Sveitarstjórnarmál

Fréttamynd

Erfiðara að manna í frí­stund í austur­hluta borgarinnar

Í síðustu viku voru alls 194 börn á bið eftir plássi í frístund í Reykjavík. Enn á eftir að ráða í 31,6 stöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Á sama tíma átti eftir að ráða 62 grunnstöðugildi í leikskólum. Þetta kemur fram í minnisblaði um stöðu ráðninga á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast úr­bóta á leikskólastarfi í leik­skólanum Lundi

Vissum skilyrðum leikskólastarfsins í leikskólanum Lundi var ábótavant þegar starfsfólk skóla- og frístundasvið fór í óboðað eftirlit í leikskólanum í upphafi mánaðar. Skóla- og frístundasvið hefur krafist úrbóta. Greining og eftirfylgni í leikskólanum hefur staðið yfir stærstan hluta nóvember og stendur enn samkvæmt svari frá skóla- og frístundasviði vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sókn með þriggja prósenta fylgi í borginni

Framsóknarflokkurinn mælist nú með þriggja prósenta fylgi í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu, Borgarvitanum. Yrði gengið til kosninga í sveitarstjórn í dag myndi flokkur borgarstjóra því ekki ná inn í borgarstjórn. Flokkurinn fékk 18,9 prósenta fylgi í kosningunum árið 2022.

Innlent
Fréttamynd

Að lifa með reisn

Ég tók þátt í pallborðsumræðum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks nú í vikunni. Meginumræðuefnið var hvernig sveitarfélögum hefði tekist að þjónusta fatlað fólk, nú 13 árum eftir að sveitarfélögin tóku við málaflokknum af hendi ríkisins.

Skoðun
Fréttamynd

Bætum sam­skipti ríkis og sveitar­fé­laga

Á þessu ári eru liðin 30 ár frá því ég hóf störf á vettvangi sveitarfélaga. Á þessum tíma hafa mér verið falin ábyrgðar- og trúnaðarstörf, m.a. sem bæjarstjóri í 16 ár og stjórnarmaður hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til átta ára.

Skoðun
Fréttamynd

Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana

Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025.

Skoðun
Fréttamynd

Við­ræður hafnar um kaup á Perlunni, Topp­stöðinni og 125 bíla­stæðum

Viðræður standa nú yfir á milli Reykjavíkurborgar og Perlunnar þróunarfélags ehf. um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Í tilkynningu frá borginni segir að Perlan þróunarfélag ehf. hafi verið leigutaki síðustu átta ár. Þá kemur fram í sömu tilkynningu að gengið verði til samningaviðræðna við hæstbjóðendur í Toppstöðina í Elliðaárdal og 125 bílastæði í bílakjallara Hörpu.

Innlent
Fréttamynd

Rekin út fyrir að vera kennari

Það eru grundvallarréttindi vinnandi fólks að beita verkfalli til að knýja á um kjarabætur. Því vakti víða athygli þegar kennarar komu saman að morgni 29. október til að tryggja að verkfall kennara á leikskólanum Ársölum í Skagafirði væri ekki brotið að fyrirskipun sveitarfélagsins Skagafjarðar. Það hefur hins vegar ekki verið fjallað mikið um aðdraganda verkfallsbrotanna eða eftirmála þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgar­stjóri

Borgarstjóri segir að takast muni að snúa halla í afgang á rekstri borgarsjóðs strax á þessu ári. Afgangurinn verði síðan tæpir tveir milljarðar á næsta ári. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann um að hagræða sannleikanum.

Innlent
Fréttamynd

Um­ræða á Bylgjunni ekki í­gildi stjórnvaldsákvörðunar

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir fokið í flest skjól ef orð hennar um víkkun vaxtarmarka í viðtali í Bítinu teljist sem stjórnvaldsákvörðun. Beiðni um færslu vaxtarmarka á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki komið formlega inn á borð borgarstjórnar. 

Innlent
Fréttamynd

Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun

Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli.

Innlent
Fréttamynd

Hætta á að Grinda­vík fari í greiðslu­þrot

Grindavíkurnefnd segir hættu á að bærinn fari í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki brugðist við. Bærinn geti verið rekinn í 1,5 til tveggja milljarða halla á næsta ári. Bæjarstjórn Grindavíkur skorar á þingmenn að samþykkja lagabreytingar sem varða afkomu og húsnæðismál Grindvíkinga sem allra fyrst og á yfirstandandi þingi.

Innlent
Fréttamynd

Fækka áramótabrennum í Reykja­vík um fjórar

Fækka á áramótabrennum í Reykjavík úr tíu í sex. Erindi þess efnis var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær. Þær brennur sem lagt er til að verði lagðar af eru þær sem haldnar hafa verið við Rauðavatn, í Suðurfelli , Laugardal og Skerjafirði.

Innlent
Fréttamynd

Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur

Sveitarstjóri Skagafjarðar segir túlkun sveitarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) þannig að heimilt sé að starfsmenn ekki í verkfalli haldi starfsemi leikskólans Ársala gangandi. Enginn gangi í störf þeirra sem eru í verkfalli.

Innlent
Fréttamynd

„Flókin staða“ í kjara­deilum kennara

Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar ættu að koma sér úr hlut­verki fórnar­lamba

Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir kennara ekki þurfa að fara í vörn vegna umræðu um menntakerfið undanfarin misseri, enda séu gallar í menntakerfinu ekki á ábyrgð kennara heldur sveitarfélaga. Aftur á móti ættu þeir að koma sér úr hlutverki fórnarlamba og taka stjórnina í umræðunni. 

Innlent
Fréttamynd

Skorið úr um lög­mæti verk­falla í fyrra­málið

Félagsdómur kveður upp dóm í máli Sambands íslenskra sveitarfélaga á hendur Kennarasambandi Íslands í fyrramálið. SÍS telur verkfallsboðun kennara ólögmæta og ákvað að láta reyna á lögmæti þeirra fyrir félagsdómi.

Innlent
Fréttamynd

Svan­dís tekur upp hanskann fyrir kennara

Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segist standa með kennurum í kjarabaráttu sinni. Hún varar við því að menntakerfið sé einkavætt og að stétt fari þannig að hafa áhrif á aðgengi að menntun. Hún segir síðustu mánuði hafi verið hart sótt að kennurum.

Innlent