Kvöldfréttir Stöðvar 2 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu. Innlent 29.6.2022 18:08 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Rússar eru sakaðir um stríðsglæpi eftir árás á verslunarmiðstöð í Úkraínu. Hið minnsta tíu eru látnir og fjörutíu slasaðir en óttast er að talan verði mun hærri. Innlent 27.6.2022 17:58 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt í málinu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 26.6.2022 18:08 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skotárásin sem gerð var á hinsegin skemmtistað í miðborg Oslóar í nótt er talin vera hryðjuverk öfgafulls íslamista. Tveir létust og fjórtán særðust. Íslendingur í Noregi óttaðist um hinsegin vini sína og segir skilning fyrir því að gleðigöngu hafi verið frestað. Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og verðum í beinni útsendingu frá minningarstund Samtakanna '78 í Norræna húsinu. Innlent 25.6.2022 18:16 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Réttur bandarískra kvenna til þungunarrofs var felldur úr gildi í dag með sögulegri niðurstöðu Hæstarétts Bandaríkjanna sem sneri við fimmtíu ára gömlu dómafordæmi Roe gegn Wade. Innlent 24.6.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sérsveit Ríkislögreglustjóra vopnaðist margfalt oftar á síðasta ári vegna skotvopna en fimm árum áður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir vísbendingar um að fólk hiki síður við að beita skotvopnum á almannafæri. Innlent 23.6.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Umsátursástand myndaðist í Hafnarfirði í dag eftir að skotið var með riffli á feðga í bíl fyrir utan leikskóla. Árásarmaðurinn, sem er íbúi í fjölbýlishúsi við leikskólann, gaf sig fram nokkrum klukkutímum síðar. Innlent 22.6.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sögulegar verðhækkanir hafa orðið á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu síðasta árið. Íslandsbanki býst við að verð haldi áfram að hækka næstu mánuði og gerir ráð fyrir stýrivaxtahækkun á morgun. Innlent 21.6.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sífellt fleiri börn fá ADHD-lyf hér á landi. Í dag fær um einn af hverjum sjö strákum slík lyf og um ein af hverjum tíu stelpum. Prófessor í sálfræði segir þetta óeðlilega þróun og úr takti við nálganir annarra norrænna samfélaga. Innlent 20.6.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íslendingar eru orðnir margfaldir Norðurlandameistarar í notkun örvandi ADHD-lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra á milli ára. Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eftir að hafa verið ávísað slíkum lyfjum, að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Innlent 19.6.2022 18:14 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Yfirmaður vinnuhóps OECD gegn mútum segir að það sé hálfvandræðalegt fyrir Ísland að yfirvöld í Namibíu dragi vagninn í rannsókn á Samherjamálinu. Hópurinn hefur fylgst með framvindu málsins og krefst nú svara frá yfirvöldum á Íslandi vegna afskipta lögreglu af blaðamönnum. Innlent 18.6.2022 18:26 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Orkuveita Reykjavíkur þarf að greiða Áslaugu Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanni hjá fyrirtækinu, skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar, samkvæmt nýföllnum dómi Landsréttar. Áslaug fagnar málalokum. Við ræðum við framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 en fyrirtækið hyggst una niðurstöðunni. Fréttir 16.6.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. Innlent 15.6.2022 18:01 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Útlendingafrumvarp og leigubílafrumvarp ríkisstjórnarinnar verða ekki afgreidd fyrir þinglok. Allir stjórnarandstöðuflokkar nema Miðflokkur ættu að fá eitt þingmannamál afgreitt ef þinglokasamningar halda. Innlent 14.6.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Öryrki sem þarf að lifa á sextán þúsund krónum á mánuði eftir að hafa misst húsnæðisbætur segir ríkið hafa kippt fótunum undan sér. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 á Bylgjunni og Stöð 2. Innlent 13.6.2022 18:10 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöldfréttum Stöðvar 2 gagnrýnir Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra áætlanir stjórnarflokkanna varðandi rammaáætlun þrjú. Stjórnarandstaðan fékk fyrst að sjá endanlegt álit meirihlutans á föstudag en afgreiða á áætlunina ásamt fjölmörgum öðrum málum fyrir þinghlé á fimmtudag. Innlent 12.6.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í formanni Afstöðu, félags fanga, sem segir fólk með geðræn vandamál sem ekki fái viðunandi þjónustu vera tifandi tímasprengjur víða í þjóðfélaginu. Innlent 11.6.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkið ætlar að spara tæpa tuttugu og sex milljarða króna á næsta ári með aðhaldsaðgerðum og hækkun gjalda. Atvinnuvinnuveganefnd afgreiddi umdeilt frumvarp Lilju Alfreðsdóttur um hækkun endurgreiðslna til kvikmyndagerðar til lokaafgreiðslu á Alþingi í dag. Innlent 10.6.2022 18:11 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á mesta magn fíkniefna sem fundist hefur á Íslandi í einu og sama máli. Tíu hafa verið handteknir og þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna tveggja rannsókna á umfangsmikilli skipulagðri brotastarfsemi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við ítarlega um málið og sjáum það gríðarlega magn fíkniefna sem lögregla hefur lagt hald á. Innlent 9.6.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Pútin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Utanríkisráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Pútin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 8.6.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson njóta álíka mikils fylgis í embætti borgarstjóra meðal kjósenda flokkanna fjögurra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík samkvæmt könnun Maskínu. Kosningu í tvö ný ráð borgarinnar var frestað í dag að ósk borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíkjum við á fyrsta borgarstjórnarfund kjörtímabilsins og greinum nýjan meirihlutasáttmála. Innlent 7.6.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um nýjan meirihluta í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri í nýjum meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Einar Þorsteinsson tekur við embættinu eftir átján mánuði, fyrstur Framsóknarmanna. Innlent 6.6.2022 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum fjöllum við um morðrannsókn. Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið nágranna sínum að bana í gær. Lögregla hafði fyrr um daginn verið kölluð til vegna hegðunar mannsins en ekki fjarlægt hann. Við ræðum við lögreglu í fréttatímanum. Innlent 5.6.2022 18:07 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Atvinnurekandi segir vert að skoða hvort lækka eigi launabil milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu. Slík nálgun á næstu kjarasamninga myndi koma í veg fyrir hækkandi vöruverð. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekkert vit í slíkum hugmyndum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 4.6.2022 18:05 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forsætisráðherra þvertekur fyrir að ófriður sé á stjórnarheimilinu þrátt fyrir ágreining tveggja ráðherra sinna. Formaður Framsóknarflokksins stendur með sínum ráðherra en vill ekki að rifist sé í gegn um fjölmiðla. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.6.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verð á bensíni hefur aldrei verið hærra og er fyrirséð að það hækki enn meira á næstu vikum. Bensínfyrirtæki eiga erfitt með að skýra gríðarlegan verðmun milli eigin stöðva, jafnvel stöðva sem liggja hlið við hlið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við formann Félags íslenskra bifreiðaeigenda í beinni útsendingu. Innlent 2.6.2022 17:57 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum heyrum við í konu sem beið í hálfan sólarhring eftir þjónustu á bráðamóttöku Landsspítalans. Hún segir fólk verða að vera í topp standi til að þola biðina. Innlent 1.6.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hjúkrunarfræðingur sem sagði upp störfum á bráðamóttöku vegna álags segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum hér á landi. Manneklan sé nú gríðarleg og viðbúið að staðan versni. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta kjör og aðbúnað. Innlent 31.5.2022 18:05 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs segist vilja áfrýja dómnum til Landsréttar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við Sindra Þór um niðurstöðuna. Innlent 30.5.2022 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum verður rætt við fjölskyldu fatlaðs manns frá Íran sem vísað verður úr landi að óbreyttu. Fjölskyldan segir stjórnvöld senda hann út í opinn dauðann fari hann til Grikklands. Nauðsynleg læknisþjónusta sem hann hefur notið hér stendur honum ekki til boða þar í landi. Innlent 29.5.2022 18:07 « ‹ 27 28 29 30 31 32 33 34 35 … 63 ›
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu. Innlent 29.6.2022 18:08
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Rússar eru sakaðir um stríðsglæpi eftir árás á verslunarmiðstöð í Úkraínu. Hið minnsta tíu eru látnir og fjörutíu slasaðir en óttast er að talan verði mun hærri. Innlent 27.6.2022 17:58
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt í málinu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 26.6.2022 18:08
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skotárásin sem gerð var á hinsegin skemmtistað í miðborg Oslóar í nótt er talin vera hryðjuverk öfgafulls íslamista. Tveir létust og fjórtán særðust. Íslendingur í Noregi óttaðist um hinsegin vini sína og segir skilning fyrir því að gleðigöngu hafi verið frestað. Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og verðum í beinni útsendingu frá minningarstund Samtakanna '78 í Norræna húsinu. Innlent 25.6.2022 18:16
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Réttur bandarískra kvenna til þungunarrofs var felldur úr gildi í dag með sögulegri niðurstöðu Hæstarétts Bandaríkjanna sem sneri við fimmtíu ára gömlu dómafordæmi Roe gegn Wade. Innlent 24.6.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sérsveit Ríkislögreglustjóra vopnaðist margfalt oftar á síðasta ári vegna skotvopna en fimm árum áður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir vísbendingar um að fólk hiki síður við að beita skotvopnum á almannafæri. Innlent 23.6.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Umsátursástand myndaðist í Hafnarfirði í dag eftir að skotið var með riffli á feðga í bíl fyrir utan leikskóla. Árásarmaðurinn, sem er íbúi í fjölbýlishúsi við leikskólann, gaf sig fram nokkrum klukkutímum síðar. Innlent 22.6.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sögulegar verðhækkanir hafa orðið á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu síðasta árið. Íslandsbanki býst við að verð haldi áfram að hækka næstu mánuði og gerir ráð fyrir stýrivaxtahækkun á morgun. Innlent 21.6.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sífellt fleiri börn fá ADHD-lyf hér á landi. Í dag fær um einn af hverjum sjö strákum slík lyf og um ein af hverjum tíu stelpum. Prófessor í sálfræði segir þetta óeðlilega þróun og úr takti við nálganir annarra norrænna samfélaga. Innlent 20.6.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íslendingar eru orðnir margfaldir Norðurlandameistarar í notkun örvandi ADHD-lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra á milli ára. Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eftir að hafa verið ávísað slíkum lyfjum, að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Innlent 19.6.2022 18:14
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Yfirmaður vinnuhóps OECD gegn mútum segir að það sé hálfvandræðalegt fyrir Ísland að yfirvöld í Namibíu dragi vagninn í rannsókn á Samherjamálinu. Hópurinn hefur fylgst með framvindu málsins og krefst nú svara frá yfirvöldum á Íslandi vegna afskipta lögreglu af blaðamönnum. Innlent 18.6.2022 18:26
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Orkuveita Reykjavíkur þarf að greiða Áslaugu Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanni hjá fyrirtækinu, skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar, samkvæmt nýföllnum dómi Landsréttar. Áslaug fagnar málalokum. Við ræðum við framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 en fyrirtækið hyggst una niðurstöðunni. Fréttir 16.6.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. Innlent 15.6.2022 18:01
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Útlendingafrumvarp og leigubílafrumvarp ríkisstjórnarinnar verða ekki afgreidd fyrir þinglok. Allir stjórnarandstöðuflokkar nema Miðflokkur ættu að fá eitt þingmannamál afgreitt ef þinglokasamningar halda. Innlent 14.6.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Öryrki sem þarf að lifa á sextán þúsund krónum á mánuði eftir að hafa misst húsnæðisbætur segir ríkið hafa kippt fótunum undan sér. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 á Bylgjunni og Stöð 2. Innlent 13.6.2022 18:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöldfréttum Stöðvar 2 gagnrýnir Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra áætlanir stjórnarflokkanna varðandi rammaáætlun þrjú. Stjórnarandstaðan fékk fyrst að sjá endanlegt álit meirihlutans á föstudag en afgreiða á áætlunina ásamt fjölmörgum öðrum málum fyrir þinghlé á fimmtudag. Innlent 12.6.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í formanni Afstöðu, félags fanga, sem segir fólk með geðræn vandamál sem ekki fái viðunandi þjónustu vera tifandi tímasprengjur víða í þjóðfélaginu. Innlent 11.6.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkið ætlar að spara tæpa tuttugu og sex milljarða króna á næsta ári með aðhaldsaðgerðum og hækkun gjalda. Atvinnuvinnuveganefnd afgreiddi umdeilt frumvarp Lilju Alfreðsdóttur um hækkun endurgreiðslna til kvikmyndagerðar til lokaafgreiðslu á Alþingi í dag. Innlent 10.6.2022 18:11
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á mesta magn fíkniefna sem fundist hefur á Íslandi í einu og sama máli. Tíu hafa verið handteknir og þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna tveggja rannsókna á umfangsmikilli skipulagðri brotastarfsemi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við ítarlega um málið og sjáum það gríðarlega magn fíkniefna sem lögregla hefur lagt hald á. Innlent 9.6.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Pútin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Utanríkisráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Pútin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 8.6.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson njóta álíka mikils fylgis í embætti borgarstjóra meðal kjósenda flokkanna fjögurra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík samkvæmt könnun Maskínu. Kosningu í tvö ný ráð borgarinnar var frestað í dag að ósk borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíkjum við á fyrsta borgarstjórnarfund kjörtímabilsins og greinum nýjan meirihlutasáttmála. Innlent 7.6.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um nýjan meirihluta í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri í nýjum meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Einar Þorsteinsson tekur við embættinu eftir átján mánuði, fyrstur Framsóknarmanna. Innlent 6.6.2022 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum fjöllum við um morðrannsókn. Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið nágranna sínum að bana í gær. Lögregla hafði fyrr um daginn verið kölluð til vegna hegðunar mannsins en ekki fjarlægt hann. Við ræðum við lögreglu í fréttatímanum. Innlent 5.6.2022 18:07
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Atvinnurekandi segir vert að skoða hvort lækka eigi launabil milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu. Slík nálgun á næstu kjarasamninga myndi koma í veg fyrir hækkandi vöruverð. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekkert vit í slíkum hugmyndum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 4.6.2022 18:05
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forsætisráðherra þvertekur fyrir að ófriður sé á stjórnarheimilinu þrátt fyrir ágreining tveggja ráðherra sinna. Formaður Framsóknarflokksins stendur með sínum ráðherra en vill ekki að rifist sé í gegn um fjölmiðla. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.6.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verð á bensíni hefur aldrei verið hærra og er fyrirséð að það hækki enn meira á næstu vikum. Bensínfyrirtæki eiga erfitt með að skýra gríðarlegan verðmun milli eigin stöðva, jafnvel stöðva sem liggja hlið við hlið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við formann Félags íslenskra bifreiðaeigenda í beinni útsendingu. Innlent 2.6.2022 17:57
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum heyrum við í konu sem beið í hálfan sólarhring eftir þjónustu á bráðamóttöku Landsspítalans. Hún segir fólk verða að vera í topp standi til að þola biðina. Innlent 1.6.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hjúkrunarfræðingur sem sagði upp störfum á bráðamóttöku vegna álags segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum hér á landi. Manneklan sé nú gríðarleg og viðbúið að staðan versni. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta kjör og aðbúnað. Innlent 31.5.2022 18:05
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs segist vilja áfrýja dómnum til Landsréttar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við Sindra Þór um niðurstöðuna. Innlent 30.5.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum verður rætt við fjölskyldu fatlaðs manns frá Íran sem vísað verður úr landi að óbreyttu. Fjölskyldan segir stjórnvöld senda hann út í opinn dauðann fari hann til Grikklands. Nauðsynleg læknisþjónusta sem hann hefur notið hér stendur honum ekki til boða þar í landi. Innlent 29.5.2022 18:07