
Verslun

Afgreiða lyf um bílalúgu tólf tíma á dag
Lyfsalinn hefur opnað bílaapótek við Vesturlandsveg. Lyf eru afgreidd beint í bílinn gegnum lúgu. Mikil þægindi fyrir viðskiptavini og minni smithætta.

Tvö þúsund vildu verða kynlífstækjaprófarar
„Við birtum auglýsingu inná Alfreð þar sem við óskuðum eftir fólki til að prófa fyrir okkur kynlífstæki og á innan við sólarhring frá því hún var birt voru komnar ríflega 500 umsóknir,“ segir Saga Lluviu Sigurðardóttir, annar eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Losta.is

Húsasmiðjunni gert að hætta notkun fingrafaraskanna
Það er mat Persónuverndar að notkun Húsasmiðjunnar ehf. á fingrafaraskanna við inn- og útskráningu starfsmanna í launakerfi félagsins samrýmist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.


Litlar gámaverslanir sagðar hafa umbreytt landsbyggðarlífinu
Ómannaðar sjálfvirkar verslanir hafa umbreytt lífinu á landsbygðinni í Svíþjóð ef marka má frétt í Guardian um nýsköpunarfyrirtæki sem opnað hefur nítján slíkar verslanir í fámennum byggðum Svíþjóðar.

Átta þúsund dósir seljast á hverjum degi
Í árslok 2020 er gert ráð fyrir að mánaðarsala verði um 250 þúsund dósir.

Blússandi góðæri hjá íslenskum kaupmönnum
Jólastemmning í verslun á miðju sumri. Kortavelta í júlí jafn mikil og hún var í desember.

Námsmenn nýta netið til að versla en velja prentað form
Rafrænar bækur er aðeins lítill hluti seldra bóka í Bóksölu stúdenta og segir Óttarr Proppé verslunarstjóri að enn sem komið er sé engin bylting í eftirspurn eftir rafbókum.

Sameinuð verslun Húrra Reykjavíkur opnar
Verslanir Húrra Reykjavíkur hafa formlega sameinast undir einu þaki og opnar ný verslun við Hverfisgötu 18A í dag.

Erlend kortavelta tæpur þriðjungur miðað við í fyrra
Forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar segir veltuna lækka nú dag frá degi eftir að takmarkanir við landamæri voru hertar.

Hefja póstdreifingu á laugardögum
Pósturinn hyggst taka upp dreifingu á laugardögum á höfuðborgarsvæðinu. Er það gert vegna aukinnar innlendrar netverslunar.

Ógnaði starfsfólki Bónuss með grjóti
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til vegna búðarþjófnaðar í Skipholti í dag.

Ný vefsíða gerir fólki kleift að máta húsgögn inn á heimilið í þrívídd
Með hjálp tækninnar er nú hægt að máta húsgögn inni á heimilinu og sjá hvort þau passi við rýmið áður en kaup eiga sér stað.

Henti fötum fyrir hálfa milljón út um glugga verslunar til að nálgast síðar
Í tilkynningu frá lögreglu segir að konan hafi verið í annarlegu ástandi og að verðmæti fatanna sem hún henti út hafi verið milli 400-500 þúsund krónur.

Fólk hamstraði andlitsgrímur í dag
Óhætt er að segja að andlitsgrímur hafi rokið út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Nokkuð er um að fólk hamstri grímurnar og hafa einhverjar verslanir takmarkað kaup fólks á þeim.

Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum
Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu.

Svarti föstudagur með breyttu sniði hjá Walmart í ár
Verslunarkeðjan Walmart mun loka verslunum sínum á Þakkargjörðardaginn í ár og þar með fresta opnun hins alræmda útsöludags, Svarta föstudags.

Íslendingar bregðist almennt illa við „fantaskap stórs aðila“
Útgefandi Uglu fagnar skjótum viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins því hann hafi óttast á tímabili að útgáfan myndi ekki lifa höggið af.

Ásta verður framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar og hefur hún störf 1. október 2020.

Fjölskyldustæði fyrir barnafólk
Forsvarsmenn Krónunnar vinna nú að því að fjölga svokölluðum fjölskyldustæðum fyrir utan verslanir fyrirtækisins.

Hagar töpuðu 96 milljónum á Covid-lituðum ársfjórðungi
Hagar töpuðu 98 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins

Nýta tóm verslunarrými í miðborginni til að sýna hönnun í gegnum glugga
Hönnuðir og húsnæðiseigendur í miðbænum leiða saman hesta sína og gefa gestum og gangandi tækifæri á að skoða alls kyns hönnun núna í tilefni HönnunarMars sem lýkur í dag. Í gegnum tíu glugga víðs vegar um miðborgina hefur vegfarendum verið boðið að staldra við, líta inn um glugga og fá innsýn í fjölbreytilegan heim hönnunar.

Bónus oftast með lægsta verðið
Hæsta verðið á matvöru er í flestum tilvikum að finna í Krambúðinni samkvæmt nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ en verð Krambúðarinnar var það hæsta í 51 af 121 tilviki sem skoðað var.

HÉR ER frábær viðbót við Smáralind
Smáralind hefur opnað tísku- og lífsstílsvefinn HÉR ER þar sem fjallað er um tísku, lífsstíl, fegurð, heimili og hönnun og fjölskylduna.

Segir stjórnendum Pennans ekki treystandi til að stýra markaðsráðandi fyrirtæki
Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Munu bjóða Costco-vörur í nýjum verslunum undir merkinu Extra
Tvær nýjar matvöruverslanir undir vörumerkinu Extra hafa verið opnaðar í Reykjanesbæ og á Akureyri.

Verð á ávöxtum og grænmeti hækkað um allt að tíu prósent í kórónuveirufaraldrinum
Verð á ávöxtum og grænmeti hefur hækkað um allt að tíu prósent í kórónuveirufaraldrinum. Seðlabankinn hefur ítrekað gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn á liðnum vikum.

Brosmildir Kringlugestir tóku hundunum fagnandi
Kringlan leyfði í fyrsta sinn hunda í verslunarmiðstöðinni í dag.

Hvetur Olís til að opna ekki spilakassana á nýjan leik
Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetur Olís til að opna ekki aftur fyrir spilakassa í verslunum sínum en þeir hafa ekki opnað þá aftur eftir samkomubann.

Heimila hunda í Kringlunni á sunnudögum
Gestum Kringlunnar verður framvegis heimilt að taka með sér smáhunda í verslunarmiðstöðina á sunnudögum. Þetta kemur fram á heimasíðu Kringunnar.