Svifdrekaflugmaður brotlenti við fjallið Þorbjörn í Grindavík rétt fyrir klukkan 12. Björgunarsveitin Þorbjörn frá Grindavík og björgunarsveitin Suðurnes komu fljótlega á vettvang ásamt lögreglu. Maðurinn reyndist töluvert slasaður og þurfti að bera hann í sjúkraskel niður fjallið þar sem björgunarsveitarbíll beið og flutti manninn til móts við sjúkrabíl. Alls tóku um 30 manns þátt í aðgerðinni sem tók rúma klukkustund.
Brotlenti við fjallið Þorbjörn í Grindavík
