Almannavarnir

Fréttamynd

Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum

Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna

Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina.

Innlent
Fréttamynd

Öruggir inn­viðir sam­fé­lagsins

Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem það veitir er takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun.

Skoðun
Fréttamynd

Enn grjóthrun úr Reynisfjalli

Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og almannavarnasviði Lögreglunnar á Suðurlandi meta aðstæður á vettvangi í dag en þær eru sagðar varhugaverðar þar sem grjót hrynji enn úr fjallinu.

Innlent
Fréttamynd

Hlaupið kemur bara þegar það kemur

Fréttastofan fékk að slást í för með Lögreglunni á Suðurlandi sem fór um svæðið nærri Múlakvísl og mældi gildi bennisteinsdíóxíð í loftinu með mælum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra auk þess sem staðan var metin í Þakgili.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl

Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur.

Innlent
Fréttamynd

Ekki í kortunum að bæta aðstæður vegna slökkvibíla

Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi segir vel athugandi að Vegagerðin, í samráði við Skorradalshrepp, útbúi athafnasvæði, eða snúningsvæði fyrir slökkvilið og slökkvibíla á svæðinu, en að það sé ekki í kortunum eins og staðan sé núna.

Innlent
Fréttamynd

Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda

Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Gróðureldar verði ein sviðsmynd almannavarna

Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir meiri líkur en áður á stórum gróðureldum á Íslandi vegna loftslagsbreytinga og nýs gróðurfars. Stofnunin hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið að gróðureldum verði bætt við sviðsmyndir almannavarna

Innlent
Fréttamynd

Skorradalshreppur kaupi þyrlupoka til slökkvistarfs

Oddviti Skorradalshrepp segir til greina koma að hreppurinn kaupi svokallaðan þyrlupoka fyrir slökkvistarf á svæðinu ef upp koma gróðureldar í dalnum. Rætt sé um að hreppurinn og Borgarbyggð setji aukið fé í rekstur sameiginlegs slökkviliðs til að geta sinnt betur eftirliti og brunaæfingum.

Innlent
Fréttamynd

Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum

Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir.

Innlent