Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Sér­kenni­legt að vera úti­lokuð vegna mála sem komi borginni ekki við

Óformlegar meirihlutaviðræður félagshyggjuflokka í borgarstjórn halda áfram en oddvitarnir sem í hlut eiga halda spilunum þétt að sér. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta meirihluta sem henni hugnist síst og segir sérkennilegt að vera í þeirri stöðu að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við.

Innlent
Fréttamynd

Gullafólk, þing­menn og kanónur klöppuðu upp Guð­rúnu

Fólk nátengt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þar á meðal eiginkona hans, var fyrirferðarmikið á vel sóttum framboðsfundi Guðrúnar Hafsteinsdóttur til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hefðbundið merki flokksins fékk að njóta sín, ólíkt því sem var uppi á teningnum á fundi mótframbjóðandans Áslaugar Örnu. Þingmenn, sveitarstjórar og annað áhrifafólk stóð þétt að baki dómsmálaráðherrans fyrrverandi.

Innlent
Fréttamynd

Ás­laug Arna: Ham­hleypa til verka

Sjálfstæðisflokkurinn stendur á nú tímamótum. Að nýloknum kosningum þar sem fylgi flokksins galt fyrir ríkisstjórnarsamstarf síðustu sjö ára (sem oft á tíðum kallaði á erfiðar málamiðlanir), kjósa Sjálfstæðismenn sér nú nýjan formann.

Skoðun
Fréttamynd

Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“

Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög.

Innlent
Fréttamynd

Kæra sjálf­stæðis­fólk

Það er mikil hætta á úrkynjun í Sjálfstæðisflokknum ef ég verð ekki kosinn formaður. Mótframbjóðendur mínir eru uppaldar í feðraveldi sjálfstæðisflokksins og því mjög mikilvægt að ég sem frambjóðandi kvenna í flokknum fái hljómgrunn og geti sáð fræjum og komið með nýjar áherslur og hugmyndir inn í kjarna flokksins.

Skoðun
Fréttamynd

Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar

Enn sem komið er hefur enginn lýst opinberlega yfir framboði til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem kjörinn verður á landsfundi flokksins um mánaðamótin. Þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason þykja samkvæmt heimildum fréttastofu líklegust til að gefa kost á sér. Ekki er útilokað að fleiri nöfn blandi sér í leikinn þegar nær dregur.

Innlent
Fréttamynd

Hefnd Ingu kom í bakið á Einari

Enginn veit hvað verður með meirihlutann í borgarstjórn eftir að Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Afdráttar- og fordæmalaus yfirlýsing Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, hefur heldur betur sett strik í reikninginn. Eins og staðan er núna er líklegast að vinsælasti borgarfulltrúinn: Sanna Magdalena Mörtudóttir verði næsti borgarstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Við þurfum raun­veru­legt nýtt upp­haf

Vel heppnaður og fjölmennur fundur fór fram í Salnum í Kópavogi á laugardaginn þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, lýsti yfir framboði sínu til formennsku í flokknum á landsfundi hans um næstu mánaðarmót. Fólk bæði alls staðar að af landinu og alls staðar úr Sjálfstæðisflokknum mætti á staðinn og féll ræða Guðrúnar ljóslega í afar góðan jarðveg hjá viðstöddum sem klöppuðu ákaft og ítrekað á meðan á henni stóð.

Skoðun
Fréttamynd

Með augun á fram­tíðinni

Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú á einum mikilvægustu tímamótum í nærri aldarlangri sögu sinni. Eftir að hafa nær óslitið stjórnað og mótað íslenskt samfélag stóran hluta 20. og 21. aldar stendur flokkurinn frammi fyrir áskorunum, sem og stórkostlegum tækifærum.

Skoðun
Fréttamynd

Góð rök fyrir að velja Guð­rúnu

Ég mæti að sjálfsögðu á Landsfund Sjálfstæðisflokksins sem framundan er og hafði hugsað mér að halda vali mínu á næsta formanni fyrir mig að þessu sinni, en leist vel á eina frambjóðandann sem þá var fram kominn og opinn fyrir stuðningi við hana.

Skoðun
Fréttamynd

Hama­gangur á þinginu hindri að­komu Flokks fólksins að við­ræðum

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir útspil formanns Flokks fólksins hafa komið verulegu á óvart enda sé það tengt atburðum sem tengjast borgarstjórnarhópnum ekki að neinu leyti. Samstarf flokkanna tveggja hafi verið mjög gott, málefnalegur samhljómur mikill og meirihlutaviðræður gengið vel.

Innlent
Fréttamynd

Út­spil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á ó­vart“

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flókna stöðu nú komna upp í borginni eftir að meirihlutinn féll á föstudag. Hún segir útspil Flokks fólksins hafa komið sér á óvart en borgarfulltrúar þurfi nú að skoða aðra möguleika á meirihlutasamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn sé reiðubúinn til að axla þá ábyrgð að mynda starfhæfan meirihluta.

Innlent
Fréttamynd

Guð­rún býður sig fram sem sam­einandi afl

Guðrún Hafsteinsdóttir segist bjóða sig fram sem sameinandi afl fyrir alla Sjálfstæðismenn. Nái hún kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins verði allar deilur skildar eftir í fortíðinni. Guðrún tilkynnti um formannsframboð fyrir fullum Sal í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sókn nær andanum þökk sé ó­væntri á­kvörðun

Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni.

Innlent
Fréttamynd

Ás­laug Arna – kraftur nýrra tíma

Það voru góð tíðindi fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um framboð sitt á glæsilegum og fjölmennum fundi í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­rún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“

Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, býður sig fram til formanns flokksins. Það tilkynnti Guðrún á fjölmennum fundi í Salnum í Kópavogi í dag. Guðrún sagði í ræðu sinni flokkinn í vanda og á krossgötum. Hún sé tilbúin til að leiða flokkinn út úr því. Guðrún leggur af stað í hringferð á mánudaginn. 

Innlent
Fréttamynd

Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera á­fram borgar­stjóri

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Líst illa á að vinna með Sjálf­stæðis­flokki sem hafi sýnt „hatur og heift“

Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu.

Innlent
Fréttamynd

Svona var framboðsfundur Guð­rúnar Haf­steins

Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur boðað til blaðamannafundar í Salnum í Kópavogi klukkan 14. Fastlega er gert ráð fyrir að hún tilkynni um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Form­legar við­ræður hafnar

Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sókn hafi ekki átt annarra kosta völ

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það hafa verið augljóst að engum hafi liðið vel í meirihlutasamstarfinu að undanförnu. Þá hafi fylgi Framsóknar verið afar lítið í skoðanakönnunum og flokkurinn hafi ekki átt annarra kosta völ en að slíta samstarfinu.

Innlent
Fréttamynd

Hefur boðið nýjum meiri­hluta til við­ræðna

Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur þegar boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til umræðu um myndun nýs meirihluta. Einar sleit meirihlutasamstarfi Framsóknarflokksins, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hlutinn fallinn í borginni

Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum.

Innlent
Fréttamynd

Skautað fram­hjá ýmsu í til­kynningu mennta­málaráðherra

Þingflokksformenn minnihlutans hafa krafið forsætisráðherra um svör vegna meintra afskipta menntamálaráðuneytisins í kjaraviðræðum kennara. Ráðuneytið þvertekur fyrir að ráðherra eða annar starfsmaður hafi boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara.

Innlent
Fréttamynd

Fangelsi Fram­sóknar­flokksins

Þótt Framsóknarflokkurinn sé í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hefur hann í því samstarfi skapað sitt eigið fangelsi. Þetta kemur hvergi betur fram en í flugvallarmálinu.

Skoðun