Vogar Fangaði undarlegt aksturslag „sjálfskipaðrar löggu“ á myndband Útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason varð vitni að heldur undarlegu aksturslagi bílstjóra sendiferðabifreiðar á Reykjanesbraut í dag. Hann greinir frá málinu á Facebook og birtir með myndband sem hann tók á myndavél í bílnum sínum. Innlent 25.2.2022 21:03 Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. Innlent 4.2.2022 13:30 Ungur kappi úr Vogum fyrstur Íslendinga í car-t krabbameinsmeðferð Óliver Stormur verður sjö ára á sunnudaginn. Hann er fyrstur Íslendinga til að undirgangast hina svokölluðu car-t krabbameinsmeðferð, ný hátæknimeðferð til að ráða niðurlögum krabbameins, en það gerði hann í Kaupmannahöfn fyrir tæpu ári. Innlent 3.2.2022 07:01 Valdníðsla Nú berast fréttir af því að hópur alþingismanna hafi lagt fram frumvarp til að afnema skipulagsvaldið af sveitarfélögum á Suðurnesjum. Skoðun 27.1.2022 20:27 Starfsmaður eggjabús fær engar skaðabætur eftir hálkuslys Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað TM Tryggingar og eggjabúið Nesbúegg af körfu starfsmanns eggjabúsins um skaðabótaskyldu þeirra vegna líkamstjóns sem starfsmaðurinn varð fyrir í hálkuslysi á lóð eggjabúsins í janúar 2020. Innlent 19.1.2022 14:32 Örmagna göngumanni bjargað við Keili Björgunarsveitarfólk kom göngumanni til bjargar norðvestur af Keili eftir hádegið í dag eftir neyðarkall hans vegna þreytu. Viðkomandi hringdi í Neyðarlínuna klukkan 13 og var hann kominn upp í björgunarsveitarbíl þremur og hálfri klukkustund síðar. Innlent 18.1.2022 16:50 Skjálfti 3,9 að stærð skammt norðan við Trölladyngju Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu á þriðja tímanum í dag. Innlent 28.12.2021 14:33 Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. Innlent 19.12.2021 20:21 Freyja kom Masillik á flot Grænlenska fiskiskipið Masillik sem strandaði við Vatnsleysuströnd í gærkvöldi er rétt ókomið til hafnar í Hafnarfirði. Áhöfnin á nýja varðskipinu Freyju kom dráttartaug yfir í skipið og var það dregið á flot í morgun þegar fór að flæða að. Innlent 17.12.2021 07:02 Enginn leki reyndist kominn að Masilik Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Áhöfnin verður samt sem áður ferjuð frá borði og yfir í varðskipið Freyju. Innlent 16.12.2021 19:59 Vilja gera út af við áform Landsnets með breyttu aðalskipulagi Sveitarfélagið Vogar stendur eitt í vegi fyrir því að framkvæmdir við Suðurnesjalínu tvö geti hafist. Bæjarstjónin samþykkti tillögu að nýju aðalskipulagi í gær þar sem möguleiki á lagningu loftlínu er útilokaður. Innlent 16.12.2021 18:30 Vilja láta rannsaka möguleg tengsl krabbameina og mengunar á Suðurnesjum Sjö þingmenn Suðurkjördæmis hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að gera saming við Krabbameinsfélag Íslands um rannsókn á nýgengi krabbameina á Suðurnesjum samanborið við aðra landshluta. Innlent 9.12.2021 10:08 Bein útsending: Stefna á mikla uppbyggingu á Suðurnesjum Framkvæmdaþing Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, er haldið í dag. Þar á að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir á næsta ári á vegum sveitarfélaga svæðisins, Isavia og Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Viðskipti innlent 25.11.2021 16:30 Telur að skotið hafi verið á dráttarvél: „Hefndargjörningur vegna ágreinings“ Virgill Scheving Einarsson á þrjár jarðir á Vatnleysuströnd og býr á Efri-Brunnastöðum I. Hann vaknaði við mikinn hávaða í nótt og sá í kjölfarið bíl keyra af lóðinni. Dráttarvél Virgils hafði verið skemmd og telur hann að skotið hafi verið á dráttarvélina. Innlent 23.10.2021 22:33 Safnahelgi á Suðurnesjum alla helgina Þeir sem vilja njóta menningar út í ystu æsar um helgina ættu þá að vera á Suðurnesjunum því þar fer fram Safnahelgi með fjölbreyttum viðburðum. Meðal annars verður hægt að skoða Slökkviliðssafn Íslands, Reykjanesvita, bátasafn, Rokksafn Íslands og kynna sér sögu Kaupfélags Suðurnesja. Innlent 16.10.2021 12:36 Alvarlegt að gallar hjá Skipulagsstofnun hafi litað málið Talsverðir gallar eru á áliti Skipulagsstofnunar á framkvæmd Suðurnesjalínu 2 að mati úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landsnet telur mjög slæmt að gallað álit hafi haft áhrif á allan feril málsins. Innlent 5.10.2021 20:31 Nýjustu vendingar í máli Suðurnesjalínu gífurleg vonbrigði fyrir Voga Forstjóri Landsnets er ánægður með að ákvörðun sveitarstjórnar Voga um að hafna framkvæmdarleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 hafi verið felld úr gildi. Bæjarstjórinn segir óljóst hvort Vogar verði nú að veita leyfi fyrir loftlínu í stað jarðstrengs. Innlent 5.10.2021 12:31 Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. Innlent 5.10.2021 08:11 „Það er ekkert landris“ Rúmlega 700 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Sá stærsti reið yfir á áttunda tímanum í morgun, af stærðinni 3,3. Innlent 4.10.2021 11:22 Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi. Innlent 2.10.2021 08:14 Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. Innlent 1.10.2021 22:36 Hermann hættur hjá Þrótti: „Verðum honum ævinlega þakklát“ Hermann Hreiðarsson er hættur sem þjálfari Þróttar Vogum eftir eins og hálfs árs starf þar. Íslenski boltinn 1.10.2021 11:49 Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. Innlent 30.9.2021 11:56 Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. Innlent 30.9.2021 02:17 Skjálftar við Keili valda vísindamönnum hugarangri Skjálftavirkni við fjallið Keili veldur vísindamönnum hugarangri. Skjálftarnir raða sér á milli nyrsta hluta kvikugangsins við gosið í Geldingadölum og Keilis. Þá heldur land áfram að rísa í Öskju. Innlent 29.9.2021 11:52 Skjálftahrina við Keili síðastliðinn sólarhring með rætur skammt frá gígnum Rúmlega hundrað skjálftar hafa verið mælst við Keili síðasta sólarhringinn í skjálftahrinu sem hófst seinni partinn í gær. Stærstu skjálftarnir voru 2,5 að stærð en dregið hefur talsvert úr virkninni eftir hádegi í dag. Innlent 28.9.2021 18:01 Þróttur Vogum tryggði sér sæti í Lengjudeildinni án þess að spila Þróttur Vogum mun leika í Lengjudeild karla á næsta tímabili, en þetta varð ljóst þegar að Magni hafði betur gegn Völsungi í dag, 2-1. Fótbolti 4.9.2021 22:00 Hænur verða ekki lengur lokaðar inn í búrum Allar varphænur landsins, sem er um 260 þúsund sleppa úr búrum sínum úr næstu áramótum og verða þess í stað í lausagöngu á gólfi. Með þessu er verið að mæta nýrri reglugerð um velferð alifugla. Innlent 15.8.2021 13:03 Tíminn nýttur til hins ýtrasta til að ræða atvinnuleysi og ógn af eldgosinu Fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum funda nú með ríkisstjórninni í Grindavík. Þeir ætla sér að nýta þá tvo tíma sem þeir fá með ráðherrum vel til að vekja athygli á helstu hagsmunamálum svæðisins. Innlent 10.8.2021 13:55 Átta hundruð nýjar íbúðir byggðar í Vogunum Mikil uppbygging á sér nú stað í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjunum því þar eru að hefjast framkvæmdir við byggingu á átta hundruð nýjum íbúðum. Íbúar sveitarfélagsins í dag eru um þrettán hundruð. Innlent 2.8.2021 13:08 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 … 9 ›
Fangaði undarlegt aksturslag „sjálfskipaðrar löggu“ á myndband Útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason varð vitni að heldur undarlegu aksturslagi bílstjóra sendiferðabifreiðar á Reykjanesbraut í dag. Hann greinir frá málinu á Facebook og birtir með myndband sem hann tók á myndavél í bílnum sínum. Innlent 25.2.2022 21:03
Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. Innlent 4.2.2022 13:30
Ungur kappi úr Vogum fyrstur Íslendinga í car-t krabbameinsmeðferð Óliver Stormur verður sjö ára á sunnudaginn. Hann er fyrstur Íslendinga til að undirgangast hina svokölluðu car-t krabbameinsmeðferð, ný hátæknimeðferð til að ráða niðurlögum krabbameins, en það gerði hann í Kaupmannahöfn fyrir tæpu ári. Innlent 3.2.2022 07:01
Valdníðsla Nú berast fréttir af því að hópur alþingismanna hafi lagt fram frumvarp til að afnema skipulagsvaldið af sveitarfélögum á Suðurnesjum. Skoðun 27.1.2022 20:27
Starfsmaður eggjabús fær engar skaðabætur eftir hálkuslys Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað TM Tryggingar og eggjabúið Nesbúegg af körfu starfsmanns eggjabúsins um skaðabótaskyldu þeirra vegna líkamstjóns sem starfsmaðurinn varð fyrir í hálkuslysi á lóð eggjabúsins í janúar 2020. Innlent 19.1.2022 14:32
Örmagna göngumanni bjargað við Keili Björgunarsveitarfólk kom göngumanni til bjargar norðvestur af Keili eftir hádegið í dag eftir neyðarkall hans vegna þreytu. Viðkomandi hringdi í Neyðarlínuna klukkan 13 og var hann kominn upp í björgunarsveitarbíl þremur og hálfri klukkustund síðar. Innlent 18.1.2022 16:50
Skjálfti 3,9 að stærð skammt norðan við Trölladyngju Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu á þriðja tímanum í dag. Innlent 28.12.2021 14:33
Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. Innlent 19.12.2021 20:21
Freyja kom Masillik á flot Grænlenska fiskiskipið Masillik sem strandaði við Vatnsleysuströnd í gærkvöldi er rétt ókomið til hafnar í Hafnarfirði. Áhöfnin á nýja varðskipinu Freyju kom dráttartaug yfir í skipið og var það dregið á flot í morgun þegar fór að flæða að. Innlent 17.12.2021 07:02
Enginn leki reyndist kominn að Masilik Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Áhöfnin verður samt sem áður ferjuð frá borði og yfir í varðskipið Freyju. Innlent 16.12.2021 19:59
Vilja gera út af við áform Landsnets með breyttu aðalskipulagi Sveitarfélagið Vogar stendur eitt í vegi fyrir því að framkvæmdir við Suðurnesjalínu tvö geti hafist. Bæjarstjónin samþykkti tillögu að nýju aðalskipulagi í gær þar sem möguleiki á lagningu loftlínu er útilokaður. Innlent 16.12.2021 18:30
Vilja láta rannsaka möguleg tengsl krabbameina og mengunar á Suðurnesjum Sjö þingmenn Suðurkjördæmis hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að gera saming við Krabbameinsfélag Íslands um rannsókn á nýgengi krabbameina á Suðurnesjum samanborið við aðra landshluta. Innlent 9.12.2021 10:08
Bein útsending: Stefna á mikla uppbyggingu á Suðurnesjum Framkvæmdaþing Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, er haldið í dag. Þar á að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir á næsta ári á vegum sveitarfélaga svæðisins, Isavia og Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Viðskipti innlent 25.11.2021 16:30
Telur að skotið hafi verið á dráttarvél: „Hefndargjörningur vegna ágreinings“ Virgill Scheving Einarsson á þrjár jarðir á Vatnleysuströnd og býr á Efri-Brunnastöðum I. Hann vaknaði við mikinn hávaða í nótt og sá í kjölfarið bíl keyra af lóðinni. Dráttarvél Virgils hafði verið skemmd og telur hann að skotið hafi verið á dráttarvélina. Innlent 23.10.2021 22:33
Safnahelgi á Suðurnesjum alla helgina Þeir sem vilja njóta menningar út í ystu æsar um helgina ættu þá að vera á Suðurnesjunum því þar fer fram Safnahelgi með fjölbreyttum viðburðum. Meðal annars verður hægt að skoða Slökkviliðssafn Íslands, Reykjanesvita, bátasafn, Rokksafn Íslands og kynna sér sögu Kaupfélags Suðurnesja. Innlent 16.10.2021 12:36
Alvarlegt að gallar hjá Skipulagsstofnun hafi litað málið Talsverðir gallar eru á áliti Skipulagsstofnunar á framkvæmd Suðurnesjalínu 2 að mati úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landsnet telur mjög slæmt að gallað álit hafi haft áhrif á allan feril málsins. Innlent 5.10.2021 20:31
Nýjustu vendingar í máli Suðurnesjalínu gífurleg vonbrigði fyrir Voga Forstjóri Landsnets er ánægður með að ákvörðun sveitarstjórnar Voga um að hafna framkvæmdarleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 hafi verið felld úr gildi. Bæjarstjórinn segir óljóst hvort Vogar verði nú að veita leyfi fyrir loftlínu í stað jarðstrengs. Innlent 5.10.2021 12:31
Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. Innlent 5.10.2021 08:11
„Það er ekkert landris“ Rúmlega 700 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Sá stærsti reið yfir á áttunda tímanum í morgun, af stærðinni 3,3. Innlent 4.10.2021 11:22
Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi. Innlent 2.10.2021 08:14
Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. Innlent 1.10.2021 22:36
Hermann hættur hjá Þrótti: „Verðum honum ævinlega þakklát“ Hermann Hreiðarsson er hættur sem þjálfari Þróttar Vogum eftir eins og hálfs árs starf þar. Íslenski boltinn 1.10.2021 11:49
Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. Innlent 30.9.2021 11:56
Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. Innlent 30.9.2021 02:17
Skjálftar við Keili valda vísindamönnum hugarangri Skjálftavirkni við fjallið Keili veldur vísindamönnum hugarangri. Skjálftarnir raða sér á milli nyrsta hluta kvikugangsins við gosið í Geldingadölum og Keilis. Þá heldur land áfram að rísa í Öskju. Innlent 29.9.2021 11:52
Skjálftahrina við Keili síðastliðinn sólarhring með rætur skammt frá gígnum Rúmlega hundrað skjálftar hafa verið mælst við Keili síðasta sólarhringinn í skjálftahrinu sem hófst seinni partinn í gær. Stærstu skjálftarnir voru 2,5 að stærð en dregið hefur talsvert úr virkninni eftir hádegi í dag. Innlent 28.9.2021 18:01
Þróttur Vogum tryggði sér sæti í Lengjudeildinni án þess að spila Þróttur Vogum mun leika í Lengjudeild karla á næsta tímabili, en þetta varð ljóst þegar að Magni hafði betur gegn Völsungi í dag, 2-1. Fótbolti 4.9.2021 22:00
Hænur verða ekki lengur lokaðar inn í búrum Allar varphænur landsins, sem er um 260 þúsund sleppa úr búrum sínum úr næstu áramótum og verða þess í stað í lausagöngu á gólfi. Með þessu er verið að mæta nýrri reglugerð um velferð alifugla. Innlent 15.8.2021 13:03
Tíminn nýttur til hins ýtrasta til að ræða atvinnuleysi og ógn af eldgosinu Fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum funda nú með ríkisstjórninni í Grindavík. Þeir ætla sér að nýta þá tvo tíma sem þeir fá með ráðherrum vel til að vekja athygli á helstu hagsmunamálum svæðisins. Innlent 10.8.2021 13:55
Átta hundruð nýjar íbúðir byggðar í Vogunum Mikil uppbygging á sér nú stað í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjunum því þar eru að hefjast framkvæmdir við byggingu á átta hundruð nýjum íbúðum. Íbúar sveitarfélagsins í dag eru um þrettán hundruð. Innlent 2.8.2021 13:08