Kennaraverkfall

Fréttamynd

Ríkið greiði kostnað við lagasetningu

"Því miður sýnist mér allt benda til þess að ríkisstjórnin ætli að enda málið með því að setja lög á deilu kennara og sveitarfélaganna. Það þykir mér sorgleg niðurstaða af því að lög leysa ekki vandann til frambúðar," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Allt stefnir í lagasetningu

Allt stefnir í að lög verði sett á verkfall grunnskólakennara. Forsætisráðherra sagðist ekki koma auga á aðra lausn á deilunni eftir fund með samningsaðilum í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Neyðarfundur í kennaradeilunni

Forsætisráðherra tilkynnti fyrir stundu að hann útiloki ekki að lög verði sett á verkfall grunnskólakennara. Hann hefur boðað til neyðarfundar á morgun með deilendum eftir að viðræður strönduðu algerlega um hádegisbil í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Þráðurinn tekinn upp að nýju

Samningamenn kennara og sveitarfélaga koma saman klukkan tíu til fyrsta fundar hjá Ríkissáttasemjara eftir að kennarar felldu sáttatillögu hans í atkvæðagreiðslu. Mikið ber enn í milli krafna kennara og þess sem sveitarfélögin eru tilbúin til að bjóða.

Innlent
Fréttamynd

Lagasetning ekki til umræðu

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að lagasetning hafi ekki verið til umræðu þegar kennaradeilan var rædd á ríkisstjórnarfundi í gær. Halldór benti á að það væri fundur hjá sáttasemjara í dag: "Við verðum að bíða og sjá hvað gerist þar og hvort deiluaðilar sjá ekki flöt á því að leysa þessa deilu."

Innlent
Fréttamynd

Virðing Íslands að veði

Hætta er á að ríkisstjórnin fái ávítur frá Alþjóðavinnumálastofnuninni setji hún lög sem kveða ekki á um betri rétt en felld miðlunartillaga, segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttalögmaður. Stjórnvöld voru síðast ávítt af stofnuninni í júní vegna lagasetningar á verkfall sjómanna árið 2001.

Innlent
Fréttamynd

Verða að kyngja tilboðinu

Samningafundur hófst í kennaradeilunni klukkan tíu í morgun. Grunnskólakennarar lögðu fram tilboð í fyrradag sem felur í sér tuttugu og fimm prósenta launahækkun og segja að sveitarfélögin verði að kyngja því ef þau vilja fá kennara aftur í skólana.

Innlent
Fréttamynd

Deilan í mjög erfiðum hnút

Það er ekki tilefni til að halda samningafund í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga fyrr en eftir hálfan mánuð að mati Ásmundar Stefánssonar, ríkissáttasemjara. Hann segir samninganefndirnar hafa verið sammála um þetta á fundi í gær. Hann segist ekki hafa séð tilefni til að ganga í berhögg við þessa afstöðu þar sem bilið á milli kröfu kennara og tilboðs sveitarfélaganna sé svo breitt.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar vilja gerðardóm

Kennarar vilja vísa launadeilunni til kjaranefndar eða í gerðardóm. Ekkert verður fundað í kennaradeilunni næstu tvær vikur. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari hefur ekki svarað skilaboðum frá því að þessar fregnir bárust skömmu eftir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast hærri launa en læknar

Unglæknar benda á kennarar séu að krefjast hærri byrjunarlauna eftir þriggja ára háskólanám, en læknar hafa eftir sex ára háskólanám.

Innlent
Fréttamynd

Lagasetning ekki útilokuð

Það er ekki útilokað að ríkisstjórnin grípi til lagasetningar til að leysa kjaradeilu kennara. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í gær. Hann hefur boðað kennara og fulltrúa sveitarfélaga á fund í dag til að ræða hvernig leysa megi deiluna.

Innlent
Fréttamynd

Útilokar ekki lög

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekki útiloka að lög verði sett á verkfall kennara. Það verði hins vegar að skoða alla fleti málsins gaumgæfilega. Stjórnarflokkarnir hafa kallað fulltrúa deiluaðila á sinn fund á morgun. Þetta kom fram á blaðamannafundinum sem forsætisráðherra boðaði til í Stjórnarráðinu á sjötta tímanum.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar í önnur störf í verkfalli

Þrír kennarar hafa unnið í versluninni Grundarvali í Grundarfirði á meðan þeir hafa verið í verkfalli. Einn kennaranna segir að menn verði að bjarga sér við þessar aðstæður. Hann hafi borið þetta undir Kennarasamband Íslands sem hafi komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki verkfallsbrot.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarskrárbundinn réttur barna verði virtur

Foreldraráð grunnskóla í Vesturbæ Reykjavíkur krefjast þess að stjórnarskrárbundinn réttur barna til menntunar verði virtur. Í ályktun sem ráðin samþykktu einróma á fundi í köld er áhyggjum lýst vegna hugmynda sem fela í sér skerðingu á svigrúmi skólastjóra til að stýra skólastarfi.

Innlent
Fréttamynd

Viðræðum slitið

Fundinum í kennaradeilunni sem hófst í morgun klukkan tíu hefur verið slitið og segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, að það hafi orðið að samkomulagi að ekki verði fundað næsta hálfa mánuðinn.

Innlent
Fréttamynd

Grátlega erfiður hnútur

Launanefnd sveitarfélaganna telur tilboð kennara ekki samningsgrundvöll. Þar hafi verið stigin skref í átt frá sáttum. Þau vilja sá samninga kennara einfaldaða og hverfa frá miðlunartillögu ríkissáttasemjara.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin grípi inn í verkfall

Umboðsmaður barna beinir þeirri eindregnu áskorun til ríkisstjórnarinnar að beita sér nú þegar fyrir lausn á kjaradeilu kennara og sveitarfélaga, í samráði við deiluaðila til þess að endi verði bundinn á það ófremdarástand er ríkir, sem allra fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnin grípur ekki inn í

Svo virðist sem ríkisstjórnin muni ekki grípa inn í kennaradeiluna í bráð. Verkfallið var rætt á fundi hennar í morgun, en lagasetningu bar ekki á góma. Að mati forsætisráðherra er sú umræða ekki tímabær. Sjöunda vika kennaraverkfalls hófst í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan elur á falsvonum

Stjórnarandstaðan hvetur ríkið til að treysta tekjustofna sveitarfélaga svo að unnt sé að ná samningum við kennara. Menntamálaráðherra fullyrðir að slíkt myndi ógna stöðugleikanum og sakar stjórnarandstöðuna um að ala á falsvonum.

Innlent
Fréttamynd

Lausnin vandfundin á Alþingi?

Lausn á kennaradeilunni virðist ekki vera að finna á Alþingi ef marka má þær umræður sem þar fóru fram utandagskrár á öðrum tímanum. Pétur Bjarnason Frjálslynda flokknum var málshefjandi og sagði hann ríkisstjórnina ekki geta setið aðgerðalausa hjá lengur á meðan börn þessa lands fá ekki notið menntunar vegna verkfalls kennara.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin ræddi verkfallið

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegi að kennaraverkfallið hafi verið rætt á fundinum, en ekki lagasetning. Hann sagði að málið væri alvarlegt en eðlilegt væri að gefa samningamönnum einhvern tíma til að reyna að ná sáttum.

Innlent
Fréttamynd

Launanefndin segist óbundin af miðlunartillögu sáttasemjara

Launanefnd sveitarfélaga telur sig óbundna af miðlunartillögu ríkissáttasemjara eftir að kennarar felldu hana í allsherjaratkvæðagreiðslu. Í yfirlýsingu launanefndarinnar segir að nefndin sé tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem feli í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna.

Innlent
Fréttamynd

Atkvæðagreiðslu lýkur klukkan eitt

Það ræðst síðdegis í dag hvort miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kennaradeilunni verður samþykkt eða felld og þá hvort verkfall kennara í grunnskólum hefst á ný í fyrramálið eða verður aflýst. Frestur til að skila inn atkvæðum rennur út klukkan eitt og talning atkvæða um tillöguna hefst þá strax hjá ríkissáttasemjara.

Innlent
Fréttamynd

Óhjákvæmilegt að grípa inn í

Niðurstaða kosninganna eru afar slæm tíðindi að mati Gunnars I. Birgissonar, formanns menntamálanefndar Alþingis. Hann telur óhjákvæmilegt að ríkisvaldið grípi inn í með lagasetningu, nái deilendur ekki sáttum næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Verkfall brestur á að nýju

Kennarar kolfelldu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í deilunni við sveitarfélögin. 93% þeirra voru á móti tillögunni. Launanefnd sveitarfélaga ætlar að biðja kennara um að aflýsa verkfalli en formaður Kennarasambandsins segir að það verði ekki gert nema nýtt útspil komi frá launanefndinni í kvöld. Allt bendir til þess að verkfall kennara bresti á að nýju á morgun.

Innlent
Fréttamynd

92,98% á móti tillögunni

92,98% kennara greiddu atkvæði gegn miðlunartillögu Ríkissáttasemjara í kennaradeilunni. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan eitt og hefur talning staðið yfir síðdegis. Launanefnd sveitarfélaga samþykkti aftur á móti tillöguna. 

Innlent
Fréttamynd

Verkfall kennara aftur hafið

Forysta kennara lagði heildstætt tilboð fyrir launanefnd sveitarfélaganna eftir að hafa hafnað hugmyndum þeirra til að fresta verkfalli kennara. Launanefndin hafnaði tilboðinu.

Innlent
Fréttamynd

Örlög miðlunartillögunnar ráðast

Það ræðst síðdegis í dag hvort miðlunartillaga Ríkissáttasemjara í kennaradeilunni verður samþykkt eða felld og þá hvort verkfall kennara í grunnskólum hefst á ný í fyrramálið eða verður aflýst. Talning atkvæða um tillöguna hefst hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Telur skólastjóra hafa samþykkt

Ætla má að skólastjórnendur grunnskólanna hafi átt stóran hluta þeirra atkvæða sem greidd voru með miðlunartillögu ríkissáttasemjara, segir Sigfús Grétarsson, formaður samninganefndar Skólastjórafélags Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar aftur í verkfall

Launanefnd sveitarfélaga hafnaði fyrir stundu tillögu sem samninganefnd kennara lagði fram í kjölfar þess að miðlunartillaga sáttasemjara var kolfelld. "Hugmynd launanefndar sveitarélaga um nýja nálgun og frestun verkfalls var hafnað. Í stað þess lögðu fulltrúar KÍ fram tilboð sem þeir meta sjálfir á rúm 36% í kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin," sagði Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaga.

Innlent