
Líbanon

Mikill eldur á stærstu olíubirgðastöð Líbanons
Gríðarmikill eldur braust út í bensóltanki á olíubirgðastöðinni Zahrani í Líbanon í morgun.

Rafmagnslaust í Líbanon
Ekert rafmagn fæst í Líbanon eftir að tvö stærstu raforkuver landsins þurftu að hætta starfsemi tímabundið vegna eldsneytisskorts. Yfirvöld segja að rafmagnsleysið muni vara í nokkra daga.

Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð
Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju.

Rauði krossinn fagnar komu kvótaflóttafólks til landsins
Sex fjölskyldur komu til landsins frá Líbanon. Von er á þremur fjölskyldum þaðan til viðbótar.

Ný ríkisstjórn loks tekin við í Líbanon
Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020.

Minnst 28 eru látin eftir sprengingu í Líbanon
Minnst 28 hafa látist og 79 eru slasaðir eftir mikla sprengingu í eldsneytistanki í héraðinu Akkar í norðurhluta Líbanons.

Reiðir heimamenn handsömuðu meðlimi Hezbollah sem skutu eldflaugum að Ísrael
Reiðir þorpsbúar í Chouya í suðurhluta Líbanons stöðvuðu bílalest á vegum Hezbollah hryðjuverkasamtakanna sem virðist hafa verið notuð til að skjóta eldflaugum að Ísrael í morgun.

Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna
Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með.

Stórlaxinn fyrrverandi lýsir dramatískum flótta frá Japan
Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur nú stigið fram og lýst því í smáatriðum hvernig honum tókst að flýja undan yfirvöldum í Japan. Hann faldi sig meðal annars í hljóðfærakassa til að komast undan eftirliti á flugvelli þar sem einkaþota beið hans.

Menningarborgin Beirút lifnar við að nýju
Ísland styrkir menningarlíf í Beirút.

Vitorðsmenn í flótta Ghosn játa sig seka
Tveir Bandaríkjamenn játuðu sig seka um að hafa hjálpað Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra bílaframleiðandans Nissan, að flýja Japan árið 2019. Mennirnir, sem eru feðgar, voru framseldir frá Bandaríkjunum í vor og gætu átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi.

Sendifulltrúi Rauða krossins til starfa í Líbanon
Fulltrúi frá Íslandi heldur til Beirút til starfa fyrir Rauða krossinn.

Beirút: Mikið verk óunnið hálfu ári eftir sprenginguna
Um 45 prósent íbúa Beirút lifa undir fátæktarmörkum. Rauði krossinn leitar leiða til að bjóða upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Hálfu ári seinna er fátt um svör og rannsókn strand á skeri stjórnmála
Yfirvöld Frakklands gagnrýna ráðamenn í Líbanon harðlega vegna þess að enn hafi enginn verið dreginn til ábyrgðar hálfu ári eftir að höfnin í Beirút sprakk í loft upp. Rúmlega tvö hundruð manns dóu, rúmlega sex þúsund slösuðust og þúsundir heimila skemmdust.

Forsætisráðherra og fyrrverandi ráðherrar ákærðir vegna sprengingarinnar í Beirút
Dómari sem hefur rannsakað gífurlega stóra og mannskæða sprengingu sem varð í höfn Beirút í Líbanon í ágúst hefur ákært Hassan Diab, fráfarandi forsætisráðherra landsins, og þrjá fyrrverandi ráðherra. Þeir eru allir ákærðir fyrir vanrækslu og að hafa þannig valdið sprengingunni.

Fyrir hvellinn
Á bakvið harmleikinn sem átti sér stað í Beirút í ágúst leynist myrkur, gegnsýrandi harmleikur sem hófst árið 2013 og er útskýringin fyrir því hvernig 2.750 tonn af sprengifimu ammóníumnítrati komust í þessa örlagaríku vöruskemmu á hafnarsvæði borgarinnar.

Forsætisráðherra í þriðja sinn og heitir umbótum
Ráðamenn í Líbanon hafa skipað Saad Hariri aftur í embætti forsætisráðherra. Hann sagði af sér í byrjun þessa árs vegna umfangsmikilla mótmæla í landinu og ákalla eftir lýðræðisumbótum.

Armenar og Aserar ætla að ræða frið í Moskvu
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segist reiðubúinn til að hefja friðarviðræður Aserbaídsjan á nýjan leik.

Ísrael og Líbanon hefja viðræður um umdeilt hafsvæði
Yfirvöld í Ísrael og Líbanon hafa samþykkt að hefja viðræður sem ætlað er að binda enda á deilur um lögsögu ríkjanna.

Ríkisstjórnarmyndun í Líbanon farin út um þúfur
Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa.

Fjörutíu milljóna króna framlag vegna neyðarinnar í Lesbos og Líbanon
Íslensk stjórnvöld veita tuttugu milljónum króna til neyðaraðstoðar vegna eldsvoða í búðum hælisleitenda á grísku eynni Lesbos. Tuttugu milljónum króna verður einnig varið til mannúðarstarfs í Líbanon vegna sprenginganna í Beirút.

Annar stór eldsvoði blossar upp á höfninni í Beirút
Eldur logar nú í olíu- og dekkjageymslu á hafnarsvæðinu í Beirút, aðeins mánuði eftir að gríðarlega öflug sprenging þar olli mannskaða og eignartjóni. Engar fréttir hafa borist af mannskaða nú en eldurinn er sagður hafa slegið borgarbúa óhug.

Konur í Beirút berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi
Konur og stúlkur í Líbanon berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Beirút , COVID-19 og djúpstæð efnahagskreppa veikja stöðu kvenna og stúlkna.

UNICEF kallar eftir stuðningi við neyðaraðgerðir í Beirút
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) kallar eftir auknum stuðningi við neyðaraðgerðir í Beirút svo öll þau börn sem ættu að hefja nýtt skólaár njóti réttinda sinna til menntunar.

Sala hafin á Fokk Ofbeldi bol með mynd frá Önnu Maggý og ljóði GDRN
UN Women á Íslandi hefja í dag sölu á glænýjum Fokk ofbeldi bol. Allur ágóði rennur til verkefna UN Women til upprætingar á ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líbanon. UN Women á Íslandi fengu GDRN til leggja átakinu lið en FO langerma bolurinn skartar ljóði GDRN sem er táknrænt fyrir baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi á bakhlið bolarins.

Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti.

Líklegt að sendiherra verði næsti forsætisráðherra Líbanon
Mustapha Adib, sendiherra Líbanon í Þýskalandi, er reiðbúinn til þess að taka við forsætisráðherrastólnum í Líbanon.

Vonar að faraldrinum verði lokið innan tveggja ára
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), segist vona að kórónuveirufaraldrinum verði lokið innan tveggja ára.

Einn fundinn sekur um morðið á Hariri
Sérstakur dómstóll, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, hefur sakfellt einn af þeim fjórum sem ákærðir voru fyrir aðild að morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í Beirút árið 2005.

Engar sannanir fyrir aðkomu Sýrlands að dauða Hariri
Engar sannanir eru fyrir því að forsvarsmenn Sýrlands eða Hezbollah-samtakanna hafi látið myrða Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, þó þessir aðilar hafi talið sig hagnast á dauða hans.