Námsmenn nýta netið til að versla en velja prentað form Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. september 2020 09:00 Óttarr Proppé verslunarstjóri Bóksölu stúdenta. Vísir/Vilhelm „Það hefur sýnt sig að þó skólarnir hafi ekki verið lokaðir nema að takmörkuðu leyti hefur orðið breyting á því almennt hvernig fólk leitar sér upplýsinga og kaupir bækur. Það er margfalt meiri vefverslun í ár en á sama tíma í fyrra og við finnum að almennt er fólk miklu meira að leita á vefnum,“ segir Óttarr Proppé verslunarstjóri Bóksölu stúdenta um þær breytingar sem kórónufaraldurinn er að hafa á neysluhegðun námsmanna. Þessa breytingu mátti sjá strax í vor þegar öll kennsla háskóla færðist yfir í fjarkennslu. Það sama eigi við nú þótt nemendur séu ýmist í fjarkennslu eða á staðnum. Óttarr segir það hins vegar misskilning að eftirspurn eftir rafbókum hafi stóraukist. „Varðandi námsbækur, þá finnum við fyrir því að nemendur eru opnari fyrir því að nýta rafbækur, en það er engin bylting enn sem komið er,“ segir Óttar. Óttar segir að í kjölfar kórónufaraldursins hafi Bóksala stúdenta (BS) brugðist við með aðgerðum eins og að efla leitarvélina á vefnum og bjóða upp á heimkeyrsluþjónustu. Á sama tíma og verslun á netinu hafi stóraukist hefur netverslunin þó ekki breytt því hvað verslað er. „Flestir nemendur kjósa enn sem komið er bækur á prentuðu formi og margir nemendur segja mér að þau kjósi að hafa bókina aðgengilega við sína vinnu, við hliðina á tölvunni. Sérstaklega heyri ég talað um þetta núna tengt fjarnáminu“ segir Óttarr. Þá segir hann marga nota skólabækurnar sem handbækur eftir að námi lýkur. „Sem bókamaður get ég ekki annað en tekið eftir því ef ég heimsæki lækni að oft sér maður gömlu námsbækurnar inni hjá lækninum innan um nýrri bækur. Þannig að það er alveg ljóst í mínum huga að dauði prentaðra bóka er stórlega ýktur“ segir Óttarr. Óttarr segir að á heimsvísu sé mikil hreyfing í þróun námsefnis, bókaútgáfu og dreifingu. Hlutirnir séu hins vegar að breytast hægar en ætla mætti. Þannig hafi BS upp á yfir 300 þúsund titla í formi rafbóka. Þær séu hægt og sígandi að aukast í sölu en eru enn þá aðeins lítill hluti af seldum bókum. „Þetta er í takt við það sem við heyrum frá löndunum í kringum okkur. Það er mikil aukning í því að stórar námsbækur á háskólastigi séu tengdar gagnabönkum með viðbótarupplýsingum, æfingaprófum og þvíumlíku” segir Óttar og bætir við „Við sjáum að fleiri kennarar og nemendur eru að nýta sér slíkt. Þá er gjarnan boðið upp á hvort sem er pappírs- eða rafræna útgáfu af bókinni auk aðgangs að sérstöku gagnasvæði.” Verslun Bókmenntir Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bókaútgáfa Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Sjá meira
„Það hefur sýnt sig að þó skólarnir hafi ekki verið lokaðir nema að takmörkuðu leyti hefur orðið breyting á því almennt hvernig fólk leitar sér upplýsinga og kaupir bækur. Það er margfalt meiri vefverslun í ár en á sama tíma í fyrra og við finnum að almennt er fólk miklu meira að leita á vefnum,“ segir Óttarr Proppé verslunarstjóri Bóksölu stúdenta um þær breytingar sem kórónufaraldurinn er að hafa á neysluhegðun námsmanna. Þessa breytingu mátti sjá strax í vor þegar öll kennsla háskóla færðist yfir í fjarkennslu. Það sama eigi við nú þótt nemendur séu ýmist í fjarkennslu eða á staðnum. Óttarr segir það hins vegar misskilning að eftirspurn eftir rafbókum hafi stóraukist. „Varðandi námsbækur, þá finnum við fyrir því að nemendur eru opnari fyrir því að nýta rafbækur, en það er engin bylting enn sem komið er,“ segir Óttar. Óttar segir að í kjölfar kórónufaraldursins hafi Bóksala stúdenta (BS) brugðist við með aðgerðum eins og að efla leitarvélina á vefnum og bjóða upp á heimkeyrsluþjónustu. Á sama tíma og verslun á netinu hafi stóraukist hefur netverslunin þó ekki breytt því hvað verslað er. „Flestir nemendur kjósa enn sem komið er bækur á prentuðu formi og margir nemendur segja mér að þau kjósi að hafa bókina aðgengilega við sína vinnu, við hliðina á tölvunni. Sérstaklega heyri ég talað um þetta núna tengt fjarnáminu“ segir Óttarr. Þá segir hann marga nota skólabækurnar sem handbækur eftir að námi lýkur. „Sem bókamaður get ég ekki annað en tekið eftir því ef ég heimsæki lækni að oft sér maður gömlu námsbækurnar inni hjá lækninum innan um nýrri bækur. Þannig að það er alveg ljóst í mínum huga að dauði prentaðra bóka er stórlega ýktur“ segir Óttarr. Óttarr segir að á heimsvísu sé mikil hreyfing í þróun námsefnis, bókaútgáfu og dreifingu. Hlutirnir séu hins vegar að breytast hægar en ætla mætti. Þannig hafi BS upp á yfir 300 þúsund titla í formi rafbóka. Þær séu hægt og sígandi að aukast í sölu en eru enn þá aðeins lítill hluti af seldum bókum. „Þetta er í takt við það sem við heyrum frá löndunum í kringum okkur. Það er mikil aukning í því að stórar námsbækur á háskólastigi séu tengdar gagnabönkum með viðbótarupplýsingum, æfingaprófum og þvíumlíku” segir Óttar og bætir við „Við sjáum að fleiri kennarar og nemendur eru að nýta sér slíkt. Þá er gjarnan boðið upp á hvort sem er pappírs- eða rafræna útgáfu af bókinni auk aðgangs að sérstöku gagnasvæði.”
Verslun Bókmenntir Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bókaútgáfa Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Sjá meira