Innlent

Flatarmál seglanna fjórir ferkílómetrar
Skólaskipið Sedov kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun. Skipið á sér merka sögu og er eitt hið allra stærsta sinnar tegundar í heiminum. Möstur þess slaga hátt í hæð Hallgrímskirkju. Um borð eru 110 kadettar og 50 manna áhöfn.
Skerðingar lækka og þjónustan bætt
Ríkisstjórnin og Landssamband eldri borgara hafa náð saman um bætta afkomu og aðbúnað ellilífeyrisþega. Aðgerðirnar kosta um tíu milljarða á ári þegar allt er komið til framkvæmda. Lífeyrishlutinn nær einnig til öryrkja.

20 milljónum stolið úr heimabönkum
Nær tuttugu milljónum króna hefur verið stolið af bankareikningum hér á landi að undanförnu. Þjófarnir hafa komist inn í heimabanka og millifært þaðan umtalsverðar fjárhæðir. Grunur leikur jafnframt á um peningaþvætti.

Hafa borist 2500 ábendingar um barnaklám á Netinu
Barnaheillum hafa borist 2500 ábendingar um barnaklám á Netinu síðustu ár. Talsmenn tengslasíðna eins og MySpace og Bebo viðurkenna að þeir geti lagt meira á sig til að halda kynferðisglæpamönnum frá börnum.

Kvartað undan vopnaleit Securitas á farþegum
Öryrkjabandalagið kvartar undan því við Flugmálastjórn að starfsmenn Securitas, en ekki þrautþjálfaðir lögreglumenn, sjái um vopnaleit á hreyfihömluðum farþegum.

Sökuð um morð eftir fellibylinn Katrínu
Læknir og tveir hjúkrunarfræðingar hafa verið handtekin, sökuð um morð á fjórum sjúklingum á spítala í New Orleans eftir fellibylinn Katrínu.

Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara hækka
Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara hækka og bótakerfið verður einfaldað. Þessu lofar ríkið í nýju samkomulagi við Landssamband eldri borgara.
Deilir hart á fundarstjóra
Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sakaði Pétur Guðmundarson fundarstjóra á hluthafafundi Straums-Burðaráss um gerræðisleg vinnubrögð. Pétur bannaði Víglundi að spyrja stjórnina út í átökin um yfirráð í félaginu.
Ekið á dreng
Ekið var á fimm ára gamlan dreng við Urðarstekk í Breiðholti rétt eftir klukkan eitt í dag. Drengurinn var á hlaupahjóli og ekki með hjálm. Hann hlaut höfuðáverka en er ekki alvarlega slasaður. Drengurinn var lagður inn á Landspítalann til eftirlits.

Könnuðu hug almennings lítið
Stjórnendur Strætós leituðu ekki kerfisbundið til almennings eftir hugmyndum, þegar nýja leiðakerfið var tekið upp. Þeir töldu meðal annars fjármunum félagsins betur varið í daglega starfsemi en ítarlega athugun.

Ríkiskaupum gert að afhenda Altantsolíu gögn
Ríkiskaupum er gert skylt að afhenda Atlantsolíu gögn um niðurstöðu útboðs frá árinu 2003 vegna eldsneytiskaupa ríkisstofnanna. Atlantsolía fékk sigur hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, því að Ríkiskaup höfðu neitað að láta gögnin af hendi. Gögnin verða afhent á morgun.
Rannsóknarskipið Gæfa komin heim úr leiðangri
Tveggja vikna rannsóknarleiðangri Gæfu VE 11 lauk fyrir skömmu, þar sem útbreiðsla og ástand sandsílastofna var kannað , en síli eru mikilvæg fæða nytjafiska, hvala og sjófugla.

Verulega vonsvikinn yfir ákvörðun samgönguráðherra
Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segist verulega vonsvikinn yfir því að samgönguráðherra skuli ekki ætla að beita sér fyrir því að nýtt vaktafyrirkomulag verði fellt úr gildi. Sáttin sem ríkt hafi milli yfirmanna og starfsmanna sé því enn í uppnámi.
Fólksbíll hafnaði ofan í skurði
Fólksbíll fór út af veginum skammt frá norðurenda Hvalfjarðarganganna rétt fyrir klukkan fimm í dag og hafnaði ofan í skurði. Að sögn lögreglunnar á Akranesi hlaut ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, höfuðhögg en talið er að meiðsl hans séu ekki alvarleg.

Samtök verslunar og þjónustu óska skýringa frá forsætisráðherra
Samtök verslunar og þjónustu óska skýringar á orðum forsætisráðherra um tillögur matvælanefndar, þar sem hann segir að innflytjendum, heildsölum og smásölum sé ekki treystandi til að láta lækkun tolla og skatta á matvæli skila sér til neytenda í lægra verði.

Met aðsókn í Háskólann í Reykjavík
Aldrei hafa borist fleiri umsóknir um skóavist til Háskólans í Reykjavík. Um 1800 manns hafa nú sótt um skólavist fyrir næsta skólaár, sem hefst 18. ágúst næstkomandi.

Ósáttur við ummæli forsætisráðherra
Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segist fullviss um að lækkum á sköttum og álagningu á matvælum muni skila sér til neytenda. Hann er ósáttur við ummæli forsætisráðherra um að verslunin gætu tekið slíkar lækkanir til sín.
Hagnaður Lýsingar hf. 455 milljónir króna
Eignarleigu- og fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hf., dótturfélag Exista hf., skilaði 455 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Útlán jukust um 45,8 prósent og námu þau tæpum 54 milljörðum króna í lok tímabilsins. Viðskiptamönnum Lýsingar, bæði fyrirtækjum og einstaklingum, fjölgaði verulega á tímabilinu.

Tómas Zoëga áfram yfirlæknir hjá LSH
Náðst hefur samkomulag milli forstjóra LSH og Tómasar Zoëga um að Tómas haldi áfram yfirlæknisstarfi sínu við geðsvið spítalans með sama hætti og áður.

Bensínverð hækkar
Bensínlítrinn hér á landi færi yfir 140 krónur, ef verðið væri látið fyglja hækkuninni á Rotterdammarkaði í gær.

Samið við eldri borgara
Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara frá Tryggingastofnun ríkisins hækka og bótakerfið verður einfaldað með fækkun og sameiningu bótaflokka, samkvæmt samkomulagi sem Landsamband eldri borgara og ríkisstjórnin skrifuðu undir í dag. Þá munu bætur lækka minna vegna tekna maka og annarra tekna bótaþega en nú er. Samkomulagið var undirritað af forsætisráðherra, fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra og landbúnaðarráðherra og fulltrúum eldri borgara í Ráðherrabústaðnum í dag. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að tekið verði upp frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og vasapeningar hækkaðir. Þá verði starfslok sveigjanleg, þannig að lífeyrisgreiðslur hækki við frestun á töku lífeyris. Heimaþjónusta verði stóraukin og áhersla færð frá stofnanaþjónustu. Þá mun fjármagn sem nú gengur til reksturs stofnana úr Framkvæmdasjóði aldraðra ganga til uppbyggingar öldrunarstofnana.

Áfrýjar til Hæstaréttar
Jónas Garðarsson, fyrrverandi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, hefur áfrýjað til Hæstaréttar dómi sem kveðinn var upp yfir honum um manndráp af gáleysi.

Landhelgisgæslan áfram á Reykjarvíkurflugvelli
Hugmyndir um að flytja þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar upp á Keflavíkurflugvöll fá ekki hljómgrunn í nýjum tillögum að framtíðarskipulagi sveitarinnar. Þar er lagt til að sveitin verði áfram á Reykjavíkurflugvelli.

Mikil fjölgun ferðamanna í maí
Rúmlega 31 þúsund erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í maí síðastliðnum, samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Þetta er aukning um 12,5% miðað við maí í fyrra.

Beitir neitunarvaldi
Búist er við að Bush Bandaríkjaforseti beiti neitunarvaldi gegn lögum um að veita auknu fjármagni úr ríkiskassanum til stofnfrumurannsókna úr fósturvísum.

Brotlenti við fjallið Þorbjörn í Grindavík
Svifdrekaflugmaður brotlenti við fjallið Þorbjörn í Grindavík rétt fyrir klukkan 12.

Á móti einkavæðingu öryggiseftirlits á Keflavíkurflugvelli
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs krefst þess að horfið verði frá ákvörðun flugmálayfirvalda að einkavæða öryggiseftirlit á Keflavíkurflugvelli.

Stærsta seglskip í heimi
Stærsta seglskip í heimi, rússneska skólaskipið Sedov, kom til hafnar í Reykjavík um klukkan hálf ellefu í morgun. Skipið verður til sýnis almenningi á morgun