Grindavík

Fréttamynd

Flestir treysta sér til þess að spila í Grinda­vík

Lið í Lengjudeild karla í fótbolta treysta Almannavörnum fyrir öryggi til fótboltaiðkunar í Grindavík en fyrsti leikur liðsins í bænum fer fram á morgun. Vísir stóð að könnun á meðal liðanna í Lengjudeild karla þar sem athugun var gerð á viðhorfi til þess að spila í Grindavík.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Völlurinn í Grinda­vík metinn öruggur

Grindavíkurvöllur hefur verið metinn öruggur til æfinga og keppni og því virðist ekkert því til fyrirstöðu að Grindvíkingar taki þar á móti Fjölni úr Grafarvogi á laugardaginn, í fyrsta heimaleik sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fólkið sem gleymdist í Grinda­vík

Það var mikið fagnaðarefni þegar stjórnvöld stofnuðu Fasteignafélagið Þórkötlu til að kaupa fasteignir í Grindavík í kjölfar náttúruhamfaranna. Margir fundu þá von um að geta hafið nýtt líf, án þess að sitja uppi með verðlausar eignir og vanmátt.

Skoðun
Fréttamynd

„Stoltur af leik­mönnum og stuðnings­mönnum“

Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. 

Körfubolti
Fréttamynd

Segir lík­lega langt í næsta gos við Sund­hnúka

Umtalsvert hefur dregið úr hraða landriss undir Svartsengi eftir að það fór kröftuglega af stað í kjölfar síðasta eldgoss. Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni segir að þróunin hafi verið að tíminn milli gosa hafi verið að lengjast, og það sé möguleiki á að það verði ekki fleiri gos á árinu.

Innlent
Fréttamynd

„Þeir liggja hérna eins og hrá­viði út um allt“

Hátt í níutíu íslenskir piltar, þar af sjötíu undir lögaldri, eru fastir ásamt fylgdarliði á flugvellinum í Barselóna þessa stundina. Í hópnum eru allt niður í fjórtán ára börn og einhver enn þá yngri systkini. Drengirnir sem eru annars vegar Skagamenn og hins vegar Grindvíkingar voru í keppnisferð í fótbolta, að taka þátt í Daurada Cup í Salou. Pappírar sem gera fararstjórum kleift að ferðast með strákana renna út í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Fólk sýni var­kárni á Brúnni milli heims­álfa og á Vala­hnúk

Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið hvatt fólk til að sýna sérstaka varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi vegna jarðhræringa síðustu missera. Nýjar sprungur hafa myndast í Valahnúk við Reykjanestá og þá hefur jörð sigið og holur myndast í nágrenni Brúarinnar milli heimsálfa.

Innlent
Fréttamynd

Líf ó­lík­lega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst

Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg.

Innlent
Fréttamynd

Land­ris hafið á ný

GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær.

Innlent
Fréttamynd

Stuttu eld­gosi lokið

Í uppfærslu á skýrslu sem jarðvísindamenn Veðurstofunnar hafa skrifað segir að stuttu eldgosi sé nú lokið, en sjálftavirkni mælist áfram. Landsig mælist ekki lengur í Svartsengi.

Innlent
Fréttamynd

Stöðug og jöfn jarð­skjálfta­virkni

Engin virkni hefur sést á gossprungunni sem opnaðist norðan við Grindavík 1. apríl en jarðskjálftavirkni hefur haldist stöðug í nótt. Frá miðnætti hafa mælst um 600 skjálftar og dreifast þeir nokkuð jafnt eftir ganginum.

Innlent