Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Kjördagurinn hefur gengið fram úr öllum vonum í Norðausturkjördæmi þrátt fyrir veðurviðvaranir að sögn varaformanns yfirkjörstjórnar. Kjörfundir haldast opnir og svo virðist sem engin töf verði á talningu. Innlent 30.11.2024 18:02 Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Verkföllum kennara hefur verið frestað frá og miðnætti eftir að tillaga frá ríkissáttasemjara var samþykkt. Ef ekki verður samið fyrir 1. febrúar hefjist verkfallsaðgerðir kennara á ný. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Kennarasambandsins, sem segir enn langt í land að kjarasamningar náist. Innlent 29.11.2024 18:01 Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Samfylking og Viðreisn leiða áfram skoðanakannanir á fylgi flokkanna fyrir alþingiskosningarnar. Spennan magnast fyrir lokakannanirnar sem birtar verða á morgun. Við rýnum í stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og förum yfir möguleg þingsæti í beinni útsendingu. Innlent 28.11.2024 18:01 Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Móðir sextán ára stúlku með einhverfu og fíknivanda fann sig knúna til að senda hana á meðferðarheimili í Suður Afríku því hún hafði ítrekað komið að lokuðum dyrum á Íslandi. Hún mat ástand dóttur sinnar sem svo að hún væri í bráðri hættu. Við ræðum við móðurina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 27.11.2024 18:00 Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Bændasamtökin telja þjóðar-og fæðuöryggi stefnt í voða vegna jarðakaupa innlendra og erlendra spákaupmanna. Framkvæmdastjóri þeirra segir stjórnvöld hafa sofið á verðinum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 26.11.2024 18:00 Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Unnið er hörðum höndum að því að ná saman kjarasamningi við lækna sem reyndist flóknari en talið var í upphafi. Samningsaðilar eru þó vongóðir. Sömuleiðis eru bundnar vonir um að jákvæð niðurstaða náist í deilu sveitarfélaga og ríkis við kennara. Við ræðum við Ástráð Haraldsson, ríkissáttasemjara, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 um stöðuna í lok dags. Innlent 25.11.2024 18:01 Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Samningaviðræður í kjaradeilu lækna og ríkisins eru á lokastigi og verið er að teikna upp kjarasamning, að sögn ríkissáttasemjara. Keppst er við að ná samningum áður en verkfall lækna hefst á miðnætti. Við förum yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30. Innlent 24.11.2024 18:14 Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Hraun ógnar nú innviðum af ýmsu tagi í Svartsengi, þar sem unnið er hörðum höndum að því að hækka varnargarða og bjarga mikilvægum rafmagnsmöstrum. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir brýnt að Bláa lónið verði opnað um leið og það er öruggt. Hann óttast ekki að sláandi myndir frá síðustu dögum hafi fælingarmátt. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 23.11.2024 18:15 Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið fært niður á hættustig og stöðug virkni er í gosinu. Björgunarsveitir hafa þurft að vísa ferðamönnum frá gosstöðvum og varað er við hættu á svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá gosstöðvum og ræðum við lögreglustjórann á Suðurnesjum. Innlent 22.11.2024 18:02 Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Hraun gleypti bílastæði Bláa lónsins í dag og rann yfir Njarðvíkuræð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við magnaðar myndir af gosinu sem hófst skyndilega í gær og verðum í beinni frá gosstöðvum. Innlent 21.11.2024 18:02 Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði stýrivexti í í annað skipti í röð í morgun og býst við að verðbólga haldi áfram að hjaðna. Seðlabankastjóri segir óvissuþætti þó vera í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. Innlent 20.11.2024 18:02 Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Samkeppniseftirlitið hefur fyrirskipað afurðastöðvum að stöðva fyrirhugaða samruna á grundvelli búvörulaga. Stjórnarandstöðuþingmenn segja lögin skýrt dæmi um sérhagsmunagæslu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um málið og rætt við forstjóra Samkeppniseftirlitsins í beinni. Innlent 19.11.2024 18:01 Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Formaður Neytendasamtakanna segir það þingmönnum til ævarandi skammar að hafa samþykkt búvörulög, sem héraðsdómur dæmdi ólögmæt í morgun. Formaður atvinnuveganefndar segist ósammála niðurstöðunni og væntir þess að málið fari fyrir öll þrjú dómsstig. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 18.11.2024 18:03 Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Foreldrar sem eiga börn í skólum í verkfalli upplifa mikið vonleysi. Fjögurra barna móðir segist neyðast til að nota sumarfrísdagana sína og önnur þurfti að hætta í vinnunni því hún hefur ekki getað mætt í rúmar tvær vikur. Við ræðum við formann Kennarasambandsins í beinni útsendingu í myndveri. Innlent 17.11.2024 18:12 Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Prófessor í stjórnmálafræði segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar, um að taka ekki sæti á þingi nái hann kjöri, velta mjög óþægilegri umræðu af Samfylkingunni. Fólk ofmeti þó áhrif einstakra mála og frambjóðenda á hegðun kjósenda. Innlent 16.11.2024 18:01 Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Viðreisn heldur áfram að hækka í könnunum en Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur að lækka. Þetta má sjá í þremur nýjum skoðanakönnunum. Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur kemur í myndver og rýnir í nýjustu kannanir. Innlent 15.11.2024 18:02 Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sósíalistar mælast inni á þingi og flokkurinn fengi fjóra þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Vinstri græn næðu ekki manni inn á þing. Fulltrúar flokkanna bregðast við könnuninni í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 14.11.2024 18:02 Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Ríkislögreglustjóri hyggst kanna mál sem snertir leynilegar upptökur erlends fyrirtækis á syni Jóns Gunnarssonar. Þar kemur fram að Jón hafi samþykkt að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu í matvælaráðuneytinu. Fjórar umsóknir um hvalveiðileyfi hafa borist í ráðuneytið. Brot úr upptökunum verður sýnt í kvöldfréttunum. Innlent 13.11.2024 18:05 Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Skriðuhætta er víða á Vestfjörðum þar sem skriður hafa fallið síðan í gærkvöld. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. Innlent 12.11.2024 18:07 Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Ísraelskt njósnafyrirtæki sendi leynilegar upptökur á íslenska fjölmiðla. Jón Gunnarsson svarar fyrir málið í myndveri. Innlent 11.11.2024 18:11 Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Nýtt myndefni frá erlendum dýraverndunarsamtökum sýnir þegar veist er að fylfullum hryssum við blóðtöku með höggum og spörkum. Í kvöldfréttum verður rætt við íslenskan dýraverndunarsinna, sem segir myndefnið sýna ljótan veruleikann. Innlent 10.11.2024 18:01 Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Engin markviss skráning slysa og óhappa í ferðaþjónustu er fyrir hendi á Íslandi. Starfshópur leggur til að úr því verði bætt. Sérfræðingur segir aukið eftirlit og skýrari öryggisferla vænlegri lausn en boð og bönn. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 9.11.2024 18:02 Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Lyfjatengd andlát voru sex sinnum fleiri á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi í fyrra en að meðaltali í Evrópu. Formaður samtaka um skaðaminnkun segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. Innlent 8.11.2024 18:01 Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Fylgi flokkanna er á töluverðri hreyfingu nú þegar einungis rúmar þrjár vikur eru til kosninga samkvæmt nýrri könnun Maskínu og Viðreisn á miklu flugi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rýnt í spennandi stöðu í pólitíkinni með Ólafi Þ. Harðarsyni, prófessor í stjórnmálafræði. Innlent 7.11.2024 18:01 Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Donald Trump verður fertugasti og sjöundi forseti Bandaríkjanna eftir sögulegan og stærri sigur en búist var við. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við frá sigurræðu Trumps, rýnum í áhrif úrslitanna með prófessor í stjórnmálafræði og verðum í beinni frá Bandaríkjunum. Hólmfríður Gísladóttir, fréttamaður okkar, var í kosningavöku Kamölu Harris í Washington í gærkvöldi og fer yfir andrúmsloftið þar - sem hefur eflaust verið í súrara lagi. Innlent 6.11.2024 18:01 Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sögulega spennandi forsetakosningar fara nú fram í Bandaríkjunum og nokkrar klukkustundir eru í fyrstu tölur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá lokaspretti frambjóðenda og rýnum í stöðuna með Silju Báru Ómarsdóttur, sérfræðingi í bandarískum stjórnmálum. Þá verður Hólmfríður Gísladóttir, fréttamaður, í beinni útsendingu frá barátturíkinu Pensylvaníu og ræðir við kjósendur. Innlent 5.11.2024 18:01 Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem segir að um hræðilegt slys sé að ræða. Innlent 4.11.2024 18:03 Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. Innlent 3.11.2024 18:13 Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Sjúkratryggingum Íslands hefur verið gert að greiða fjörutíu og eina milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, samkvæmt nýjum úrskurði. Forstjóri Intuens, segulómunarfyrirtækis sem kærði Sjúkratryggingar, segir stofnunina mismuna fyrirtækjum og hindra eðlilega samkeppni. Innlent 2.11.2024 18:19 Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Foreldrar tíu mánaða stráks sem fæddist með sjaldgjæfan taugahrörnunarsjúkdóm vonast til að lyfjagjöf í Svíþjóð muni gjörbreyta lífi hans. Hann verður fyrsta íslenska barnið til að fá lyfin. Veröldin hrundi þegar þeim var tilkynnt símleiðis að sonurinn væri með sjúkdóminn. Við tók löng bið eftir að hitta lækni. Innlent 1.11.2024 18:17 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 63 ›
Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Kjördagurinn hefur gengið fram úr öllum vonum í Norðausturkjördæmi þrátt fyrir veðurviðvaranir að sögn varaformanns yfirkjörstjórnar. Kjörfundir haldast opnir og svo virðist sem engin töf verði á talningu. Innlent 30.11.2024 18:02
Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Verkföllum kennara hefur verið frestað frá og miðnætti eftir að tillaga frá ríkissáttasemjara var samþykkt. Ef ekki verður samið fyrir 1. febrúar hefjist verkfallsaðgerðir kennara á ný. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Kennarasambandsins, sem segir enn langt í land að kjarasamningar náist. Innlent 29.11.2024 18:01
Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Samfylking og Viðreisn leiða áfram skoðanakannanir á fylgi flokkanna fyrir alþingiskosningarnar. Spennan magnast fyrir lokakannanirnar sem birtar verða á morgun. Við rýnum í stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og förum yfir möguleg þingsæti í beinni útsendingu. Innlent 28.11.2024 18:01
Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Móðir sextán ára stúlku með einhverfu og fíknivanda fann sig knúna til að senda hana á meðferðarheimili í Suður Afríku því hún hafði ítrekað komið að lokuðum dyrum á Íslandi. Hún mat ástand dóttur sinnar sem svo að hún væri í bráðri hættu. Við ræðum við móðurina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 27.11.2024 18:00
Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Bændasamtökin telja þjóðar-og fæðuöryggi stefnt í voða vegna jarðakaupa innlendra og erlendra spákaupmanna. Framkvæmdastjóri þeirra segir stjórnvöld hafa sofið á verðinum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 26.11.2024 18:00
Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Unnið er hörðum höndum að því að ná saman kjarasamningi við lækna sem reyndist flóknari en talið var í upphafi. Samningsaðilar eru þó vongóðir. Sömuleiðis eru bundnar vonir um að jákvæð niðurstaða náist í deilu sveitarfélaga og ríkis við kennara. Við ræðum við Ástráð Haraldsson, ríkissáttasemjara, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 um stöðuna í lok dags. Innlent 25.11.2024 18:01
Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Samningaviðræður í kjaradeilu lækna og ríkisins eru á lokastigi og verið er að teikna upp kjarasamning, að sögn ríkissáttasemjara. Keppst er við að ná samningum áður en verkfall lækna hefst á miðnætti. Við förum yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30. Innlent 24.11.2024 18:14
Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Hraun ógnar nú innviðum af ýmsu tagi í Svartsengi, þar sem unnið er hörðum höndum að því að hækka varnargarða og bjarga mikilvægum rafmagnsmöstrum. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir brýnt að Bláa lónið verði opnað um leið og það er öruggt. Hann óttast ekki að sláandi myndir frá síðustu dögum hafi fælingarmátt. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 23.11.2024 18:15
Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið fært niður á hættustig og stöðug virkni er í gosinu. Björgunarsveitir hafa þurft að vísa ferðamönnum frá gosstöðvum og varað er við hættu á svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá gosstöðvum og ræðum við lögreglustjórann á Suðurnesjum. Innlent 22.11.2024 18:02
Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Hraun gleypti bílastæði Bláa lónsins í dag og rann yfir Njarðvíkuræð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við magnaðar myndir af gosinu sem hófst skyndilega í gær og verðum í beinni frá gosstöðvum. Innlent 21.11.2024 18:02
Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði stýrivexti í í annað skipti í röð í morgun og býst við að verðbólga haldi áfram að hjaðna. Seðlabankastjóri segir óvissuþætti þó vera í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. Innlent 20.11.2024 18:02
Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Samkeppniseftirlitið hefur fyrirskipað afurðastöðvum að stöðva fyrirhugaða samruna á grundvelli búvörulaga. Stjórnarandstöðuþingmenn segja lögin skýrt dæmi um sérhagsmunagæslu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um málið og rætt við forstjóra Samkeppniseftirlitsins í beinni. Innlent 19.11.2024 18:01
Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Formaður Neytendasamtakanna segir það þingmönnum til ævarandi skammar að hafa samþykkt búvörulög, sem héraðsdómur dæmdi ólögmæt í morgun. Formaður atvinnuveganefndar segist ósammála niðurstöðunni og væntir þess að málið fari fyrir öll þrjú dómsstig. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 18.11.2024 18:03
Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Foreldrar sem eiga börn í skólum í verkfalli upplifa mikið vonleysi. Fjögurra barna móðir segist neyðast til að nota sumarfrísdagana sína og önnur þurfti að hætta í vinnunni því hún hefur ekki getað mætt í rúmar tvær vikur. Við ræðum við formann Kennarasambandsins í beinni útsendingu í myndveri. Innlent 17.11.2024 18:12
Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Prófessor í stjórnmálafræði segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar, um að taka ekki sæti á þingi nái hann kjöri, velta mjög óþægilegri umræðu af Samfylkingunni. Fólk ofmeti þó áhrif einstakra mála og frambjóðenda á hegðun kjósenda. Innlent 16.11.2024 18:01
Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Viðreisn heldur áfram að hækka í könnunum en Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur að lækka. Þetta má sjá í þremur nýjum skoðanakönnunum. Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur kemur í myndver og rýnir í nýjustu kannanir. Innlent 15.11.2024 18:02
Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sósíalistar mælast inni á þingi og flokkurinn fengi fjóra þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Vinstri græn næðu ekki manni inn á þing. Fulltrúar flokkanna bregðast við könnuninni í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 14.11.2024 18:02
Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Ríkislögreglustjóri hyggst kanna mál sem snertir leynilegar upptökur erlends fyrirtækis á syni Jóns Gunnarssonar. Þar kemur fram að Jón hafi samþykkt að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu í matvælaráðuneytinu. Fjórar umsóknir um hvalveiðileyfi hafa borist í ráðuneytið. Brot úr upptökunum verður sýnt í kvöldfréttunum. Innlent 13.11.2024 18:05
Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Skriðuhætta er víða á Vestfjörðum þar sem skriður hafa fallið síðan í gærkvöld. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. Innlent 12.11.2024 18:07
Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Ísraelskt njósnafyrirtæki sendi leynilegar upptökur á íslenska fjölmiðla. Jón Gunnarsson svarar fyrir málið í myndveri. Innlent 11.11.2024 18:11
Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Nýtt myndefni frá erlendum dýraverndunarsamtökum sýnir þegar veist er að fylfullum hryssum við blóðtöku með höggum og spörkum. Í kvöldfréttum verður rætt við íslenskan dýraverndunarsinna, sem segir myndefnið sýna ljótan veruleikann. Innlent 10.11.2024 18:01
Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Engin markviss skráning slysa og óhappa í ferðaþjónustu er fyrir hendi á Íslandi. Starfshópur leggur til að úr því verði bætt. Sérfræðingur segir aukið eftirlit og skýrari öryggisferla vænlegri lausn en boð og bönn. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 9.11.2024 18:02
Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Lyfjatengd andlát voru sex sinnum fleiri á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi í fyrra en að meðaltali í Evrópu. Formaður samtaka um skaðaminnkun segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. Innlent 8.11.2024 18:01
Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Fylgi flokkanna er á töluverðri hreyfingu nú þegar einungis rúmar þrjár vikur eru til kosninga samkvæmt nýrri könnun Maskínu og Viðreisn á miklu flugi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rýnt í spennandi stöðu í pólitíkinni með Ólafi Þ. Harðarsyni, prófessor í stjórnmálafræði. Innlent 7.11.2024 18:01
Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Donald Trump verður fertugasti og sjöundi forseti Bandaríkjanna eftir sögulegan og stærri sigur en búist var við. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við frá sigurræðu Trumps, rýnum í áhrif úrslitanna með prófessor í stjórnmálafræði og verðum í beinni frá Bandaríkjunum. Hólmfríður Gísladóttir, fréttamaður okkar, var í kosningavöku Kamölu Harris í Washington í gærkvöldi og fer yfir andrúmsloftið þar - sem hefur eflaust verið í súrara lagi. Innlent 6.11.2024 18:01
Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sögulega spennandi forsetakosningar fara nú fram í Bandaríkjunum og nokkrar klukkustundir eru í fyrstu tölur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá lokaspretti frambjóðenda og rýnum í stöðuna með Silju Báru Ómarsdóttur, sérfræðingi í bandarískum stjórnmálum. Þá verður Hólmfríður Gísladóttir, fréttamaður, í beinni útsendingu frá barátturíkinu Pensylvaníu og ræðir við kjósendur. Innlent 5.11.2024 18:01
Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem segir að um hræðilegt slys sé að ræða. Innlent 4.11.2024 18:03
Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. Innlent 3.11.2024 18:13
Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Sjúkratryggingum Íslands hefur verið gert að greiða fjörutíu og eina milljón króna í stjórnvaldssekt vegna ólögmætra samninga við myndgreiningarfyrirtæki, samkvæmt nýjum úrskurði. Forstjóri Intuens, segulómunarfyrirtækis sem kærði Sjúkratryggingar, segir stofnunina mismuna fyrirtækjum og hindra eðlilega samkeppni. Innlent 2.11.2024 18:19
Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Foreldrar tíu mánaða stráks sem fæddist með sjaldgjæfan taugahrörnunarsjúkdóm vonast til að lyfjagjöf í Svíþjóð muni gjörbreyta lífi hans. Hann verður fyrsta íslenska barnið til að fá lyfin. Veröldin hrundi þegar þeim var tilkynnt símleiðis að sonurinn væri með sjúkdóminn. Við tók löng bið eftir að hitta lækni. Innlent 1.11.2024 18:17