Sósíalistaflokkurinn

Fréttamynd

Eru al­mennings­sam­göngur fyrir okkur öll?

Einhvern tíman velti ég því fyrir mér hvað fólki þætti eðlilegt verð fyrir 25 mínútna ferð með strætó. Á þessum tíma starfaði ég í Reykjavík en bjó á Suðurnesjunum. Strætóferðin sjálf hentaði mér afskaplega vel, bein leið úr heimabænum nánast upp að dyrum vinnustaðarins.

Skoðun
Fréttamynd

Út­rýmum fá­tækt, það er hægt

Þegar ég heyrði fyrst talað um útrýmingu fátæktar voru fyrstu viðbrögð þau að það væri göfugt markmið en óraunhæft. Dæmt af samræðum mínum við ýmist annað fólk virðist þetta vera algengt viðhorf. Það er kannski skiljanlegt.

Skoðun
Fréttamynd

Látum þau sem græddu á có­vid borga fyrir có­vid

Eins og í öðrum löndum í okkar heimshluta hefur byrðin af kórónafaraldrinum lagst ójafnt á fólk. Sumt fólk missti vinnuna, varð fyrir miklu fjárhagslegu áfalli, gekk á sparnað sinn og eignir og stendur í dag miklu lakar en fyrir faraldurinn.

Skoðun
Fréttamynd

Oddvitaáskorunin: Varð snemma róttækur

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Lífið
Fréttamynd

Stefna sósíalista í sjávarútvegi

Sósialistar hafa lagt fram róttæka stefnu sína í sjávarútvegsmálum og kasta þar afsökunum um að róttæk stefna gegn ofuröflunum geri flokka „óstjórntæka“ fyrir róða. Sósíalistar gefa ekkert fyrir hótanir útgerðamanna eða lögfræðinga þeirra sem segja að „enginn“ lögfræðingur muni verja ríkið ef farið yrði gegn kvótakerfinu.

Skoðun
Fréttamynd

Sósíal­istar vilja byltingu, Fram­sókn vill fram­farir

Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokksins, svarar grein minni um samvinnuna í ítarlegu og löngu máli eins og hans er von og vísa. Gunnar Smári er góður penni og beittur og endurskrifar sögu Framsóknar eins og hún sé á tiltölulega beinni leið til helvítis.

Skoðun
Fréttamynd

Sitt er hvað, fram­sókn og Fram­sókn

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins vildi taka mig í sögustund í grein sem hann skrifaði á Vísi í gær, grein sem hann kallar: Sitt er hvað, samvinna og samvinna

Skoðun
Fréttamynd

Sósíal­istar fastir í for­tíðinni

Sósíalistaflokkurinn leggur fátt nýtt til og virðist haldinn varasamri fortíðarþrá. Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson berst hetjulegri baráttu gegn nýfrjálshyggjudraugnum sem sínum helsta óvini.

Skoðun
Fréttamynd

Já, það skiptir sko máli hver stjórnar

VG býr yfir mörgum gegnheilum hugsjónamanneskjum en flokksforystan velur að einblína á frúna í brúnni og framlengja mefistófelískt bandalag sitt við myrkraöflin í Valhöll.

Skoðun
Fréttamynd

Miðjan er komin langt til hægri við þjóðina

Það sorglegasta við íslensk stjórnmál er hvernig forysta flokkanna hefur fært umræðuna svo langt til hægri við afstöðu meginþorra fólks að það er á mörkunum að hægt sé að kalla Ísland lýðræðisríki.

Skoðun
Fréttamynd

Endur­heimtum réttindin!

Þessi ríkistjórn hefur sett staðfest heimsmet í skerðingum á ellilífeyrisþega og öryrkja. Þetta hefur komið fram í rannsóknum prófessors Stefáns Ólafssonar fyrir stéttarfélagið Eflingu.

Skoðun
Fréttamynd

Odd­vita­á­skorunin: Fæddur sósíal­isti

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Lífið
Fréttamynd

Ef KSÍ hefði haft að­gang að Of­beldis­eftir­litinu?

Sú alvarleg staða sem nú er uppi og hefur verið til langs tíma í ofbeldismálum kallar á að farið verði úr teymis og nefndarvinnu í að setja á laggirnar stofnun með eftirlits og rannsóknarheimildum sem festar verði í lög svo fljótt sem verða má. Þann 13.maí lagði Sósíalistaflokkurinn fram tilboð til kjósenda um Ofbeldiseftirlit.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er mikil­vægt; bankar eða gamalt fólk?

Samtök fjármagns- og fyrirtækjaeigenda, sem kalla sig Samtök atvinnulífsins, hafa verið í áróðursherferð undanfarið og haldið því fram að það sé að verða of mikið af gömlu fólki í samfélaginu í samanburði við fólk á vinnualdri.

Skoðun
Fréttamynd

Það er þetta með mannúðina

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir:„Ísland mun leggja sitt af mörkum til lausnar á flóttamannavandanum og taka á móti fleiri flóttamönnum. Mannúðarsjónarmið og alþjóðlegar skuldbindingar verða lögð til grundvallar og áhersla á góða og skilvirka meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd.“

Skoðun
Fréttamynd

Ég panta að græða á PPP

Vorið 1997 var ég staddur á breskum pöbbi í Singapúr þar sem ég var búsettur. Við vorum að fagna, skálað var í kampavíni til að halda uppá stórsigur Tony Blair og breska Verkamannaflokksins í kosningunum í Bretlandi. Við vorum að fagna hruni thatcherismans, eða það héldum við. Little did we know eins og þeir segja á ensku.

Skoðun
Fréttamynd

Bylting ör­yrkjanna er hafin!: Annar hluti

Eins og kom fram í fyrr grein minni þá ætla Sósíalistar að leiða öryrkja sjálfa að samningaborðinu en það höfum við til dæmis gert með því að velja öryrkja í töluverðum mæli á alla framboðslista og til að leiða listann í Suðvesturkjördæmi. Við tökum nefnilega heilshugar undir slagorð ÖBÍ „Ekkert um okkur án okkar”.

Skoðun
Fréttamynd

Að muna bara best eftir sjálfum sér

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir:„Ísland á að vera land tækifæranna fyrir alla. Til að svo megi verða þarf að styrkja sérstaklega stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Gerð verður úttekt á kjörum tekjulægstu hópanna í íslensku samfélagi, tillögur til úrbóta settar fram og þeim fylgt eftir.“

Skoðun
Fréttamynd

Rétturinn til að ráða bú­setu og at­vinnu sinni er bara orð á blaði

Rétturinn til að búa þar sem maður kýs og til að stunda þá atvinnu sem maður kýs er fólki svo mikilsverður að það hefur verið talið nauðsynlegt að tryggja hann sérstaklega í stjórnarskránni okkar, þar sem segir: „Allir, sem dveljast löglega í landinu, skulu ráða búsetu sinni“ og „öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa.“

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eru múturnar? Annar hluti

Ég skrifaði grein hér á Vísi fyrir helgi sem kallaðist Hvar eru múturnar? Tilefni spurningarinnar var hvernig stjórnmálastéttin hefur linnulaust dælt völdum, auðlindum og fé fjöldans til hinna fáu ríku. Svo gegndarlaust að ef við fréttum af einhverju viðlíka í öðru landi myndum við strax spyrja: Hvar eru múturnar?

Skoðun