kardínálum Vatíkansins og var af mörgum talinn líklegasti eftirmaður Jóhannesar Páls páfa annars.

Erlent
Fréttamynd

Var yfirmaður rannsóknarréttar

Rottweiler guðs, íhaldssami og umdeildi, þýski kardínálinn Joseph Ratzinger kallast framvegis Benedikt páfi sextándi. Hann var áður yfirmaður nútímaútgáfu rannsóknarréttarins.

Erlent
Fréttamynd

Hvíta reyksins beðið

Kjörfundur hófst í Páfagarði í gær en kardinálunum tókst ekki að komast að samkomulagi um nýjan páfa í fyrstu umferð. Í predikun fyrir kjörfundinn lýsti Ratzinger kardináli afstæðishyggju sem einni helstu ógn nútímans.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta umferð páfakjörs í kvöld?

Kardínálarnir eitt hundrað og fimmtán, sem kjósa nýjan páfa, loka sig inni í Sixtínsku kapellunni laust fyrir klukkan þrjú í dag og hefja undirbúning að atkvæðagreiðslu. Hugsanlegt er að fyrsta umferð atkvæðagreiðslunnar fari svo fram strax í kvöld.

Erlent