Reykjavík

Fréttamynd

Setja rúma tvo milljarða í stækkun leik­skóla

Borgarráð samþykkti í dag að ráðast í átak til að fjölga leikskólaplássum í borginni um 162 með því að byggja fjórtán nýjar kennslustofur við sex leikskóla víða um borgina ásamt tengibyggingum og lóðaframkvæmdum.

Innlent
Fréttamynd

Telja sig vita hvernig maðurinn lést

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er á lokametrunum og gert er ráð fyrir því að Héraðssaksóknari taki við málinu á allra næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja aðra til­lögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur óskað eftir því að götunafnanefnd komi með aðra tillögu að nafni á nýrri götu við Grósku í Vatnsmýri. Götunafnanefnd lagði til að gatan fengi nafnið Völugata, meðal annars með vísun í Völuspá og völvur, en ráðið vill frekar að gatan verði nefnd í höfuðið á alvöru manneskju.

Innlent
Fréttamynd

Hesta­menn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig

Gjaldið sem Reykjavíkurborg ætlaði að rukka Landssamband hestamannafélaga fyrir Miðbæjarreiðina svokölluðu var 477,5 þúsund krónur. Hestamennirnir létu ekki bjóða sér það og hættu við reiðina. Ráða hefði þurft níu starfsmenn til að loka götum fyrir reiðina og útvega dælubíl.

Innlent
Fréttamynd

Samráðs­dagar á Kjalar­nesi

Hvar verður best að búa á stór-Reykjavíkursvæðinu í framtíðinni og hvernig getum við gert góð hverfi eins og Grundarhverfi enn betri?

Skoðun
Fréttamynd

Laupur stelur senunni í Ár­bæjar­laug

Sundlaugargestir Árbæjarlaugar hafa varla tíma þessa dagana til að synda því það er svo mikil spennan og áhugi hjá gestum laugarinnar að fylgjast með hrafnapari, sem hefur komið sér upp laup í tré á sundlaugarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ófremdarsástand og í­búum haldið í heljar­greipum

Leigusali á Hverfisgötu segist tala fyrir daufum eyrum lögreglu og Reykjavíkurborgar vegna íbúa í húsnæði á vegum borgarinnar sem haldi nágrönnum í heljargreipum. Leigusalinn hafi sjálfur titrað af hræðslu í samskiptum sínum við manninn.

Innlent
Fréttamynd

Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“

Bleikum bíl af tegundinni Porsche var stolið úr Mosfellsdal í nótt. Eiganda þykir furðulegt að bíl með slíka sérstöðu skuli hafa verið stolið. Hann fékk upplýsingar um að þjófurinn hafi rúntað á bílnum um borgina í dag en bíllinn komst í leitirnar fyrr í kvöld. 

Innlent
Fréttamynd

Sigga Heimis keypti ein­býli í Skerja­firði

Hönnuðurinn og listakonan Sigga Heimis hefur fest kaup á einbýlishúsi við Bauganes í Skerjafirði. Um er að ræða 170 fermetra hús sem byggt var árið 1987. Þegar húsið var auglýst til sölu var ásett verð 132,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Bíll fullur af bensínbrúsum lekur

Slökkviliðið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á fjórða tímanum í dag vegna tilkynningar um mengunarslys. Bíll, fullur af bensínbrúsum, sem stendur við Stigahlíð lekur. Íbúi í hverfinu hefur áður óskað eftir aðstoð slökkviliðs og lögreglu vegna bílsins þar sem hann taldi aðstæðurnar geta valdið alvarlegu slysi.

Innlent
Fréttamynd

Fljótandi ruslsuga fjar­lægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina

Faxaflóahafnir hafa nú fjárfest í DPOL fljótandi „ruslsugu“ frá fyrirtækinu EKKOPOL í Frakklandi. DPOL er fljótandi vatnsdæla sem myndar sterkan yfirborðsstraum sem sýgur til sín yfirborðsrusl, olíubrák og fljótandi grút, sem svo safnast í áfesta netapoka og ísogspylsur.

Innlent
Fréttamynd

„Jóm­frúarræður“ séu barn síns tíma

Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, varaborgarfulltrúi Pírata sem sæti á í forsætisnefnd borgarstjórnar, hefur lagt til breytingar á orðavali í borgarstjórn og að hætt verði að notast við orðið „jómfrúarræðu“ um fyrstu ræðu fulltrúa í borgarstjórn. Hán segir orðið vera barn síns tíma.

Innlent
Fréttamynd

Sjö ára fangelsi fyrir tvær til­raunir til manndráps

Aðalsteinn Unnarsson, 27 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps sem áttu sér stað með tæplega fjögurra ára millibili. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Aðalsteinn bar í öðru málinu fyrir sig neyðarvörn og í hinu að hafa verið í geðrofi vegna fíkniefnaneyslu.

Innlent
Fréttamynd

Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim

Ákveðið var á aðalfundi Blindrafélagsins að skora á stjórnvöld að koma Hljóðbókasafninu heim. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum er kallað eftir því að safnið fái framtíðarhúsnæði í Hamrahlíð 17, þar sem það byrjaði árið 1982 og á eðlilegum samastað innan öflugs þjónustukjarna fyrir blint og sjónskert fólk.

Innlent
Fréttamynd

Betri borg

Nú hefur verið framkvæmd úttekt á 20 stórum verkefnum í stafrænni umbreytingu þjónustu Reykjavíkurborgar, sem voru hluti af átakinu sem hófst árið 2020. Árangurinn af þeim er einstaklega góður.

Skoðun
Fréttamynd

Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fast­eigna­mati

Egill Ásbjarnarson, einn eigandi herrafataverslunarinnar Suitup Reykjavík, hefur fest kaup á 80 fermetra íbúð við Hallgerðargötu í Reykjavík. Fasteignamat eignarinnar er rúmar 79,5 milljónir króna, en Egill greiddi 74 milljónir fyrir hana.

Lífið
Fréttamynd

Sögu­legt par­hús í Hlíðunum

Við Skaftahlíð í Reykjavík er að finna glæsilegt parhús sem var byggt árið 1948. Arkitekt hússins er Hannes Davíðsson sem einnig teiknaði Kjarvalsstaði. Garðurinn er sérlega fallegur en fyrsti landslagsarkitekt Íslands, Jón H. Björnsson, þekktur sem Jón í Alaska, hannaði garðinn. Ásett verð er 180 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Þétting byggðar – nokkur mis­tök gjald­fella ekki stefnuna

Nýlega opnaði bakarí við Háteigsveg í Reykjavík á jarðhæð húss sem hafði staðið ónotuð í lengri tíma. Það er kannski ekki í frásögur færandi, en það vekur áhuga að opnunin verður nokkrum árum eftir að lokið var við mjög stórt húsnæðisverkefni í grenndinni sem kennt er við Einholt/Þverholt.

Skoðun