Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. Innlent 25.11.2021 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum en dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Innlent 24.11.2021 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. Innlent 23.11.2021 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Bæjarstjórar Akureyrar og Garðabæjar telja rétt að starfshættir hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar verði rannsakaðir. Hjónin ráku dagvistun og leikskóla í Garðabæ í tæp 20 ár. Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið sína kvörtun alvarlega. Innlent 22.11.2021 18:00 Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar dvaldi sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og í fréttaauka að loknum íþróttafréttum. Innlent 21.11.2021 18:26 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Landspítalanum er sífellt stærri vandi á höndum við að manna störf og álagið er enn stigvaxandi vegna faraldursins. Í gær var gripið til nýs ráðs í úthringiveri Covid-göngudeildarinnar, sem bar undraverðan árangur. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Innlent 20.11.2021 18:13 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid. Innlent 19.11.2021 18:06 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Fimm hafa sagt upp. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30. Innlent 18.11.2021 18:09 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heilbrigðisráðherra hugnast ekki aðgerðir sem gætu mismunað bólusettum og óbólusettum. Tuttugu þúsund Íslendingar fengu þriðja skammt í fyrstu viku bólusetningarátaks, færri en vonast var til. Innlent 17.11.2021 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem sagði sögu látinnar vinkonu sinnar varðandi kynferðislega áreitni af hálfu lögmanns um aldamótin krefst réttlætis. Málið hafi hvílt þungt á henni í tuttugu ár. Fyrrverandi vinnuveitandi lögmannsins segir óvíst hvort rétt hafi verið brugðist við málinu á sínum tíma og ætlar að skoða hvort fleiri sambærileg mál hafi komið upp. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.11.2021 18:05 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti, sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barn, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans segja verulega vankanta vera á aðbúnaði barna á leikskólanum og krefjast þess að honum verði tafarlaust lokað. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 15.11.2021 18:10 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar ásamtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö verður rætt við fólk búsett í hinum ýmsu löndum í Evrópu um hvort og hvernig sóttvarnarreglur eru í þeirra heimalöndum. Fréttir 14.11.2021 18:10 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttatíma okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö í kvöld segjum við frá alvarlegri hnífaárás sem var við Hagkaup í Garðabæ í gær. Lögreglan segir að ofbeldisglæpum sem þessum fari fjölgandi og séu alvarlegri en áður. Innlent 13.11.2021 18:10 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Harðar sóttvarnaaðgerðir til næstu þriggja vikna taka gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra skorar á alla sem fá boðun að þiggja þriðju bólusetninguna en stefnt sé að því að bólusetja um helming fullorðins fólks fyrir áramót. Fjallað verður ítarlega um nýjar reglur í kvöldfréttum. Innlent 12.11.2021 18:17 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heilbrigðisráðherra segir kórónuveirufaraldurinn vera orðinn nokkuð stjórnlausan. Metfjöldi smitaðra af veirunni kalli á hertar sóttvarnaaðgerðir. Sóttvarnalæknir undirbýr minnisblað til ráðherrans. Innlent 11.11.2021 18:08 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Einn lést og annar slasaðist alvarlega þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól skullu saman á hjólastíg í Reykjavík í morgun. Lögregla segist lengi hafa óttast að svo alvarlegt slys kynni að verða í ljósi sívaxandi vinsælda rafmagnshlaupahjóla, sem sum fari langt yfir leyfilegan hámarkshraða. Innlent 10.11.2021 18:17 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Deildarstjóri Covid-göngudeildar óttast að Landspítalinn hætti að ráða við álagið með áframhaldandi fjölgun smitaðra í samfélaginu og telur að grípa þurfi til mun hertari aðgerða svo staðan verði ekki eins slæm og víða annars staðar í Evrópu. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Innlent 9.11.2021 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Móðir níu ára stúlku hefur kært starfsmann Gerðaskóla í Garði til lögreglu fyrir ofbeldi gegn dóttur sinni. Hann hafi snúið stelpuna niður þegar hún klóraði í áttina að honum. Hún segir það viðtekna venju í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi. Rætt verður við móðurina í kvöldfréttum. Innlent 8.11.2021 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum heyrum við í sóttvarnalækni sem óttast að sama neyðarástandið skapist hér og víða í austur Evrópu ef nýjustu sóttvarnaaðgerðirnar skili ekki skjótum árangri. Innlent 7.11.2021 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar greinir verkefnastjóri farsóttanefndar frá því að Landspítalinn sé kominn að þanmörkum vegna vaxandi útbreiðslu kórónuveirunnar. Fjölgun innlagna vegna Covid-veikinda lami aðra starfsemi spítalans. Innlent 6.11.2021 17:44 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum segjum við frá ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar vegna þeirra hertu sóttvarnaaðgerða sem heilbrigðisráðherra ákvað að grípa til í dag vegna mikillar aukningar á útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Sóttvarnalæknir óttast að neyðarástand skapist á sjúkrahúsum landsins og segir núverandi bylgju faraldursins þá stærstu frá upphafi. Innlent 5.11.2021 18:17 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Allt bendir til að heilbrigðisráðherra grípi til sóttvarnatakmarkana eftir ríkisstjórnarfund á morgun vegna mikillar aukningar á útbreiðslu kórónuveirunnar í þjóðfélaginu. Aldrei hafa fleiri greinst utan sóttkvíar og í gær frá upphafi faraldurins. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30. Innlent 4.11.2021 18:03 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti segir ummæli fráfarandi framkvæmdastjóra Eflingar um trúnaðarmenn félagsins vera sorgleg og hafa möguleg áhrif á störf þeirra og vinnumarkaðinn í heild. Fjallað verður nánar um vendingar innan Eflingar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.11.2021 18:06 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sóttvarnalæknir telur að samkomutakmarkanir þurfi að vera við lýði næstu mánuði eða ár. Hann kallar eftir umræðu á meðal stjórnmálamanna um hæfilegan milliveg til frambúðar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 2.11.2021 18:05 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Starfsfólk Eflingar segist hafa upplifað vanlíðan og hræðslu í starfi vegna slæmrar framkomu og hótana stjórnenda um uppsögn. Formaður og framkvæmdastjóri Eflingar hafa látið af störfum hjá félaginu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30. Innlent 1.11.2021 18:06 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Maður sem smitaðist af Covid-19 á hjartadeild aðeins örfáum dögum eftir stóra aðgerð segist eiga bóluefnum líf sitt að þakka. Rætt verður við manninn í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem gagnrýnir að heimsóknir hafi verið leyfðar á deildinni. Innlent 31.10.2021 18:14 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Svo getur farið að mönnunarkrísa á Landspítala leiði til þess að almenningur þurfi að búa við sóttvarnatakmarkanir á ný að sögn forstjóra Landspítalans. Staðan er mjög tvísýn á sjúkrahúsinu. Rætt verður við forstjóra Landspítalans í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 30.10.2021 18:11 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stór skemmtanahelgi virðist fram undan þrátt fyrir mikla uppsveiflu í faraldrinum þar sem aldrei hafa fleiri mætt í hraðpróf vegna viðburða en í dag.Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum og verðum í beinni útsendingu frá sýnatökustað og frá miðbænum - þar sem allt iðar af lífi Innlent 29.10.2021 18:15 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heilbrigðisráðherra telur verulega ólíklegt að sóttvarnatakmörkunum innanlands verði aflétt að fullu 18. nóvember líkt og stjórnvöld höfðu boðað. Ráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðunni þó enn sé ekki hugað að hertum aðgerðum. Innlent 28.10.2021 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Um sex hundruð starfsmenn Landspítalans eru enn óbólusettir og til skoðunar gæti komið að meina þeim sem ekki hafa fyrir því gilda ástæðu að mæta til vinnu. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga réttlætingu fyrir því að tíu prósent starfsmenna spítalans séu óbólusettir. Málið sé grafalvarlegt. Innlent 27.10.2021 18:00 « ‹ 34 35 36 37 38 39 40 41 42 … 63 ›
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. Innlent 25.11.2021 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum en dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Innlent 24.11.2021 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. Innlent 23.11.2021 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Bæjarstjórar Akureyrar og Garðabæjar telja rétt að starfshættir hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar verði rannsakaðir. Hjónin ráku dagvistun og leikskóla í Garðabæ í tæp 20 ár. Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið sína kvörtun alvarlega. Innlent 22.11.2021 18:00
Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar dvaldi sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og í fréttaauka að loknum íþróttafréttum. Innlent 21.11.2021 18:26
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Landspítalanum er sífellt stærri vandi á höndum við að manna störf og álagið er enn stigvaxandi vegna faraldursins. Í gær var gripið til nýs ráðs í úthringiveri Covid-göngudeildarinnar, sem bar undraverðan árangur. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Innlent 20.11.2021 18:13
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid. Innlent 19.11.2021 18:06
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Fimm hafa sagt upp. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30. Innlent 18.11.2021 18:09
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heilbrigðisráðherra hugnast ekki aðgerðir sem gætu mismunað bólusettum og óbólusettum. Tuttugu þúsund Íslendingar fengu þriðja skammt í fyrstu viku bólusetningarátaks, færri en vonast var til. Innlent 17.11.2021 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem sagði sögu látinnar vinkonu sinnar varðandi kynferðislega áreitni af hálfu lögmanns um aldamótin krefst réttlætis. Málið hafi hvílt þungt á henni í tuttugu ár. Fyrrverandi vinnuveitandi lögmannsins segir óvíst hvort rétt hafi verið brugðist við málinu á sínum tíma og ætlar að skoða hvort fleiri sambærileg mál hafi komið upp. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.11.2021 18:05
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti, sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barn, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans segja verulega vankanta vera á aðbúnaði barna á leikskólanum og krefjast þess að honum verði tafarlaust lokað. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 15.11.2021 18:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar ásamtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö verður rætt við fólk búsett í hinum ýmsu löndum í Evrópu um hvort og hvernig sóttvarnarreglur eru í þeirra heimalöndum. Fréttir 14.11.2021 18:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttatíma okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö í kvöld segjum við frá alvarlegri hnífaárás sem var við Hagkaup í Garðabæ í gær. Lögreglan segir að ofbeldisglæpum sem þessum fari fjölgandi og séu alvarlegri en áður. Innlent 13.11.2021 18:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Harðar sóttvarnaaðgerðir til næstu þriggja vikna taka gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra skorar á alla sem fá boðun að þiggja þriðju bólusetninguna en stefnt sé að því að bólusetja um helming fullorðins fólks fyrir áramót. Fjallað verður ítarlega um nýjar reglur í kvöldfréttum. Innlent 12.11.2021 18:17
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heilbrigðisráðherra segir kórónuveirufaraldurinn vera orðinn nokkuð stjórnlausan. Metfjöldi smitaðra af veirunni kalli á hertar sóttvarnaaðgerðir. Sóttvarnalæknir undirbýr minnisblað til ráðherrans. Innlent 11.11.2021 18:08
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Einn lést og annar slasaðist alvarlega þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól skullu saman á hjólastíg í Reykjavík í morgun. Lögregla segist lengi hafa óttast að svo alvarlegt slys kynni að verða í ljósi sívaxandi vinsælda rafmagnshlaupahjóla, sem sum fari langt yfir leyfilegan hámarkshraða. Innlent 10.11.2021 18:17
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Deildarstjóri Covid-göngudeildar óttast að Landspítalinn hætti að ráða við álagið með áframhaldandi fjölgun smitaðra í samfélaginu og telur að grípa þurfi til mun hertari aðgerða svo staðan verði ekki eins slæm og víða annars staðar í Evrópu. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Innlent 9.11.2021 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Móðir níu ára stúlku hefur kært starfsmann Gerðaskóla í Garði til lögreglu fyrir ofbeldi gegn dóttur sinni. Hann hafi snúið stelpuna niður þegar hún klóraði í áttina að honum. Hún segir það viðtekna venju í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi. Rætt verður við móðurina í kvöldfréttum. Innlent 8.11.2021 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum heyrum við í sóttvarnalækni sem óttast að sama neyðarástandið skapist hér og víða í austur Evrópu ef nýjustu sóttvarnaaðgerðirnar skili ekki skjótum árangri. Innlent 7.11.2021 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar greinir verkefnastjóri farsóttanefndar frá því að Landspítalinn sé kominn að þanmörkum vegna vaxandi útbreiðslu kórónuveirunnar. Fjölgun innlagna vegna Covid-veikinda lami aðra starfsemi spítalans. Innlent 6.11.2021 17:44
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum segjum við frá ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar vegna þeirra hertu sóttvarnaaðgerða sem heilbrigðisráðherra ákvað að grípa til í dag vegna mikillar aukningar á útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Sóttvarnalæknir óttast að neyðarástand skapist á sjúkrahúsum landsins og segir núverandi bylgju faraldursins þá stærstu frá upphafi. Innlent 5.11.2021 18:17
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Allt bendir til að heilbrigðisráðherra grípi til sóttvarnatakmarkana eftir ríkisstjórnarfund á morgun vegna mikillar aukningar á útbreiðslu kórónuveirunnar í þjóðfélaginu. Aldrei hafa fleiri greinst utan sóttkvíar og í gær frá upphafi faraldurins. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30. Innlent 4.11.2021 18:03
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti segir ummæli fráfarandi framkvæmdastjóra Eflingar um trúnaðarmenn félagsins vera sorgleg og hafa möguleg áhrif á störf þeirra og vinnumarkaðinn í heild. Fjallað verður nánar um vendingar innan Eflingar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.11.2021 18:06
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sóttvarnalæknir telur að samkomutakmarkanir þurfi að vera við lýði næstu mánuði eða ár. Hann kallar eftir umræðu á meðal stjórnmálamanna um hæfilegan milliveg til frambúðar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 2.11.2021 18:05
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Starfsfólk Eflingar segist hafa upplifað vanlíðan og hræðslu í starfi vegna slæmrar framkomu og hótana stjórnenda um uppsögn. Formaður og framkvæmdastjóri Eflingar hafa látið af störfum hjá félaginu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30. Innlent 1.11.2021 18:06
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Maður sem smitaðist af Covid-19 á hjartadeild aðeins örfáum dögum eftir stóra aðgerð segist eiga bóluefnum líf sitt að þakka. Rætt verður við manninn í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem gagnrýnir að heimsóknir hafi verið leyfðar á deildinni. Innlent 31.10.2021 18:14
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Svo getur farið að mönnunarkrísa á Landspítala leiði til þess að almenningur þurfi að búa við sóttvarnatakmarkanir á ný að sögn forstjóra Landspítalans. Staðan er mjög tvísýn á sjúkrahúsinu. Rætt verður við forstjóra Landspítalans í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 30.10.2021 18:11
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stór skemmtanahelgi virðist fram undan þrátt fyrir mikla uppsveiflu í faraldrinum þar sem aldrei hafa fleiri mætt í hraðpróf vegna viðburða en í dag.Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum og verðum í beinni útsendingu frá sýnatökustað og frá miðbænum - þar sem allt iðar af lífi Innlent 29.10.2021 18:15
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heilbrigðisráðherra telur verulega ólíklegt að sóttvarnatakmörkunum innanlands verði aflétt að fullu 18. nóvember líkt og stjórnvöld höfðu boðað. Ráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðunni þó enn sé ekki hugað að hertum aðgerðum. Innlent 28.10.2021 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Um sex hundruð starfsmenn Landspítalans eru enn óbólusettir og til skoðunar gæti komið að meina þeim sem ekki hafa fyrir því gilda ástæðu að mæta til vinnu. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga réttlætingu fyrir því að tíu prósent starfsmenna spítalans séu óbólusettir. Málið sé grafalvarlegt. Innlent 27.10.2021 18:00