

Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt.
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hringt bæði í Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas forseta Palestínu til þess að ræða stöðu mála á Gasa-svæðinu. Árásir Ísraelshers á svæðinu héldu áfram í dag, sjötta daginn í röð, og fórust átta börn í loftárás í flóttamannabúðum á svæðinu í nótt.
Þingmaður Samfylkingar vill að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir Ísraelsmanna á Gasasvæðinu undanfarna daga. Hún telur að stjórnvöld hræðist það að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og því hafi ríkisstjórnin ekki tekið skýrari afstöðu með Palestínu en raun ber vitni.
Árásir Ísraelshers í Palestínu héldu áfram í dag, sjötta daginn í röð. Bygging sem hýsti fjölmiðlafólk á Gaza varð fyrir sprengingu í morgun og átta börn fórust í loftárás Ísraela í flóttamannabúðum á svæðinu í nótt.
Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“.
Félagið Ísland Palestína krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna árása á Gasa. Félagið boðar til mótmælafundar á Austurvelli klukkan eitt og býst við fjölmenni.
126 manneskjur myrtar á fimm dögum, þar af 31 barn. Sjö manns munu hafa fallið Ísraels megin og þar af eitt barn. Og meðan þessar tölur eru settar á blað, þá hækka þær stöðugt.
Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum.
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn.
Minnst 119 eru látin á Gasasvæðinu eftir árásir Ísraela síðustu daga en ísraelski herinn bætti enn í árásir sínar í nótt.
Her Ísraels skaut 450 eldflaugum og sprengju, úr 160 flugvélum að 150 skotmörkum, á um 40 mínútum á norðurhluta Gasa-strandarinnar í nótt. Árásirnar beindust gegn jarðgöngum Hamas-samtakanna sem munu hafa verið grafin þar en minnst átta almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásunum, þar af fjögur börn.
Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga.
Fyrrum stjórnarmaður í félaginu Ísland-Palestína segir stöðuna á Gasa-svæðinu ekki koma fólki í opna skjöldu þar sem Ísrael ráðist yfirleitt til atlögu í hvert skipti sem Palestínumenn minni á sig. Ekki sé hægt að tala um átök milli herja, heldur mun frekar árás Ísraela á minnimáttar.
Enn standa yfir átök á Gasa-ströndinni og hafa árásir ísraelska hersins og Hamas gengið á víxl. Ísraelsher er nú í viðbragðsstöðu við landamæri Gasasvæðisins og undirbýr frekari aðgerðir.
Embættismenn Sameinuðu þjóðanna óttast að nýtt stríð muni brjótast út á Gasa-ströndinni. Rúmlega þúsund eldflaugum hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og her Ísraels hefur gert hundruð loftárása á Gasa, sem er eitt þéttbýlasta svæði heimsins, og hafa minnst tvo fjölbýlishús verið jöfnuð við jörðu.
Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði.
Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn.
Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn.
Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael.
Her Ísraels hefur haldið loftárásum sínum á Gasa áfram í morgun en eldflaugum hefur sömuleiðis áfram verið skotið þaðan. Embættismenn á Gasa segja minnst 24 Palestínumenn, þar af níu börn, hafa látist í árásum Ísraels og rúmlega hundrað hafa særst.
Ísraelsher hefur gert loftárásir á Gasa-svæðið, þar sem minnst 20 hafa látist. Börn eru á meðal látinna.
Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð.
Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 278 Palestínumenn hafa særst í átökum við ísraelska lögregluþjóna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í morgun. Þar af hafi minnst tugir þurft á sjúkrahús til aðhlynningar.
Ísraelskir lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og blossasprengjum að Palestínumönnum sem köstuðu steinum og flöskum í hörðum átökum við al-Aqsa-moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem í gærkvöldi. Að minnsta kosti 163 Palestínumenn eru sárir og sex ísraelskir lögreglumenn.
Yair Lapid, leiðtogi ísraelska miðjuflokksins Yesh Atid, hefur fengið umboð til að mynda ríkisstjórn. Forseti Ísraels veitti honum umboðið í dag eftir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tókst ekki að mynda ríkisstjórn fjórum vikum eftir þingkosningar í landinu.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mistókst að mynda ríkisstjórn og fer stjórnarmyndunarumboðið nú líklega til pólitískra andstæðinga hann eftir að frestur Netanjahús rann út á miðnætti í Ísrael.
Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn en hann hafði frest þar til á miðnætti í gærkvöldi. Þetta gæti þýtt að Likud-flokkur forsætisráðherrans verði í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í tólf ár.
Kennsl hafa verið borin á 32 þeirra sem létust í átroðningi á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í fyrrakvöld. Minnst 45 létust í slysinu og á annað hundrað særðust.
Minnst 44 eru látin eftir að fjöldi tróðst undir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í gærkvöldi. Á annað hundrað slasaðist.
Að minnsta kosti fjörutíu og fjórir eru látnir á fjölmennri trúarhátíð í norðausturhluta Ísraels. Tugir eru slasaðir að auki en fólkið tróðst undir í mannmergðinni. Um árlega samkomu er að ræða sem haldin er í hlíðum Meron fjalls.