Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Smitrakningarteymið sér ekki lengur fram á að geta hringt í alla sem greinast með kórónuveiruna, líkt og gert hefur verið hingað til. Ástæðan er gríðarlegur fjöldi smitaðra, en rúmur fjórðungur þeirra sem fór í sýnatöku í gær reyndist smitaður. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Of snemmt er að draga ályktanir um álagið sem omíkron-afbrigðið mun valda Landspítalanum. Veikt fólk beið úti tímunum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. Rætt verður við yfirlögregluþjón almannavarna í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Búist er við að ómíkronafbrigði kórónuveirunnar breiðist hratt út hér á landi næstu daga eftir að metfjöldi greindist smitaður af veirunni í gær.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er enn í fullum gangi þó stórum skjálftum hafi farið fækkandi með deginum. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir og svo gæti farið að kvika komi nokkuð hratt upp á yfirborðið. Farið verður yfir nýjustu vendingar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring en í gær.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tuttugu manna samkomubann og seinkun á skólastarfi er meðal þess sem sóttvarnalæknir leggur til í minnisblaði sínu. Enn eitt metið var slegið í fjölda smitaðra í gær og tæplega þúsund hafa greinst smitaðir síðustu fimm daga. Sóttvarnarlæknir segir ómíkron haga sér eins og ný veira. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Í beinni: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöld­fréttum heyrum við í Sigurði Inga Jóhanns­syni inn­viða­ráð­herra sem segir ó­tækt að sveitar­fé­lagið Vogar ætli eitt sveitar­fé­laga á Reykja­nesi að rjúfa þá sam­stöðu sem loks hafi náðst um lagningu Suður­ne­sja­línu tvö.

Innlent
Fréttamynd

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar tvö förum við ítarlega í stöðuna á Alþingi vegna covidveikinda þingmanna. Við heyrum í konu sem segir starfsfólk Læknavaktarinar hafa afskrifað hana sem móðursjúka þegar hún leitaði þangað vegna veikinda barnungs sonar hennar en hann reyndist síðan með heilabæðingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Landsdómur dæmdi tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum 610 milljónir í bætur í dag. Í kvöldfréttum heyrum við í Ragnari Aðalsteinssyni sem segir þetta áfellisdóm yfir íslenska ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá því að sveitarfélagið Vogar er eina sveitarfélagið á Reykjanesi sem stendur í vegi fyrir lagningu Suðurlínu 2 í loftlínu. Hafin er undirbúningur á aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir að línan verði lögð í jörð.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögregla er með nokkur mál til rannsóknar þar sem fólk hefur millifært milljónir á erlenda glæpahópa í trú um að það sé að kaupa sér bíl. Oftast er ómögulegt að fá peninginn til baka.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Öll tölvukerfi á vegum ríkisins hafa verið yfirfarin vegna alvarlegs öryggisgalla sem uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum að sögn forsætisráðherra. Framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækis segir einungis tímaspursmál hvenær tölvuþrjótum tekst að valda miklu tjóni hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Log4j veikleikans sem getur veitt tölvuþrjótum aðgang að mikilvægum innviðum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstjóra Fjarskiptastofnunar um stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hátt í hundrað eru látnir í mannskæðasta fellibyl í sögu Kentucky-ríkis. Við sýnum myndir frá hamfarasvæðum í Bandaríkjunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við Íslending í St. Louis í Missouri sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina. Hún segir eyðilegginguna ofboðslega.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tölvuþrjótar gætu nýtt sér alvarlegan öryggisveikleika, sem uppgötvaðist fyrir helgi. Netöryggissveit reynir að fyrirbyggja árásir. Við ræðum við forstöðumann netöryggissveitarinnar CERT-IS um málið í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkvína gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er tilbúinn að skoða aðrar leiðir.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Knattspyrnusamband Íslands vissi af fjórum frásögnum um kynbundið eða kynferðislegt ofbeldi innan sambandsins, samkvæmt niðurstöðum úttektarnefndar.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Flugmálayfirvöld búa sig undir að eldgos í Grímsvötnum geti valdið verulegum truflunum á flugumferð, bæði hérlendis og inn í Evrópu. Eldstöðin er komin á appelsínugula viðvörun gagnvart alþjóðaflugi, sem táknar vaxandi líkur á gosi. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá foreldrum sem tóku barn sitt úr vistun í Garðabæ vegna grunsamlegrar hegðunar Hjalteyrarhjónanna, sem hafa verið sökuð um gróft ofbeldi gegn börnum. Foreldrarnir létu Garðabæ vita.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Gert er ráð fyrir að hlaupið í Grímsvötnum nái hámarki á morgun en íshellan hefur sigið um 40 metra. Engin merki er um gosóróa á svæðinu. Við sýnum stórkostlegar myndir sem Ragnar Axelsson, RAX, tók af svæðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem nú er til umræðu á Alþingi og kallar það bráðabirgðafrumvarp. Ekki er víst að þingið nái að ljúka afgreiðslu frumvarpsins fyrir jól. Heimir Már verður í beinni frá Alþingi í fréttatímanum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö á eftir.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að allt að sjö manns hafa greinst með nýjasta afbrigði kórónuveirunnar, omíkron hér á landi. Fólkið tengist og er því enn möguleiki að veiran hafi ekki náð að dreifa sér í samfélaginu eins og víða erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Grímsvatnahlaupið er byrjað að bresta fram undan jaðri Skeiðarárjökuls og lýstu Almannavarnir nú síðdegis yfir óvissuástandi. Vatnshæðin í Gígjukvísl hefur hækkað um einn metra í dag en brúin er ekki talin í hættu. Mikil spenna ríkir um hvort eldgos fylgi hlaupinu en engin merki um gosóróa hafa enn sést.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjármálaráðherra segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins leggist á eitt með Seðlabankanum og stjórnvöldum í að koma verðbólgunni niður. Hagur eldri borgara og öryrkja verði bættur á næsta ári og stefnt að nýjum samningum um þeirra kjör. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um ný fjárlög og rætt við fulltrúa vinnumarkaðarins og atvinnurekenda í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Lyklar og aðgangskort voru afhent níu ráðherrum sem tóku við nýjum ráðuneytum í morgun. Þeir voru allir sáttir með ný hlutverk og ætla sér stóra hluti á komandi kjörtímabili. Í kvöldfréttum fylgjumst við með lyklaskiptunum í morgun og ræðum við þingmenn stjórnarandstöðunnar í beinni útsendingu – sem missa formennsku í þingnefndum á kjörtímabilinu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sjö ráðherrar höfðu stólaskipti á Bessastöðum í dag. Við fjöllum ítarlega um nýja ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, stjórnarsáttmálann og nýja ráðherra í kvöldfréttum stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sjálfstæðisflokkur fær flest ráðuneyti og Framsókn fær heilbrigðisráðuneyti, samkvæmt heimildum fréttastofu og Innherja um nýjan stjórnarsáttmála sem kynntur var flokkunum í dag. Við förum yfir skiptingu ráðuneyta eftir flokkum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan hálf sjö.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ferðabönn hafa verið sett á og hlutabréf fallið í verði um allan heim í dag vegna vaxandi áhyggja af útbreiðslu nýs mjög stökkbreytts afbrigðis kórónuveirunnar. Það hefur nú greinst í að minnsta kosti fimm löndum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent