
Sveitarstjórnarmál
Vegagerðinni synjað um leyfi
Bæjarstjórn Ölfuss synjaði Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi vegna nýs vegar um Svínahraun fyrir helgi. Synjunin gæti orðið til þess að vegabæturnar frestist um fjölda ára.

Sameining sveitarfélaga í pípunum
Líklegt er að íbúar 80 sveitarfélaga gangi að kjörborðinu næsta vor til að greiða atkvæði um sameiningu við nágrannasveitarfélög. Það gerist ef tillögur um breytingar á sveitarfélagaskipan ná fram að ganga en þær verða kynntar á blaðamannafundi sem er nýhafinn á Hóteli Nordica.

Mesta breyting síðari ára
Stór hluti þjóðarinnar gengur að kjörborðinu næsta vor til að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Lagt er til að sveitarfélögum fækki úr liðlega eitt hundrað niður í um fjörutíu um leið og tugmilljarða verkefni verði færð frá ríki yfir til sveitarfélaga. Félagsmálaráðherra segir að gangi tillögurnar eftir verði þetta einhver mesta þjóðfélagsbreyting seinni ára á Íslandi.

Fækkun sveitarfélaga úr 103 í 39
Sveitarfélögum á Íslandi fækkar úr 103 í 39 samkvæmt tillögum nefndar um sameiningu sveitarfélaga sem kynntar voru á fundi á Hótel Nordica í dag. Á meðal tillagna nefndarinnar er að Suðurnes verði gerð að einu sveitarfélagi. Þar með yrði það eitt af stærstu sveitarfélögum landsins með tæplega 17 þúsund íbúa.

Breytingar breytinganna vegna
Forsvarsmenn íþróttahreyfinga Reykjavíkur óttast að breytingar á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar dragi úr fjármagni til íþrótta- og tómstundamála sé litið til lengri tíma, segir Ragnar Reynisson formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur.

Fundið að ársreikningnum
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur skrifað Mosfellsbæ bréf eftir athugun á ársreikningi síðasta árs. Mosfellsbær er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem fékk bréf samkvæmt Mosfellsfréttum.
Vilja ekki missa veginn
"Bæjarstjórn Austur-Héraðs mótmælir hugmyndum um lengingu þjóðvegar eitt þannig að hann liggi með fjörðum í stað Breiðdals og Skriðdals," segir í bókun bæjarstjórnar frá því í gær.
Vefur til styrktar atvinnilífinu
Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa opnað sérstakan vef sem ætlaður er til þess að laða fyrirtæki norður. Á vefnum, sem nefnist Akureyrarpúlsinn, er samanburður á rekstrarumhverfi fyrirtækja á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu.
Girðing þvert yfir flugbrautina
Girðing hefur verið reist þvert yfir flugbrautina fyrrverandi í Holti í Önundarfirði til að verja friðað æðarvarp og landgræðslu fyrir ágangi manna og dýra. Þetta kemur fram á fréttavefnum Bæjarins Besta.