Grindavík Drónamyndir af því þegar sprungan í grennd við Grindavík opnaðist Bandaríski jarðfræðingurinn Shawn Willsey var að lýsa gosinu við Grindavík í beinni útsendingu þegar hann kom auga á þegar jörð rofnaði nálægt bænum síðastliðinn sunnudag. Innlent 18.1.2024 15:44 Ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en klukkutíma í senn Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, útgerðarfélags í Grindavík, segir ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en eina klukkustund í senn. Hann segir starfsmenn sína merkilega bratta miðað við aðstæður. Viðskipti innlent 18.1.2024 14:04 Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og er hætta áfram metin mjög mikil innan Grindavíkur. Innlent 18.1.2024 13:47 Óvíst hvenær hægt verður að opna Bláa lónið á ný Óvíst er hvenær hægt verður að opna Bláa lónið á ný. Forsvarsmenn þess bíða eftir nýju hættumati til að hægt verði að taka ákvörðun um framhaldið. Nýja hættumatið verður birt á morgun. Þá hefur vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík verið frestað í dag af öryggisástæðum en mikið hefur snjóað á svæðinu. Innlent 18.1.2024 13:24 Snjómokstur og ekkert annað í Grindavík Vinna liggur að mestu leyti niðri í Grindavík í augnablikinu. Þó er unnið að því að hreinsa götur bæjarins af snjó, enda töluverður snjór í bænum. Innlent 18.1.2024 10:01 „Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komnir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir íslenskt samfélag skulda Grindvíkingum það að rétta fram hjálparhönd og kaupi eignir þeirra. Grindvíkingar verði að fá stjórn á eigin lífi og svigrúm til að fóta sig. Það sé ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. Innlent 18.1.2024 09:57 Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. Viðskipti innlent 18.1.2024 08:26 Gera hlé á vinnu við varnargarða Vinna við varnargarðana á Reykjanesi hefur verið stöðvuð tímabundið á meðan staðan er endurmetin. Innlent 18.1.2024 07:25 „Erfiðasta svæðið í framtíðinni verður Hafnarfjörður“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði, segir ljóst að ekki sé búandi í Grindavík eins og staðan sé núna. Hann segir mikið þurfa að gera svo fólk geti flutt heim. Innlent 17.1.2024 23:00 Sameiginlegir sjóðir til þess að nýta í slíkum aðstæðum Fjármála-og efnahagsráðherra segir stöðuna í Grindavík kalla á stærri ákvarðanir. Sameiginlegir sjóðir séu til þess að nýta í slíkum aðstæðum en hún segir að um sé að ræða flókið verkefni. Staðan kalli klárlega á sérlög. Innlent 17.1.2024 20:32 Sigmundur Davíð vill að byggð verði ný Grindavík Breið samstaða er að myndast um að stjórnvöld leysi þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi tóku undir þetta í Pallborðinu í dag. Formaður Miðflokksins vill að reist verði ný Grindavík. Innlent 17.1.2024 20:01 NTÍ geti ekki keypt upp eignir í Grindavík Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir stofnunina ekki geta keypt upp eignir Grindvíkinga. Núverandi regluverk grípi einungis hluta Grindvíkinga vegna þess tjóns sem náttúruhamfarir á Reykjanesskaga hafa valdið. Hún treystir stjórnvöldum til að bæta regluverkið. Innlent 17.1.2024 18:13 Ljónið í veginum ríkisstjórnin sjálf Þó að samstaða ríki meðal allra flokka á þingi um að greiða götu Grindvíkinga er ríkisstjórnin birtingarmynd pólitísks óstöðugleika í öllum öðrum málum, segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Innlent 17.1.2024 17:23 Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. Innlent 17.1.2024 15:16 Bjartari framtíð fyrir Grindvíkinga Hugur minn er hjá Grindvíkingum ganga nú í gegnum miklar hörmungar eftir að missa heimili sín og vera í fullkominni óvissu um framhaldið. Auðvitað á ríkissjóður að styðja að fullu við bakið á því fólki sem hefur þurft að yfirgefa sína heimabyggð. Skoðun 17.1.2024 15:01 Áfram líkur á að gossprungur opnist án fyrirvara Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi en of snemmt er að segja til um hraða landrissins svo snemma eftir eldgos. Samkvæmt reiknilíkönum liggur kvika grunnt í suðurenda kvikugangsins, þar virðist landið vera mikið sprungið og kvikan eigi því auðvelt með að komast upp á yfirborðið. Áfram eru því líkur á að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara. Innlent 17.1.2024 14:53 Stjórnvöld hafi dregið lappirnar Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að stjórnvöld hefðu átt að vera fyrr tilbúin með að sú sviðsmynd kæmi fram að ekki væri hægt að búa í Grindavík næstu mánuði eða jafnvel ár. Það þurfi að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir enn meira tjón hjá Grindvíkingum. Innlent 17.1.2024 14:03 Framlengja frystingu lána Grindvíkinga Arion banki hefur ákveðið að bjóða Grindvíkingum að frysta íbúðalán sín hjá bankanum í þrjá mánuði til viðbótar og fella niður vexti og verðbætur lánanna til aprílloka. Viðskipti innlent 17.1.2024 13:44 Pallborðið: Hvað er stjórnarandstaðan að hugsa? Viðvarandi verðbólga og vaxtahækkanir, húsnæðiskreppa, stöðugar jarðhræringar, óvinsæl ríkisstjórn, forsetakosningar framundan og hvað er stjórnarandstaðan að hugsa? Heimir Már Pétursson fær leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Innlent 17.1.2024 12:34 Heildarfasteignamat í Grindavík um 107 milljarðar Hávær krafa er um að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna. Innlent 17.1.2024 11:51 Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. Innlent 17.1.2024 11:50 Fyrsta stig verðmætabjörgunar í gangi og næstu til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir aðgerðum til að tryggja hita á húsum í Grindavíkurbæ sem stórri verðmætabjörgun. Áfram verður unnið að því í dag auk þess sem sérfræðingahópur á vegum almannavarna er að kortleggja sprungur og hættur í bænum. Innlent 17.1.2024 11:14 Færeyingar safna fyrir Grindvíkinga Rauði krossinn í Færeyjum hefur hafið söfnun fyrir þá sem hafa orðið fyrir áhrifum af eldgosinu í Grindavík. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi segir þau hafa haft samband og viljað aðstoða. Söfnun íslenska Rauða krossins gengur mjög vel. Innlent 17.1.2024 10:26 Byggð verið skipulögð án þess að huga að náttúruvá Eldfjallafræðingur segir ekki hafa verið hugað nógu vel að náttúruvá þegar byggð og innviðir hafi verið byggð upp á undanförnum áratugum. Huga þurfi að vörnum áður en til neyðarástands komi. Innlent 17.1.2024 09:59 Telur ríkið eiga að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkið eigi að kaupa Grindvíkinga út og tekur þannig undir hugmyndir Vilhjálms Árnasonar, þingmanns sama flokks og íbúa í Grindavík. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Innlent 17.1.2024 09:03 Vill að ríkið kaupi Grindvíkinga út: Fólk „vill bara komast í burtu“ Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir það upplifun flestra sem hann hefur talað við frá Grindavík að fáum spurningum hafi verið svarað á íbúafundinum í gær. Hann upplifði gremju gagnvart ríkisstjórninni og að fólk upplifði að lítið hefði gerst síðustu tvo mánuði. Innlent 17.1.2024 08:45 Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og kvika safnast enn upp. Tæplega sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Staðan er þó meira og minna óbreytt. Innlent 17.1.2024 07:47 Alma leigufélag segir málið á misskilningi byggt Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir félagið gera allt sitt til að koma til móts við Grindvíkinga. Mál íbúa sem fékk þau svör að hún gæti ekki losnað undan leigusamningi með litlum fyrirvara hafi verið á misskilningi byggt. Innlent 16.1.2024 21:27 Svona var íbúafundur Grindvíkinga í kvöld Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll fór fram í dag. Margar spurningar brunnu á Grindvíkingum, og sneru margar að skorti á langtímaáætlunum þeim til stuðnings, nú þegar ljóst virðist orðið að hættan á eldsumbrotum inni í bænum er ekki á förum. Innlent 16.1.2024 20:39 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. Innlent 16.1.2024 19:42 « ‹ 22 23 24 25 26 27 28 29 30 … 74 ›
Drónamyndir af því þegar sprungan í grennd við Grindavík opnaðist Bandaríski jarðfræðingurinn Shawn Willsey var að lýsa gosinu við Grindavík í beinni útsendingu þegar hann kom auga á þegar jörð rofnaði nálægt bænum síðastliðinn sunnudag. Innlent 18.1.2024 15:44
Ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en klukkutíma í senn Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, útgerðarfélags í Grindavík, segir ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en eina klukkustund í senn. Hann segir starfsmenn sína merkilega bratta miðað við aðstæður. Viðskipti innlent 18.1.2024 14:04
Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og er hætta áfram metin mjög mikil innan Grindavíkur. Innlent 18.1.2024 13:47
Óvíst hvenær hægt verður að opna Bláa lónið á ný Óvíst er hvenær hægt verður að opna Bláa lónið á ný. Forsvarsmenn þess bíða eftir nýju hættumati til að hægt verði að taka ákvörðun um framhaldið. Nýja hættumatið verður birt á morgun. Þá hefur vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík verið frestað í dag af öryggisástæðum en mikið hefur snjóað á svæðinu. Innlent 18.1.2024 13:24
Snjómokstur og ekkert annað í Grindavík Vinna liggur að mestu leyti niðri í Grindavík í augnablikinu. Þó er unnið að því að hreinsa götur bæjarins af snjó, enda töluverður snjór í bænum. Innlent 18.1.2024 10:01
„Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komnir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir íslenskt samfélag skulda Grindvíkingum það að rétta fram hjálparhönd og kaupi eignir þeirra. Grindvíkingar verði að fá stjórn á eigin lífi og svigrúm til að fóta sig. Það sé ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. Innlent 18.1.2024 09:57
Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. Viðskipti innlent 18.1.2024 08:26
Gera hlé á vinnu við varnargarða Vinna við varnargarðana á Reykjanesi hefur verið stöðvuð tímabundið á meðan staðan er endurmetin. Innlent 18.1.2024 07:25
„Erfiðasta svæðið í framtíðinni verður Hafnarfjörður“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði, segir ljóst að ekki sé búandi í Grindavík eins og staðan sé núna. Hann segir mikið þurfa að gera svo fólk geti flutt heim. Innlent 17.1.2024 23:00
Sameiginlegir sjóðir til þess að nýta í slíkum aðstæðum Fjármála-og efnahagsráðherra segir stöðuna í Grindavík kalla á stærri ákvarðanir. Sameiginlegir sjóðir séu til þess að nýta í slíkum aðstæðum en hún segir að um sé að ræða flókið verkefni. Staðan kalli klárlega á sérlög. Innlent 17.1.2024 20:32
Sigmundur Davíð vill að byggð verði ný Grindavík Breið samstaða er að myndast um að stjórnvöld leysi þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi tóku undir þetta í Pallborðinu í dag. Formaður Miðflokksins vill að reist verði ný Grindavík. Innlent 17.1.2024 20:01
NTÍ geti ekki keypt upp eignir í Grindavík Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir stofnunina ekki geta keypt upp eignir Grindvíkinga. Núverandi regluverk grípi einungis hluta Grindvíkinga vegna þess tjóns sem náttúruhamfarir á Reykjanesskaga hafa valdið. Hún treystir stjórnvöldum til að bæta regluverkið. Innlent 17.1.2024 18:13
Ljónið í veginum ríkisstjórnin sjálf Þó að samstaða ríki meðal allra flokka á þingi um að greiða götu Grindvíkinga er ríkisstjórnin birtingarmynd pólitísks óstöðugleika í öllum öðrum málum, segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Innlent 17.1.2024 17:23
Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. Innlent 17.1.2024 15:16
Bjartari framtíð fyrir Grindvíkinga Hugur minn er hjá Grindvíkingum ganga nú í gegnum miklar hörmungar eftir að missa heimili sín og vera í fullkominni óvissu um framhaldið. Auðvitað á ríkissjóður að styðja að fullu við bakið á því fólki sem hefur þurft að yfirgefa sína heimabyggð. Skoðun 17.1.2024 15:01
Áfram líkur á að gossprungur opnist án fyrirvara Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi en of snemmt er að segja til um hraða landrissins svo snemma eftir eldgos. Samkvæmt reiknilíkönum liggur kvika grunnt í suðurenda kvikugangsins, þar virðist landið vera mikið sprungið og kvikan eigi því auðvelt með að komast upp á yfirborðið. Áfram eru því líkur á að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara. Innlent 17.1.2024 14:53
Stjórnvöld hafi dregið lappirnar Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að stjórnvöld hefðu átt að vera fyrr tilbúin með að sú sviðsmynd kæmi fram að ekki væri hægt að búa í Grindavík næstu mánuði eða jafnvel ár. Það þurfi að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir enn meira tjón hjá Grindvíkingum. Innlent 17.1.2024 14:03
Framlengja frystingu lána Grindvíkinga Arion banki hefur ákveðið að bjóða Grindvíkingum að frysta íbúðalán sín hjá bankanum í þrjá mánuði til viðbótar og fella niður vexti og verðbætur lánanna til aprílloka. Viðskipti innlent 17.1.2024 13:44
Pallborðið: Hvað er stjórnarandstaðan að hugsa? Viðvarandi verðbólga og vaxtahækkanir, húsnæðiskreppa, stöðugar jarðhræringar, óvinsæl ríkisstjórn, forsetakosningar framundan og hvað er stjórnarandstaðan að hugsa? Heimir Már Pétursson fær leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Innlent 17.1.2024 12:34
Heildarfasteignamat í Grindavík um 107 milljarðar Hávær krafa er um að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna. Innlent 17.1.2024 11:51
Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. Innlent 17.1.2024 11:50
Fyrsta stig verðmætabjörgunar í gangi og næstu til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir aðgerðum til að tryggja hita á húsum í Grindavíkurbæ sem stórri verðmætabjörgun. Áfram verður unnið að því í dag auk þess sem sérfræðingahópur á vegum almannavarna er að kortleggja sprungur og hættur í bænum. Innlent 17.1.2024 11:14
Færeyingar safna fyrir Grindvíkinga Rauði krossinn í Færeyjum hefur hafið söfnun fyrir þá sem hafa orðið fyrir áhrifum af eldgosinu í Grindavík. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi segir þau hafa haft samband og viljað aðstoða. Söfnun íslenska Rauða krossins gengur mjög vel. Innlent 17.1.2024 10:26
Byggð verið skipulögð án þess að huga að náttúruvá Eldfjallafræðingur segir ekki hafa verið hugað nógu vel að náttúruvá þegar byggð og innviðir hafi verið byggð upp á undanförnum áratugum. Huga þurfi að vörnum áður en til neyðarástands komi. Innlent 17.1.2024 09:59
Telur ríkið eiga að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkið eigi að kaupa Grindvíkinga út og tekur þannig undir hugmyndir Vilhjálms Árnasonar, þingmanns sama flokks og íbúa í Grindavík. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Innlent 17.1.2024 09:03
Vill að ríkið kaupi Grindvíkinga út: Fólk „vill bara komast í burtu“ Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir það upplifun flestra sem hann hefur talað við frá Grindavík að fáum spurningum hafi verið svarað á íbúafundinum í gær. Hann upplifði gremju gagnvart ríkisstjórninni og að fólk upplifði að lítið hefði gerst síðustu tvo mánuði. Innlent 17.1.2024 08:45
Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og kvika safnast enn upp. Tæplega sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Staðan er þó meira og minna óbreytt. Innlent 17.1.2024 07:47
Alma leigufélag segir málið á misskilningi byggt Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir félagið gera allt sitt til að koma til móts við Grindvíkinga. Mál íbúa sem fékk þau svör að hún gæti ekki losnað undan leigusamningi með litlum fyrirvara hafi verið á misskilningi byggt. Innlent 16.1.2024 21:27
Svona var íbúafundur Grindvíkinga í kvöld Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll fór fram í dag. Margar spurningar brunnu á Grindvíkingum, og sneru margar að skorti á langtímaáætlunum þeim til stuðnings, nú þegar ljóst virðist orðið að hættan á eldsumbrotum inni í bænum er ekki á förum. Innlent 16.1.2024 20:39
Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. Innlent 16.1.2024 19:42