
Bensín og olía

Erfið staða á meðan beðið er eftir SKE
Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að vinnan með Samkeppniseftirlitinu vegna sameiningar við Olís hafi tekið fimmtán mánuði. Hagar vinna að skipulagi á reit í Breiðholti með allt að 400 íbúðum. Önnur hver flík er keypt erlendis.

Olíusjóður Norðmanna losar sig við hlutabréf í olíuiðnaði
Ríkisstjórn Noregs hefur lagt til að olíusjóður ríkisins, sem er sá stærsti í heiminum, selji verulegan hluta hlutabréfa sjóðsins í fyrirtækjum innan hins hefðbundna orkugeira.

Framlegð Skeljungs batnaði verulega í fyrra
Skeljungur tapaði einni milljón króna á fjórða fjórðungi síðasta árs borið saman við 29 milljóna króna tap á sama fjórðungi árið 2017, eftir því sem fram kemur í fjórðungsuppgjöri olíufélagsins sem birt var síðdegis í gær.

Sala á dísilbílum féll mikið í Evrópu
Dísilbílasala minnkaði um nær fimmtung í fyrra, en sala bensínbíla og umhverfisvænna bíla stórjókst.

Þrýsta á Maduro með aðgerðum gegn ríkisolíufyrirtækinu
Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni halda eftir ágóðanum af sölu á olíu frá venesúelska ríkisolíufyrirtækinu PDSVA til Bandaríkjanna.


Verðhrun á olíu lengi að skila sér til neytenda
Olíuverð hefur hrunið að undanförnu og stendur tunnan af Brent-hráolíu núna í 55 dollurum. Verðið hefur lækkað um 35 prósent frá því í byrjun október þegar tunnan kostaði 85 dollara. Að sögn séfræðings hjá Íslandsbanka tekur dálítinn tíma fyrir lækkunina að skila sér í lægra bensínverði hjá neytendum.

Verð á olíu hrunið frá í október
Sérfræðingur segir að batnandi birgðastaða á olíu hafi skapað þrýsting á olíuverð. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur fallið um 35 prósent frá því í byrjun október.

Fyrsta stöðin til að bjóða upp á fjórar tegundir aflgjafa
Olíuverzlun Íslands tók í notkun nýja hraðhleðslustöð í Álfheimum fyrir rafmagnsbíla í dag og verður þjónustustöðin fyrsta fjölorkustöð landsins sem býður upp á fjórar tegundir aflgjafa.

Samkaup hafa kært kaup Haga á Olís til áfrýjunarnefndar
Krefst matvörukeðjan aðallega að ákvörðunin verði felld úr gildi og kaupin ógilt en til vara að áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákveði að binda kaupin frekari skilyrðum og takmörkunum, einkum er varða möguleika sameinaðs félags til þess að vaxa á sviði dagvörumarkaðar.

Olíuframleiðendur reyna að fá Rússa með sér í lið
OPEC-ríkin og önnur ríki sem framleiða mikið af olíu vinna nú að því að ná samkomulagi um að draga úr framleiðslu olíu á heimsvísu.

Katar segir sig úr samtökum olíuframleiðsluríkja
Stjórnvöld í Katar tilkynntu í gær um að þau hygðust segja sig úr OPEC, samtökum olíuframleiðsluríkja, í janúar næstkomandi.

Atlantsolía kaupir fimm stöðvar af Olís
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Atlantsolíu á fimm eldsneytisstöðvum af Olís á höfuðborgarsvæðinu.

Samruni Haga og Olís samþykktur
Kaupsamningur var gerður í fyrra en Samkeppniseftirlitið setti skilyrði um að Hagar og Olís þyrftu að selja ákveðnar eignir áður en það legði blessun sína yfir samrunann.

Olíuverð hækkar á ný
Olíuverð hefur hækkað í dag og er nú komið aftur yfir 70 dali á tunnuna.

Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið á nokkrum vikum, en engin merki sjást enn um það hér á landi. FÍB telur hinsvegar að þetta veiti olíufélögunum hér heima ótvírætt svigrúm til verðlækkana.

Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga
Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar.

Bann við olíuvinnslu miðist við ísrönd en ekki heimskautsbaug
Evrópuþingið í Strassborg hafnaði í gær að styðja bann gegn allri olíuvinnslu norðan heimskautsbaugs, en slík samþykkt hefði getað snert áform Íslendinga á Drekasvæðinu.

Stefna norska ríkinu til að stöðva olíuleit
Greenpeace hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og telur að nýjustu útboð í Barentshafi brjóti gegn Parísarsáttmálanum og norsku stjórnarskránni.

Endalaus olía
Spádómar um olíuþurrð innan fárra áratuga voru lengi vel taldir boða ótíðindi fyrir mannkyn. Þau sjónarmið hafa þó nokkuð breyst í seinni tíð vegna hættunnar af loftslagsbreytingum vegna bruna á jarðefnaeldsneyti.

Rannsóknarleiðangri á Drekasvæðið lokið
Olíurannsóknarskipið Harrier Explorer er nú á leið til Stavanger eftir tveggja vikna leiðangur á Jan Mayen-hryggnum.

Hætta olíuleit við Færeyjar
Olíuleit hefur verið hætt við Færeyjar, að minnsta kosti í bili, eftir að síðasta olíufélagið skilaði inn leitarleyfi sínu.

Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu
Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca.

Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor
Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun.

Tugum nýrra sérleyfa úthlutað til olíuleitar í lögsögu Noregs
Norsk stjórnvöld úthlutuðu í vikunni 56 nýjum sérleyfum til olíuleitar í einu stærsta útboði sem um getur í olíusögu landsins.

Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs
Yfir helmingur nýrra olíusvæða, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, stendur ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð.

Sigmundur Davíð segir engan hafa misskilið orð sín um SDG í New York
Menn heima á Íslandi hafi séð sér leik á borði og snúið út úr orðum forsætisráðherra.

Olíuleit á Drekasvæðinu og markmið okkar í loftslagsmálum
Mannkynið stendur nú frammi fyrir mikilli ögrun. Notkun okkar á jarðefnaeldsneyti, landnýting og fleiri þættir, sem tengjast hinu mannlega umhverfi, eru að valda mikilli röskun á kolefnisjafnvægi lofthjúpsins, sem aftur getur haft mikil og víðtæk áhrif á

Hafa tífaldað notkun notaðra bílavarahluta
Umbreyting bílapartasölu yfir í umhverfisvæna endurvinnslu varð til þess að endurnýtingarhlutfall bílavarahluta tífaldaðist hérlendis á skömmum tíma.

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar gagnrýna stefnubreytingu Samfylkingarinnar
Forsætisráðherra telur að erfitt gæti orðið að vinna með flokki sem sé á vinstra kanti Vinstri grænna.